Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar 1. maí 2025 09:16 1. maí, fögnum við baráttu verkafólks fyrir réttlæti, virðingu og sanngirni. Á þessum degi ættum við einnig að beina augum okkar að þeim hópi sem lengi hefur verið útilokaður frá vinnumarkaði, fötluðu fólki. Fatlað fólk er ekki jaðarhópur. Um 15% mannkyns, tæpur milljarður einstaklinga, teljast fatlaðir. Fötlun nær yfir allan fjölbreytileika mannkynsins, hún getur verið tímabundin eða varanleg, sýnileg eða hulin. Aðeins örlítið hlutfall, um þrjú prósent, fæðist með skerðingar. Þar af um eitt prósent með þroskaskerðingu. Flestir eða um 97% fatlast á lífsleiðinni. Enginn veit að morgni hvernig dagurinn endar. Þrátt fyrir háleit mannréttindamarkmið, býr fatlað fólk enn við kerfisbundna útilokun frá atvinnulífi og samfélagsþátttöku. Nýtt kerfi í boði — en hverjir fá raunveruleg tækifæri? Þann 1. september taka gildi umfangsmiklar breytingar á örorku- og endurhæfingarkerfinu Innleiða á: Örorkulífeyri (um 396.000 kr./mán.) fyrir 0–25% starfsgetu. Hlutaörorkulífeyri (um 325.000 kr./mán.) fyrir þau sem metin eru til 26–50% starfsgetu. Virknistyrk (um 71.000 kr./mán.) í allt að 24 mánuði á meðan atvinnuleit stendur. Brúar bilið á milli hlutaörorkulífeyris og örorkulífeyris. Þó breytingarnar boði aukna möguleika, vekur sérstakar áhyggjur að frítekjumörk verða misjöfn: 350.000 kr. fyrir hlutaörorkulífeyri en aðeins 100.000 kr. fyrir örorkulífeyri. Það er helmingslækkun frá núverandi kerfi. Ég setti inn í reiknivél TR forsendur til að sjá hvernig breytingarnar koma út fyrir einstakling sem fær fyrsta örorkumat 30 ára, væri með heimilisuppbót, 300.000 kr. atvinnutekjur og 100.000 kr. frá lífeyrissjóði. Samanburðurinn á núverandi kerfi og kerfinu sem tekur gildi 1.9.2025 miðað við forsendur hér að ofan eru þessi: Í núverandi kerfi væru greiðslur TR rúmlega 303.000 kr. fyrir skatt og um 262.000 kr. eftir skatt. Heildartekjur eftir skatt (TR, atvinnutekjur og lífeyrissjóður) = 528.099 kr. Í nýja kerfinu væru greiðslur TR um 354.000 kr. fyrir skatt og um 294.000 kr. eftir skatt. Heildartekjur eftir skatt (TR, atvinnutekjur og lífeyrissjóður) = um 560.000 kr. Hækkun ráðstöfunartekna í nýja kerfinu væri því tæplega 32.000 kr. á mánuði. Eins og sjá má er hækkunin mjög lítil sem virkar ekki hvetjandi fyrir fólk úr þessum hópi að taka þátt í vinnumarkaðnum. Það má því segja að þetta lága frítekjumark og skerðingar hindri frekar en hvetji enn stærstan hluta fatlaðs fólks frá sveigjanlegum þátttökumöguleikum á vinnumarkaði. Í þessum hóp er t.d. fólk með sveiflukennda sjúkdóma sem treysta sér kannski ekki í fasta vinnu en gætu hugsað sér að taka að sér verkefni eða tímabundin störf. En þetta lága frítekjumark hefur letjandi áhrif og getur orðið til þess að þau treysta sér ekki til að taka þátt í vinnumarkaðnum. Áfram verða þau því hindruð af lágu frítekjumarki og háum skerðingum. Þetta er ekki bara sóun á verðmætum mannauð heldur eykur það félagslegri einangrun. Það er augljóst að 100.000 króna frítekjumark hrekkur skammt. Greiðslur frá lífeyrissjóð eru t.d. fljótar að fullnýta 100.000 króna frítekjumark og þá taka við háar skerðingar upp á 45 aurar af hverri krónu. Þessu þarf að breyta. Það þyrfti að hækka frítekjumarkið fyrir þennan hóp að minnsta kosti upp í 200.000 krónur á mánuði og lækka skerðingarnar niður i 30 aura af hverri krónu. Þannig myndu stjórnvöld ná sýnum markmiðum að bæta kjör fatlaðs fólks, auka þátttöku þeirra á vinnumarkaði og koma í veg fyrri félagslega einangrun þeirra. Á síðu TR er reiknivél þar sem hver og einn getur sett inn mismunandi forsendur og skoðað hvernig breytingarnar hafa áhrif á greiðslur til þeirra í nýja kerfinu. https://island.is/s/tryggingastofnun/reiknivel?dateOfCalculations=2025-09-02T00:00:00.000Z Vinnumarkaður framtíðarinnar — fyrir alla eða fáa? Brautryðjendur í fötlunarfræðum, sýna fram á að útilokun fatlaðs fólks stafi ekki af skerðingum þeirra, heldur af skipulagi samfélagsins og öðrum manngerðum hindrunum. Einn þeirra Colin Barnes kallar eftir róttækri endurhugsun hugtakinu vinna: við verðum að skilgreina vinnu á nýjan hátt, viðurkenna verkefnavinnu, hlutastörf, sjálfstæða vinnu og sveigjanlega þátttöku sem jafnverðmæta. Samningur Sameinuðu þjóðanna kveður á um rétt fatlaðs fólks til sanngjarnra vinnuskilyrða og sömu kjara og annarra. Réttindi, ekki vorkunn Fatlað fólk á: sama rétt og aðrir til atvinnu rétt á sanngjörnum og hagstæðum vinnuskilyrðum rétt á endurmenntun og starfsráðgjöf rétt á aðgengi að opinberum störfum rétt á viðeigandi aðlögun á vinnustað Öll höfum við hlutverk — enginn skilinn út undan Þann 1. maí minnumst við þess: Réttlæti verður aðeins að veruleika ef það nær til allra. Samfélag sem byggir á réttlæti nýtir hæfileika allra. Höfundur er meistaranemi í fötlunarfræði við Háskóla Íslands og varaformaður kjarahóps ÖBÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Vinnumarkaður Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
1. maí, fögnum við baráttu verkafólks fyrir réttlæti, virðingu og sanngirni. Á þessum degi ættum við einnig að beina augum okkar að þeim hópi sem lengi hefur verið útilokaður frá vinnumarkaði, fötluðu fólki. Fatlað fólk er ekki jaðarhópur. Um 15% mannkyns, tæpur milljarður einstaklinga, teljast fatlaðir. Fötlun nær yfir allan fjölbreytileika mannkynsins, hún getur verið tímabundin eða varanleg, sýnileg eða hulin. Aðeins örlítið hlutfall, um þrjú prósent, fæðist með skerðingar. Þar af um eitt prósent með þroskaskerðingu. Flestir eða um 97% fatlast á lífsleiðinni. Enginn veit að morgni hvernig dagurinn endar. Þrátt fyrir háleit mannréttindamarkmið, býr fatlað fólk enn við kerfisbundna útilokun frá atvinnulífi og samfélagsþátttöku. Nýtt kerfi í boði — en hverjir fá raunveruleg tækifæri? Þann 1. september taka gildi umfangsmiklar breytingar á örorku- og endurhæfingarkerfinu Innleiða á: Örorkulífeyri (um 396.000 kr./mán.) fyrir 0–25% starfsgetu. Hlutaörorkulífeyri (um 325.000 kr./mán.) fyrir þau sem metin eru til 26–50% starfsgetu. Virknistyrk (um 71.000 kr./mán.) í allt að 24 mánuði á meðan atvinnuleit stendur. Brúar bilið á milli hlutaörorkulífeyris og örorkulífeyris. Þó breytingarnar boði aukna möguleika, vekur sérstakar áhyggjur að frítekjumörk verða misjöfn: 350.000 kr. fyrir hlutaörorkulífeyri en aðeins 100.000 kr. fyrir örorkulífeyri. Það er helmingslækkun frá núverandi kerfi. Ég setti inn í reiknivél TR forsendur til að sjá hvernig breytingarnar koma út fyrir einstakling sem fær fyrsta örorkumat 30 ára, væri með heimilisuppbót, 