Körfubolti

Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Giannis Antetokounmpo var eðlilega heitt í hamsi eftir vanvirðinguna sem honum var sýnd.
Giannis Antetokounmpo var eðlilega heitt í hamsi eftir vanvirðinguna sem honum var sýnd. vísir/getty

NBA-liðið Indiana Pacers hefur ákveðið að setja faðir stjörnu liðsins, Tyrese Haliburton, í bann frá því að sækja leiki liðsins í nánustu framtíð.

Þessi ákvörðun var tekin eftir stjórnarfund. Pabbinn, John Haliburton, hafði skilning fyrir ákvörðuninni og sættir sig við hana.

Annað hefði reyndar verið óeðlilegt enda sýndi hann af sér fáranlega hegðun á dögunum er hann labbaði inn á völlinn og ögraði Giannis Antetokounmpo, stjörnu Milwaukee Bucks.

Pabbinn er ekki bara í banni frá heimaleikjum liðsins heldur má hann ekki heldur mæta á útileikina. Hann hefur verið beðinn um að halda sig sem lengst frá liðinu.

Hann hafði reyndar vit á því að biðjast afsökunar skömmu eftir leikinn en það var ekki nóg.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×