Battles skoraði 23 stig í leiknum, átti sex stóðsendingar og tók fjögur fráköst.
Aðspurð hver hefði verið stærsta áskorunin við að vinna Njarðvík, í þessum fyrsta leik úrslitaeinvígisins, svaraði Battles einfaldlega með einu orði, eða einu nafni réttara sagt: „Brittanny,“ sagði hún og hló. Haukum tókst að halda Brittanny Dinkins í skefjum og hún tapaði boltanum alls fimmtán sinnum í leiknum sem er met.
Battles bætti við: „Brittanny og svo hafa þær auðvitað Paulinu líka. Þær eru frábærar í að taka fráköstin, það fer mikið fyrir þeim í teignum svo það skipti sköpum að reyna að halda þeim í burtu.“
Viðtalið við Battles má sjá í spilaranum hér að neðan.
Aðspurð hvernig hefði tekist að láta Dinkins tapa boltanum fimmtán sinnum í leiknum svaraði Battles:
„Það var svo sannarlega allt liðið sem stóð að þessu. Við vorum allar að verjast henni allan leikinn. Hún er frábær leikmaður sem getur alltaf tekið yfir leikina. Við urðum að sjá til þess að allt liðið næði að verjast henni og láta hana hafa fyrir þessu allan leikinn.“
Battles var að eignast nýjan liðsfélaga en Sigrún Björg Ólafsdóttir er mætt heim úr bandaríska háskólaboltanum og skoraði sex mörk í gær auk þess að stela boltanum til að mynda fimm sinnum.
„Hún kom inn, lærði hratt og aðlagaðist því sem við viljum gera. Hún gaf okkur frábæran neista bæði í vörn og sókn. Hún er bara frábær leikmaður og verðmæt búbót fyrir okkur,“ sagði Battles en viðtalið við hana má sjá hér að ofan.