Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar 1. maí 2025 09:16 1. maí, fögnum við baráttu verkafólks fyrir réttlæti, virðingu og sanngirni. Á þessum degi ættum við einnig að beina augum okkar að þeim hópi sem lengi hefur verið útilokaður frá vinnumarkaði, fötluðu fólki. Fatlað fólk er ekki jaðarhópur. Um 15% mannkyns, tæpur milljarður einstaklinga, teljast fatlaðir. Fötlun nær yfir allan fjölbreytileika mannkynsins, hún getur verið tímabundin eða varanleg, sýnileg eða hulin. Aðeins örlítið hlutfall, um þrjú prósent, fæðist með skerðingar. Þar af um eitt prósent með þroskaskerðingu. Flestir eða um 97% fatlast á lífsleiðinni. Enginn veit að morgni hvernig dagurinn endar. Þrátt fyrir háleit mannréttindamarkmið, býr fatlað fólk enn við kerfisbundna útilokun frá atvinnulífi og samfélagsþátttöku. Nýtt kerfi í boði — en hverjir fá raunveruleg tækifæri? Þann 1. september taka gildi umfangsmiklar breytingar á örorku- og endurhæfingarkerfinu Innleiða á: Örorkulífeyri (um 396.000 kr./mán.) fyrir 0–25% starfsgetu. Hlutaörorkulífeyri (um 325.000 kr./mán.) fyrir þau sem metin eru til 26–50% starfsgetu. Virknistyrk (um 71.000 kr./mán.) í allt að 24 mánuði á meðan atvinnuleit stendur. Brúar bilið á milli hlutaörorkulífeyris og örorkulífeyris. Þó breytingarnar boði aukna möguleika, vekur sérstakar áhyggjur að frítekjumörk verða misjöfn: 350.000 kr. fyrir hlutaörorkulífeyri en aðeins 100.000 kr. fyrir örorkulífeyri. Það er helmingslækkun frá núverandi kerfi. Ég setti inn í reiknivél TR forsendur til að sjá hvernig breytingarnar koma út fyrir einstakling sem fær fyrsta örorkumat 30 ára, væri með heimilisuppbót, 300.000 kr. atvinnutekjur og 100.000 kr. frá lífeyrissjóði. Samanburðurinn á núverandi kerfi og kerfinu sem tekur gildi 1.9.2025 miðað við forsendur hér að ofan eru þessi: Í núverandi kerfi væru greiðslur TR rúmlega 303.000 kr. fyrir skatt og um 262.000 kr. eftir skatt. Heildartekjur eftir skatt (TR, atvinnutekjur og lífeyrissjóður) = 528.099 kr. Í nýja kerfinu væru greiðslur TR um 354.000 kr. fyrir skatt og um 294.000 kr. eftir skatt. Heildartekjur eftir skatt (TR, atvinnutekjur og lífeyrissjóður) = um 560.000 kr. Hækkun ráðstöfunartekna í nýja kerfinu væri því tæplega 32.000 kr. á mánuði. Eins og sjá má er hækkunin mjög lítil sem virkar ekki hvetjandi fyrir fólk úr þessum hópi að taka þátt í vinnumarkaðnum. Það má því segja að þetta lága frítekjumark og skerðingar hindri frekar en hvetji enn stærstan hluta fatlaðs fólks frá sveigjanlegum þátttökumöguleikum á vinnumarkaði. Í þessum hóp er t.d. fólk með sveiflukennda sjúkdóma sem treysta sér kannski ekki í fasta vinnu en gætu hugsað sér að taka að sér verkefni eða tímabundin störf. En þetta lága frítekjumark hefur letjandi áhrif og getur orðið til þess að þau treysta sér ekki til að taka þátt í vinnumarkaðnum. Áfram verða þau því hindruð af lágu frítekjumarki og háum skerðingum. Þetta er ekki bara sóun á verðmætum mannauð heldur eykur það félagslegri einangrun. Það er augljóst að 100.000 króna frítekjumark hrekkur skammt. Greiðslur frá lífeyrissjóð eru t.d. fljótar að fullnýta 100.000 króna frítekjumark og þá taka við háar skerðingar upp á 45 aurar af hverri krónu. Þessu þarf að breyta. Það þyrfti að hækka frítekjumarkið fyrir þennan hóp að minnsta kosti upp í 200.000 krónur á mánuði og lækka skerðingarnar niður i 30 aura af hverri krónu. Þannig myndu stjórnvöld ná sýnum markmiðum að bæta kjör fatlaðs fólks, auka þátttöku þeirra á vinnumarkaði og koma í veg fyrri félagslega einangrun þeirra. Á síðu TR er reiknivél þar sem hver og einn getur sett inn mismunandi forsendur og skoðað hvernig breytingarnar hafa áhrif á greiðslur til þeirra í nýja kerfinu. https://island.is/s/tryggingastofnun/reiknivel?dateOfCalculations=2025-09-02T00:00:00.000Z Vinnumarkaður framtíðarinnar — fyrir alla eða fáa? Brautryðjendur í fötlunarfræðum, sýna fram á að útilokun fatlaðs fólks stafi ekki af skerðingum þeirra, heldur af skipulagi samfélagsins og öðrum manngerðum hindrunum. Einn þeirra Colin Barnes kallar eftir róttækri endurhugsun hugtakinu vinna: við verðum að skilgreina vinnu á nýjan hátt, viðurkenna verkefnavinnu, hlutastörf, sjálfstæða vinnu og sveigjanlega þátttöku sem jafnverðmæta. Samningur Sameinuðu þjóðanna kveður á um rétt fatlaðs fólks til sanngjarnra vinnuskilyrða og sömu kjara og annarra. Réttindi, ekki vorkunn Fatlað fólk á: sama rétt og aðrir til atvinnu rétt á sanngjörnum og hagstæðum vinnuskilyrðum rétt á endurmenntun og starfsráðgjöf rétt á aðgengi að opinberum störfum rétt á viðeigandi aðlögun á vinnustað Öll höfum við hlutverk — enginn skilinn út undan Þann 1. maí minnumst við þess: Réttlæti verður aðeins að veruleika ef það nær til allra. Samfélag sem byggir á réttlæti nýtir hæfileika allra. Höfundur er meistaranemi í fötlunarfræði við Háskóla Íslands og varaformaður kjarahóps ÖBÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Vinnumarkaður Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
1. maí, fögnum við baráttu verkafólks fyrir réttlæti, virðingu og sanngirni. Á þessum degi ættum við einnig að beina augum okkar að þeim hópi sem lengi hefur verið útilokaður frá vinnumarkaði, fötluðu fólki. Fatlað fólk er ekki jaðarhópur. Um 15% mannkyns, tæpur milljarður einstaklinga, teljast fatlaðir. Fötlun nær yfir allan fjölbreytileika mannkynsins, hún getur verið tímabundin eða varanleg, sýnileg eða hulin. Aðeins örlítið hlutfall, um þrjú prósent, fæðist með skerðingar. Þar af um eitt prósent með þroskaskerðingu. Flestir eða um 97% fatlast á lífsleiðinni. Enginn veit að morgni hvernig dagurinn endar. Þrátt fyrir háleit mannréttindamarkmið, býr fatlað fólk enn við kerfisbundna útilokun frá atvinnulífi og samfélagsþátttöku. Nýtt kerfi í boði — en hverjir fá raunveruleg tækifæri? Þann 1. september taka gildi umfangsmiklar breytingar á örorku- og endurhæfingarkerfinu Innleiða á: Örorkulífeyri (um 396.000 kr./mán.) fyrir 0–25% starfsgetu. Hlutaörorkulífeyri (um 325.000 kr./mán.) fyrir þau sem metin eru til 26–50% starfsgetu. Virknistyrk (um 71.000 kr./mán.) í allt að 24 mánuði á meðan atvinnuleit stendur. Brúar bilið á milli hlutaörorkulífeyris og örorkulífeyris. Þó breytingarnar boði aukna möguleika, vekur sérstakar áhyggjur að frítekjumörk verða misjöfn: 350.000 kr. fyrir hlutaörorkulífeyri en aðeins 100.000 kr. fyrir örorkulífeyri. Það er helmingslækkun frá núverandi kerfi. Ég setti inn í reiknivél TR forsendur til að sjá hvernig breytingarnar koma út fyrir einstakling sem fær fyrsta örorkumat 30 ára, væri með heimilisuppbót, 