Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 2. maí 2025 16:00 Líklega eru fáir trommarar eins hugmyndaríkir og Davíð í Kaleo. Davíð Antonsson Crivello sem oftast er kenndur við Kaleo fór nýstárlega leið þegar honum var fengið það verkefni að búa til lag í tengslum við auglýsingu á vegum Ölgerðarinnar. Hann nýtti flöskur, dósir, bjórkassa og tappa til þess að búa til hin ýmsu hljóð sem hann púslaði svo saman í lag. Strákarnir í Kaleo hafa fyrir löngu stimplað sig inn sem ein stærsta hljómsveit sem Ísland hefur alið af sér. Mikið er framundan hjá sveitinni sem túrar nú um Ameríku en Davíð gaf sér tíma til þess að leggja Ölgerðinni lið við gerð lags fyrir auglýsingu um Gull. „Þetta var svolítið skemmtilegt verkefni að því leyti að við ákváðum að vinna mestmegnis með dósa- og flöskuhljóð,“ segir Davíð í myndbandi um gerð lagsins en óhætt er að segja að hann hafi ekki farið hefðbundna leið við að búa það til. „Við byrjuðum aðeins að tromma og svo fórum við að því að gera eins mörg hljóð og okkur datt í hug úr flöskum, bjórkössum, dósum með því að berja í þetta, blása í þetta....hérna erum við að kremja dós. Svo settum við þetta saman og bjuggum til flöskutrommusett.“ Davíð notaði meðal annars tappa sem hann lamdi einfaldlega saman og þá var snerill trommusettsins samblanda af hinum ýmsu hljóðum og bassatromman sömuleiðis gerð með aðstoð bjórkassa og opnunum á bjórflöskum. „Eftir það fórum við svo í flösku-improv eins og við köllum það. Við röðuðum bara fullt af dósum og flöskum og svo spilaði ég á þær með trommukjuðum og við blöndum fjórum þannig saman. Ofan á þetta gerðum við hristu, hljómar bara mjög vel og það er ekkert búið að eiga við hana, hún hljómaði bara mjög vel. Svona blönduðum við þessu saman.“ Tónlist Auglýsinga- og markaðsmál Kaleo Mest lesið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Strákarnir í Kaleo hafa fyrir löngu stimplað sig inn sem ein stærsta hljómsveit sem Ísland hefur alið af sér. Mikið er framundan hjá sveitinni sem túrar nú um Ameríku en Davíð gaf sér tíma til þess að leggja Ölgerðinni lið við gerð lags fyrir auglýsingu um Gull. „Þetta var svolítið skemmtilegt verkefni að því leyti að við ákváðum að vinna mestmegnis með dósa- og flöskuhljóð,“ segir Davíð í myndbandi um gerð lagsins en óhætt er að segja að hann hafi ekki farið hefðbundna leið við að búa það til. „Við byrjuðum aðeins að tromma og svo fórum við að því að gera eins mörg hljóð og okkur datt í hug úr flöskum, bjórkössum, dósum með því að berja í þetta, blása í þetta....hérna erum við að kremja dós. Svo settum við þetta saman og bjuggum til flöskutrommusett.“ Davíð notaði meðal annars tappa sem hann lamdi einfaldlega saman og þá var snerill trommusettsins samblanda af hinum ýmsu hljóðum og bassatromman sömuleiðis gerð með aðstoð bjórkassa og opnunum á bjórflöskum. „Eftir það fórum við svo í flösku-improv eins og við köllum það. Við röðuðum bara fullt af dósum og flöskum og svo spilaði ég á þær með trommukjuðum og við blöndum fjórum þannig saman. Ofan á þetta gerðum við hristu, hljómar bara mjög vel og það er ekkert búið að eiga við hana, hún hljómaði bara mjög vel. Svona blönduðum við þessu saman.“
Tónlist Auglýsinga- og markaðsmál Kaleo Mest lesið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira