Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar 1. maí 2025 14:32 Við sem fylgjumst með fréttum og megum varla missa úr fréttatíma getum ekki lengur horft eða hlustað aðgerðarlaus á fréttirnar frá Gasa. Nú er komið nóg nú segi ég stopp! Helmingur þeirra sem búa á Gasa eru börn og þau eru svelt og notuð sem gjaldmiðill í deilu sem virðist ekki hægt að leysa. Þetta verður að stöðva og það srax! Ísrael hefur verið eitt af mínum einstöku stöðum í heiminum sem gaman er heim að sækja. Kom þangað fyrst sem skiptinemi í læknisfræði með stoppi í Amsterdam þar sem safn Önnu Frank var heimsótt og það var áhrifamikið en var samt ekkert á við helfararsafnið í Jerúsalem þar sem á einstakan og áhrifamikinn hátt er maður leiddur í gegnum þær þrengingar sem Gyðingar máttu þola í seinni heimsstyrjöldinni. Stofnun Ísraels ríkis fyrir botni Miðjarðarhafs 1948 kom svo í kjölfarið á þeim hörmungum sem Gyðingar máttu þola en àn samráðs þeirra sem þar bjuggu fyrir. Þetta þekkjum við öll og höfum ekki ennþá fundið lausn á þessum vanda. Þó tveggja ríkja niðurstaða Ísraels og Palestínu sé líklega sú lausn sem er líklegust til að ganga upp. Þann 7. okt. 2023 var það svo hryðjuverkasamtökin Hamas sem hafa verið við stjórnvölinn á Gasa undanfarin ár sem lögðu til atlögu og tóku ungt fólk sem var að skemmta sér á útihátíð í gíslingu, dràpu fólk, misþyrmdu konum og börnum. Ennþá eru ísraelskir gíslar í haldi Hamas. Samúð okkar var að sjálfsögðu með fórnarlömbum þessarar grimmilegu árásar og bænir okkar hafa verið verið með gíslunum sem hafa verið notaðir sem skiptimynt milli Hamas og Ísraels. Ég hef ekki lausnina à þessari deilu eða svarið við þessu stríði. Ég get skilið báða aðila og hef gengið á þeirra landi og lært að elska þeirra heillandi heimkynni og þeirra einstöku sögu. En nú er komið nóg. Við verðum að bjarga börnunum á Gasa. Við getum ekki lengur horft á þennan hrylling, hræðilegar fréttir af sveltandi börnum og endalausum árásum á íbúa Gasa sem hafa ekkert skjól. Nú verða vitrænar þjóðir að fá stjórnvöld í Ísrael til að hleypa hjálpargögnum til sveltandi barna á Gasa og bjarga þeim. Hamas verða einnig að skilja að ábyrgð þeirra er mikil og sveltandi börn eru ekki skiptimynt. Við sem teljumst kristin og viljum vel verðum að bregðast við og gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma hjálpargögnum, mat, drykkjarvörum og lyfjum til Gasa. Við höfum ekkert lært og getum ekki talist til vitræna þjóða ef við komum ekki þessum börnum til hjálpar og það strax. Ég skora á íslensk stjórnvöld að beita sér af öllu afli til að stöðva þennan hrylling sem börnin á Gasa lifa við. Nú segjum við stopp! Höfundur er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ebba Margrét Magnúsdóttir Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Sjá meira
Við sem fylgjumst með fréttum og megum varla missa úr fréttatíma getum ekki lengur horft eða hlustað aðgerðarlaus á fréttirnar frá Gasa. Nú er komið nóg nú segi ég stopp! Helmingur þeirra sem búa á Gasa eru börn og þau eru svelt og notuð sem gjaldmiðill í deilu sem virðist ekki hægt að leysa. Þetta verður að stöðva og það srax! Ísrael hefur verið eitt af mínum einstöku stöðum í heiminum sem gaman er heim að sækja. Kom þangað fyrst sem skiptinemi í læknisfræði með stoppi í Amsterdam þar sem safn Önnu Frank var heimsótt og það var áhrifamikið en var samt ekkert á við helfararsafnið í Jerúsalem þar sem á einstakan og áhrifamikinn hátt er maður leiddur í gegnum þær þrengingar sem Gyðingar máttu þola í seinni heimsstyrjöldinni. Stofnun Ísraels ríkis fyrir botni Miðjarðarhafs 1948 kom svo í kjölfarið á þeim hörmungum sem Gyðingar máttu þola en àn samráðs þeirra sem þar bjuggu fyrir. Þetta þekkjum við öll og höfum ekki ennþá fundið lausn á þessum vanda. Þó tveggja ríkja niðurstaða Ísraels og Palestínu sé líklega sú lausn sem er líklegust til að ganga upp. Þann 7. okt. 2023 var það svo hryðjuverkasamtökin Hamas sem hafa verið við stjórnvölinn á Gasa undanfarin ár sem lögðu til atlögu og tóku ungt fólk sem var að skemmta sér á útihátíð í gíslingu, dràpu fólk, misþyrmdu konum og börnum. Ennþá eru ísraelskir gíslar í haldi Hamas. Samúð okkar var að sjálfsögðu með fórnarlömbum þessarar grimmilegu árásar og bænir okkar hafa verið verið með gíslunum sem hafa verið notaðir sem skiptimynt milli Hamas og Ísraels. Ég hef ekki lausnina à þessari deilu eða svarið við þessu stríði. Ég get skilið báða aðila og hef gengið á þeirra landi og lært að elska þeirra heillandi heimkynni og þeirra einstöku sögu. En nú er komið nóg. Við verðum að bjarga börnunum á Gasa. Við getum ekki lengur horft á þennan hrylling, hræðilegar fréttir af sveltandi börnum og endalausum árásum á íbúa Gasa sem hafa ekkert skjól. Nú verða vitrænar þjóðir að fá stjórnvöld í Ísrael til að hleypa hjálpargögnum til sveltandi barna á Gasa og bjarga þeim. Hamas verða einnig að skilja að ábyrgð þeirra er mikil og sveltandi börn eru ekki skiptimynt. Við sem teljumst kristin og viljum vel verðum að bregðast við og gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma hjálpargögnum, mat, drykkjarvörum og lyfjum til Gasa. Við höfum ekkert lært og getum ekki talist til vitræna þjóða ef við komum ekki þessum börnum til hjálpar og það strax. Ég skora á íslensk stjórnvöld að beita sér af öllu afli til að stöðva þennan hrylling sem börnin á Gasa lifa við. Nú segjum við stopp! Höfundur er læknir.
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun