„Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. maí 2025 09:00 Kollegarnir Jordan Pickford og Asmir Begović. Richard Martin-Roberts/Getty Images Asmir Begović, markvörður Everton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, getur ekki beðið eftir að snúa aftur hingað til lands. Hinn 37 ára gamli Begović kom hingað til lands fyrir ári þegar hann hélt markmannsnámskeið í Úlfarsárdal þar sem hann og Gareth Owen, markmannsþjálfari Fram, þekkjast vel. Líkaði Asmir dvölin hér á landi svo vel að hann er ætlar sér að snúa aftur í lok maímánaðar. „Við gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands og vera með annað hágæða námskeið. Það vakti mikla lukku síðast þegar við komum og alls mættu 75 markmenn víðsvegar að úr Skandinavíu. Það hvatti okkur til að mæta á nýjan leik og vera með annað námskeið,“ sagði Begović í stuttu spjalli við Vísi. „Við komum með okkar eigin hágæða þjálfara sem og við fáum hjálp frá hágæða þjálfurum á Íslandi til að upplifun ungu markvarðanna sem mæta á námskeiðið verði sem best. Við viljum að upplifunin sé eins og best verði á kosið.“ „Markmiðið með akademíu minni og allri vinnunni sem við vinnum er að gefa næstu kynslóð innblástur til að setja á sig hanskana og verða markverðir. Ég vil gefa til baka, deila reynslu minni sem og öllu því sem ég hef lært á lífsleiðinni sem og þau 20 ár sem ég hef verið í atvinnumennsku. Teymið okkar sér marga krakka sem vilja ná langt en hafa ekki fengið nægilega góða þjálfun svo við viljum koma til móts við þau og aðstoða þau á vegferð sinni.“ Það er ekki vaninn að leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar nýti annars stutt sumarfrí sitt til að halda námskeið á Íslandi. Því var markvörðurinn spurður hvort hann hefði séð eitthvað áhugavert meðan hann var hér á landi á síðasta ári. „Við náðum að sjá þónokkuð af Íslandi. Sáum hvera, fossa sem og hina fallegu borg Reykjavík. Við elskuðum menningu landsins og upplifun okkar af henni. Fólkið var mjög vingjarnlegt, við nutum okkar í botn og getum ekki beðið eftir að mæta aftur.“ David Moyes tók við stjórn Everton á nýjan leik á yfirstandandi leiktíð. Hann hefur þónokkra Íslands tengingu enda má segja að leikmannaferill hans hafi hafist í Vestmannaeyjum. „Ég minntist á Ísland við þjálfarann, hann elskaði tíma sinn þar og það kemur ekki á óvart þar sem allir hafa góða hluti að segja um landið. Hann er í miklum metum hjá fólki innan leiksins og alltaf gaman að heyra jákvæða hluti frá fólki eins og honum,“ sagði Asmir að endingu í spjalli sínu við Vísi. Fótbolti Enski boltinn Íslenski boltinn Fram Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Sjá meira
Hinn 37 ára gamli Begović kom hingað til lands fyrir ári þegar hann hélt markmannsnámskeið í Úlfarsárdal þar sem hann og Gareth Owen, markmannsþjálfari Fram, þekkjast vel. Líkaði Asmir dvölin hér á landi svo vel að hann er ætlar sér að snúa aftur í lok maímánaðar. „Við gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands og vera með annað hágæða námskeið. Það vakti mikla lukku síðast þegar við komum og alls mættu 75 markmenn víðsvegar að úr Skandinavíu. Það hvatti okkur til að mæta á nýjan leik og vera með annað námskeið,“ sagði Begović í stuttu spjalli við Vísi. „Við komum með okkar eigin hágæða þjálfara sem og við fáum hjálp frá hágæða þjálfurum á Íslandi til að upplifun ungu markvarðanna sem mæta á námskeiðið verði sem best. Við viljum að upplifunin sé eins og best verði á kosið.“ „Markmiðið með akademíu minni og allri vinnunni sem við vinnum er að gefa næstu kynslóð innblástur til að setja á sig hanskana og verða markverðir. Ég vil gefa til baka, deila reynslu minni sem og öllu því sem ég hef lært á lífsleiðinni sem og þau 20 ár sem ég hef verið í atvinnumennsku. Teymið okkar sér marga krakka sem vilja ná langt en hafa ekki fengið nægilega góða þjálfun svo við viljum koma til móts við þau og aðstoða þau á vegferð sinni.“ Það er ekki vaninn að leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar nýti annars stutt sumarfrí sitt til að halda námskeið á Íslandi. Því var markvörðurinn spurður hvort hann hefði séð eitthvað áhugavert meðan hann var hér á landi á síðasta ári. „Við náðum að sjá þónokkuð af Íslandi. Sáum hvera, fossa sem og hina fallegu borg Reykjavík. Við elskuðum menningu landsins og upplifun okkar af henni. Fólkið var mjög vingjarnlegt, við nutum okkar í botn og getum ekki beðið eftir að mæta aftur.“ David Moyes tók við stjórn Everton á nýjan leik á yfirstandandi leiktíð. Hann hefur þónokkra Íslands tengingu enda má segja að leikmannaferill hans hafi hafist í Vestmannaeyjum. „Ég minntist á Ísland við þjálfarann, hann elskaði tíma sinn þar og það kemur ekki á óvart þar sem allir hafa góða hluti að segja um landið. Hann er í miklum metum hjá fólki innan leiksins og alltaf gaman að heyra jákvæða hluti frá fólki eins og honum,“ sagði Asmir að endingu í spjalli sínu við Vísi.
Fótbolti Enski boltinn Íslenski boltinn Fram Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Sjá meira