Fred VanVleet skoraði 29 stig fyrir Houston, tók átta fráköst og gaf átta stoðsendingar. Hann hitti úr sex af níu þriggja stiga skotum sínum og öll níu vítaskot hans rötuðu rétta leið. VanVleet hefur hitt úr öllum 22 vítum sínum í einvíginu.
Alperen Sengun skoraði 21 stig fyrir Houston, tók fjórtán fráköst, gaf sex stoðsendingar og stal boltanum þrisvar sinnum. Reynsluboltinn Steven Adams kom með sautján stig af bekknum.
Fred VanVleet and Alperen Sengun powered Houston to a Game 6 win on the road!
— NBA (@NBA) May 3, 2025
VanVleet: 29 PTS, 6 3PM, 8 AST, 8 REB
Sengun: 21 PTS, 14 REB, 6 AST, 3 STL
Houston will now host Golden State for Game 7 at 8:30pm/et Sunday on TNT 🍿 pic.twitter.com/lQNxV0Ggcg
Stephen Curry skoraði 29 stig fyrir Golden State en hitti bara úr níu af 23 skotum sínum. Jimmy Butler var með 27 stig, níu fráköst og átta stoðsendingar.
Golden State komst 3-1 yfir í einvíginu en Houston hefur unnið síðustu tvo leiki og oddaleikurinn verður á þeirra heimavelli í Texas aðfaranótt mánudags.