300.000 kr. atvinnutekjur og 100.000 kr. frá lífeyrissjóði. Samanburðurinn á núverandi kerfi og kerfinu sem tekur gildi 1.9.2025 miðað við forsendur hér að ofan eru þessi: Í núverandi kerfi væru greiðslur TR rúmlega 303.000 kr. fyrir skatt og um 262.000 kr. eftir skatt. Heildartekjur eftir skatt (TR, atvinnutekjur og lífeyrissjóður) = 528.099 kr. Í nýja kerfinu væru greiðslur TR um 354.000 kr. fyrir skatt og um 294.000 kr. eftir skatt. Heildartekjur eftir skatt (TR, atvinnutekjur og lífeyrissjóður) = um 560.000 kr. Hækkun ráðstöfunartekna í nýja kerfinu væri því tæplega 32.000 kr. á mánuði. Eins og sjá má er hækkunin mjög lítil sem virkar ekki hvetjandi fyrir fólk úr þessum hópi að taka þátt í vinnumarkaðnum. Það má því segja að þetta lága frítekjumark og skerðingar hindri frekar en hvetji enn stærstan hluta fatlaðs fólks frá sveigjanlegum þátttökumöguleikum á vinnumarkaði. Í þessum hóp er t.d. fólk með sveiflukennda sjúkdóma sem treysta sér kannski ekki í fasta vinnu en gætu hugsað sér að taka að sér verkefni eða tímabundin störf. En þetta lága frítekjumark hefur letjandi áhrif og getur orðið til þess að þau treysta sér ekki til að taka þátt í vinnumarkaðnum. Áfram verða þau því hindruð af lágu frítekjumarki og háum skerðingum. Þetta er ekki bara sóun á verðmætum mannauð heldur eykur það félagslegri einangrun. Það er augljóst að 100.000 króna frítekjumark hrekkur skammt. Greiðslur frá lífeyrissjóð eru t.d. fljótar að fullnýta 100.000 króna frítekjumark og þá taka við háar skerðingar upp á 45 aurar af hverri krónu. Þessu þarf að breyta. Það þyrfti að hækka frítekjumarkið fyrir þennan hóp að minnsta kosti upp í 200.000 krónur á mánuði og lækka skerðingarnar niður i 30 aura af hverri krónu. Þannig myndu stjórnvöld ná sýnum markmiðum að bæta kjör fatlaðs fólks, auka þátttöku þeirra á vinnumarkaði og koma í veg fyrri félagslega einangrun þeirra. Á síðu TR er reiknivél þar sem hver og einn getur sett inn mismunandi forsendur og skoðað hvernig breytingarnar hafa áhrif á greiðslur til þeirra í nýja kerfinu. https://island.is/s/tryggingastofnun/reiknivel?dateOfCalculations=2025-09-02T00:00:00.000Z Vinnumarkaður framtíðarinnar — fyrir alla eða fáa? Brautryðjendur í fötlunarfræðum, sýna fram á að útilokun fatlaðs fólks stafi ekki af skerðingum þeirra, heldur af skipulagi samfélagsins og öðrum manngerðum hindrunum. Einn þeirra Colin Barnes kallar eftir róttækri endurhugsun hugtakinu vinna: við verðum að skilgreina vinnu á nýjan hátt, viðurkenna verkefnavinnu, hlutastörf, sjálfstæða vinnu og sveigjanlega þátttöku sem jafnverðmæta. Samningur Sameinuðu þjóðanna kveður á um rétt fatlaðs fólks til sanngjarnra vinnuskilyrða og sömu kjara og annarra. Réttindi, ekki vorkunn Fatlað fólk á: sama rétt og aðrir til atvinnu rétt á sanngjörnum og hagstæðum vinnuskilyrðum rétt á endurmenntun og starfsráðgjöf rétt á aðgengi að opinberum störfum rétt á viðeigandi aðlögun á vinnustað Öll höfum við hlutverk — enginn skilinn út undan Þann 1. maí minnumst við þess: Réttlæti verður aðeins að veruleika ef það nær til allra. Samfélag sem byggir á réttlæti nýtir hæfileika allra. Höfundur er meistaranemi í fötlunarfræði við Háskóla Íslands og varaformaður kjarahóps ÖBÍ.
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar