Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 1. maí 2025 20:33 Mike Waltz starfaði sem þjóðaröryggisráðgjafi Trumps í um fjóra mánuði. EPA Þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur verið bolað úr embætti eftir að hann bætti blaðamanni óvart í spjallhóp á samskiptaforritinu Signal þar sem háleynilegar upplýsingar komu fram. „Ég er ánægður að tilkynna að ég mun tilnefna Mike Waltz í embætti sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum,“ skrifar Trump í færslu á samfélagsmiðlinum sínum Truth Social. Þar greinir hann einnig frá að Marco Rubio utanríkisráðherra taki tímabundið við störfum Waltz og sinnir því báðum embættum samtímis. Samkvæmt heimildum New York Times hafði Waltz lengi verið á hálum ís. Staða hans versnaði til muna eftir að hann bætti ritstjóra fjölmiðilsins The Atlantic í spjallhóp á samskiptaforritinu Signal þar sem til umræðu voru háleynilegar upplýsingar um umfangsmiklar árásir Bandaríkjanna á Húta í Jemen. Til að mynda komu þar fram klukkan hvað árásirnar færu fram og hvar. Eftir Signal atvikið hafa farið fram samræður fyrir luktum dyrum að skipta Waltz út fyrir einhvern annan. Í fyrri embættistíð Trumps sem forseta skipti hann þrisvar sinnum um þjóðaröryggisráðgjafa. Auk Waltz og ritstjóranum Jeffrey Goldberg, voru í spjallhópnum JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, Tulsi Gabbard, yfirmaður leyniþjónustu Bandaríkjanna, Scott Bessent, fjármálaráðherra, Pete Hegseth, varnarmálaráðherra, John Ratcliffe, yfirmaður CIA, Steve Witkoff, erindreki Trumps í Mið-Austurlöndunum og Úkraínu, auk fleiri. Hegseth, sem var einnig í spjallhópnum með ritstjóranum, bjó til annan spjallhóp þar sem hann deildi háleynilegum upplýsingum með Jennifer Hegseth, eiginkonu sinni og fyrrverandi framleiðanda hjá Fox News, Phil Hegseth, bróður sínum og Tim Parlatore, lögfræðing. Phil Hegseth og Parlatore starfa báðir hjá varnarmálaráðuneytinu í Pentagon. Alls voru tólf manns í hópnum. Eftir að greint var frá lekanum sagðist Donald Trump standa með Hegseth og neitaði að hann hefði deilt trúnaðarupplýsingum. Bandaríkin Donald Trump Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Sjá meira
„Ég er ánægður að tilkynna að ég mun tilnefna Mike Waltz í embætti sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum,“ skrifar Trump í færslu á samfélagsmiðlinum sínum Truth Social. Þar greinir hann einnig frá að Marco Rubio utanríkisráðherra taki tímabundið við störfum Waltz og sinnir því báðum embættum samtímis. Samkvæmt heimildum New York Times hafði Waltz lengi verið á hálum ís. Staða hans versnaði til muna eftir að hann bætti ritstjóra fjölmiðilsins The Atlantic í spjallhóp á samskiptaforritinu Signal þar sem til umræðu voru háleynilegar upplýsingar um umfangsmiklar árásir Bandaríkjanna á Húta í Jemen. Til að mynda komu þar fram klukkan hvað árásirnar færu fram og hvar. Eftir Signal atvikið hafa farið fram samræður fyrir luktum dyrum að skipta Waltz út fyrir einhvern annan. Í fyrri embættistíð Trumps sem forseta skipti hann þrisvar sinnum um þjóðaröryggisráðgjafa. Auk Waltz og ritstjóranum Jeffrey Goldberg, voru í spjallhópnum JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, Tulsi Gabbard, yfirmaður leyniþjónustu Bandaríkjanna, Scott Bessent, fjármálaráðherra, Pete Hegseth, varnarmálaráðherra, John Ratcliffe, yfirmaður CIA, Steve Witkoff, erindreki Trumps í Mið-Austurlöndunum og Úkraínu, auk fleiri. Hegseth, sem var einnig í spjallhópnum með ritstjóranum, bjó til annan spjallhóp þar sem hann deildi háleynilegum upplýsingum með Jennifer Hegseth, eiginkonu sinni og fyrrverandi framleiðanda hjá Fox News, Phil Hegseth, bróður sínum og Tim Parlatore, lögfræðing. Phil Hegseth og Parlatore starfa báðir hjá varnarmálaráðuneytinu í Pentagon. Alls voru tólf manns í hópnum. Eftir að greint var frá lekanum sagðist Donald Trump standa með Hegseth og neitaði að hann hefði deilt trúnaðarupplýsingum.
Bandaríkin Donald Trump Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Sjá meira