300.000 kr. atvinnutekjur og 100.000 kr. frá lífeyrissjóði. Samanburðurinn á núverandi kerfi og kerfinu sem tekur gildi 1.9.2025 miðað við forsendur hér að ofan eru þessi: Í núverandi kerfi væru greiðslur TR rúmlega 303.000 kr. fyrir skatt og um 262.000 kr. eftir skatt. Heildartekjur eftir skatt (TR, atvinnutekjur og lífeyrissjóður) = 528.099 kr. Í nýja kerfinu væru greiðslur TR um 354.000 kr. fyrir skatt og um 294.000 kr. eftir skatt. Heildartekjur eftir skatt (TR, atvinnutekjur og lífeyrissjóður) = um 560.000 kr. Hækkun ráðstöfunartekna í nýja kerfinu væri því tæplega 32.000 kr. á mánuði. Eins og sjá má er hækkunin mjög lítil sem virkar ekki hvetjandi fyrir fólk úr þessum hópi að taka þátt í vinnumarkaðnum. Það má því segja að þetta lága frítekjumark og skerðingar hindri frekar en hvetji enn stærstan hluta fatlaðs fólks frá sveigjanlegum þátttökumöguleikum á vinnumarkaði. Í þessum hóp er t.d. fólk með sveiflukennda sjúkdóma sem treysta sér kannski ekki í fasta vinnu en gætu hugsað sér að taka að sér verkefni eða tímabundin störf. En þetta lága frítekjumark hefur letjandi áhrif og getur orðið til þess að þau treysta sér ekki til að taka þátt í vinnumarkaðnum. Áfram verða þau því hindruð af lágu frítekjumarki og háum skerðingum. Þetta er ekki bara sóun á verðmætum mannauð heldur eykur það félagslegri einangrun. Það er augljóst að 100.000 króna frítekjumark hrekkur skammt. Greiðslur frá lífeyrissjóð eru t.d. fljótar að fullnýta 100.000 króna frítekjumark og þá taka við háar skerðingar upp á 45 aurar af hverri krónu. Þessu þarf að breyta. Það þyrfti að hækka frítekjumarkið fyrir þennan hóp að minnsta kosti upp í 200.000 krónur á mánuði og lækka skerðingarnar niður i 30 aura af hverri krónu. Þannig myndu stjórnvöld ná sýnum markmiðum að bæta kjör fatlaðs fólks, auka þátttöku þeirra á vinnumarkaði og koma í veg fyrri félagslega einangrun þeirra. Á síðu TR er reiknivél þar sem hver og einn getur sett inn mismunandi forsendur og skoðað hvernig breytingarnar hafa áhrif á greiðslur til þeirra í nýja kerfinu. https://island.is/s/tryggingastofnun/reiknivel?dateOfCalculations=2025-09-02T00:00:00.000Z Vinnumarkaður framtíðarinnar — fyrir alla eða fáa? Brautryðjendur í fötlunarfræðum, sýna fram á að útilokun fatlaðs fólks stafi ekki af skerðingum þeirra, heldur af skipulagi samfélagsins og öðrum manngerðum hindrunum. Einn þeirra Colin Barnes kallar eftir róttækri endurhugsun hugtakinu vinna: við verðum að skilgreina vinnu á nýjan hátt, viðurkenna verkefnavinnu, hlutastörf, sjálfstæða vinnu og sveigjanlega þátttöku sem jafnverðmæta. Samningur Sameinuðu þjóðanna kveður á um rétt fatlaðs fólks til sanngjarnra vinnuskilyrða og sömu kjara og annarra. Réttindi, ekki vorkunn Fatlað fólk á: sama rétt og aðrir til atvinnu rétt á sanngjörnum og hagstæðum vinnuskilyrðum rétt á endurmenntun og starfsráðgjöf rétt á aðgengi að opinberum störfum rétt á viðeigandi aðlögun á vinnustað Öll höfum við hlutverk — enginn skilinn út undan Þann 1. maí minnumst við þess: Réttlæti verður aðeins að veruleika ef það nær til allra. Samfélag sem byggir á réttlæti nýtir hæfileika allra. Höfundur er meistaranemi í fötlunarfræði við Háskóla Íslands og varaformaður kjarahóps ÖBÍ.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar