Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar 30. apríl 2025 09:33 Í hjarta jafnaðarmennskunnar slær sú sannfæring að réttlæti og jafnrétti eigi að ríkja í samfélagi okkar og með samstöðu getum við nálgast þetta markmið. Frá upphafi hefur barátta jafnaðarmanna verið órofa tengd verkalýðsbaráttunni – baráttunni fyrir að tryggja öllum mannsæmandi lífskjör, félagslegt öryggi og raunverulegt vald yfir eigin lífi óháð uppruna, kyni, bakgrunni, stöðu eða stétt. Samfylkingin − jafnaðarflokkur Íslands heldur 1. maí í heiðri minningu þeirra sem frá því snemma á liðinni öld hafa barist fyrir réttindum sem launafólk nýtur nú góðs af, svo sem orlofsrétti, fæðingarorlofi, atvinnuleysistryggingum, veikindarétti, öryggi í starfi, styttri vinnuviku. Barátta þeirra sem á undan hafa gengið í þessari mannréttindasókn er arfleifð okkar – en sú barátta er langt í frá á enda. Við lifum á tímum þar sem þau réttindi sem áunnist hafa á þessum tíma þykja sjálfsögð. Sumum þykja þau jafnvel óþörf, og vilja skerða rétt launafólks til kjarabaráttu og verkfalla. Þá er ójöfnuðurinn á vinnumarkaði vegna kynbundins launamunar óþolandi fortíðardraugur sem við þurfum að kveða niður með samstöðu. Einnig hefur húsnæðismarkaðurinn verið ósanngjarn, og láglaunafólkið á vinnumarkaði, sem ber þyngstu byrðarnar, hefur ekki búið við þau sjálfsögðu mannréttindi að eiga öruggt þak yfir höfuðið. Þessi raunveruleiki blasir við og þess vegna stendur Samfylkingin nú af fullum krafti með verkalýðshreyfingunni, bæði í landstjórninni og í sveitarfélögunum, í að bæta úr þessum, tja, meinum vil ég segja. Samstaða, jöfnuður og réttlæti eiga ekki að vera orðin tóm – þau eru lífæð samfélagsins. Verkalýðsbaráttan sprettur af þeirri einföldu en djúpstæðu sannfæringu að vinnandi fólk sé hornsteinn samfélagsins, og við í Samfylkingunni vitum að það er fólkið sem skapar auðinn í samfélaginu. Án vinnandi fólks eru engir atvinnuvegir, engin fyrirtæki dafna og engin samfélög blómstra. Samt sem áður hefur sagan sýnt okkur hvernig vinnuafl er og misbeitt í þágu fárra. Því rísa jafnaðarmenn upp, ekki til að skapa óvissu eða glundroða í samfélaginu, heldur til að móta réttlátari grunn til framtíðar með skýru framtíðarplani. Ein af grunnkröfum jafnaðarmannastefnunnar hefur verið sú að fólk á vinnumarkaði þurfi ekki að lifa í fátækt. Mannlegri reisn vinnandi fólks má aldrei fórna fyrir skammtímahagnað eða vegna græðgi. Ásamt kröfu verkalýðshreyfingarinnar um sanngjörn laun hefur baráttan einnig snúist um að standa vörð um velferðina og berjast fyrir sjálfsögðum mannréttindum, gegn launamisrétti, ofbeldi gegn konum á vinnumarkaði og kynbundnum launamun, sem stundum virðist meitlaður í stein. En jafnaðarmennska gengur ekki aðeins út á að tryggja réttindi í samfélaginu í heild, heldur einnig á vinnustöðunum. Vinnandi fólk á auðvitað rétt á því að rödd þess heyrist þegar teknar eru ákvarðanir sem snúa að daglegu lífi þess, hvort sem um er að ræða launakjör, vinnutíma eða skipulag vinnunnar. Lýðræði á vinnustöðum styrkir samfélagið allt, því það stuðlar að sameiginlegri ábyrgð og virðingu fyrir margbreytileika. Vinnandi fólk á Íslandi á meira sameiginlegt með vinnandi fólki í öðrum löndum en með auðstéttum innanlands. Þess vegna leggja jafnaðarmenn áherslu á alþjóðlega samstöðu gegn láglaunastefnu, gegn niðurrifi réttinda og fyrir sanngjörnu, sjálfbæru hagkerfi sem þjónar fjöldanum frekar en litlum organdi minnihluta sem gerður er út af auðstéttinni. Jafnaðarmennskan sem Samfylkingin stendur fyrir og verkalýðsbaráttan eru og verða órjúfanlega samtvinnuð. Við í Samfylkingarfélaginu í Reykjavík fögnum þess vegna 1. maí með verkalýðshreyfingunni og bjóðum gestum og gangandi í verkalýðskaffi í húsi Oddfellowa á Vonarstræti 10 (gamla Tjarnarbúð), til móts við Ráðhúsið, eftir kröfugöngu og baráttufund kl. 15 á Ingólfstorgi. Í tilefni af Kvennaárinu höfum við fengið þrjár öflugar forystukonur til að flytja ávarp – þær Kristrúnu Frostadóttur, formann Samfylkingarinnar, Heiðu Björgu Hilmisdóttur, borgarstjóra, og Birgittu Ragnarsdóttur, stjórnarmann í ASÍ-ung. Án baráttu fyrir réttindum vinnandi fólks verður ekkert raunverulegt jafnrétti í samfélaginu. Höfundur er formaður Samfylkingarfélagsins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verkalýðsdagurinn Samfylkingin Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Í hjarta jafnaðarmennskunnar slær sú sannfæring að réttlæti og jafnrétti eigi að ríkja í samfélagi okkar og með samstöðu getum við nálgast þetta markmið. Frá upphafi hefur barátta jafnaðarmanna verið órofa tengd verkalýðsbaráttunni – baráttunni fyrir að tryggja öllum mannsæmandi lífskjör, félagslegt öryggi og raunverulegt vald yfir eigin lífi óháð uppruna, kyni, bakgrunni, stöðu eða stétt. Samfylkingin − jafnaðarflokkur Íslands heldur 1. maí í heiðri minningu þeirra sem frá því snemma á liðinni öld hafa barist fyrir réttindum sem launafólk nýtur nú góðs af, svo sem orlofsrétti, fæðingarorlofi, atvinnuleysistryggingum, veikindarétti, öryggi í starfi, styttri vinnuviku. Barátta þeirra sem á undan hafa gengið í þessari mannréttindasókn er arfleifð okkar – en sú barátta er langt í frá á enda. Við lifum á tímum þar sem þau réttindi sem áunnist hafa á þessum tíma þykja sjálfsögð. Sumum þykja þau jafnvel óþörf, og vilja skerða rétt launafólks til kjarabaráttu og verkfalla. Þá er ójöfnuðurinn á vinnumarkaði vegna kynbundins launamunar óþolandi fortíðardraugur sem við þurfum að kveða niður með samstöðu. Einnig hefur húsnæðismarkaðurinn verið ósanngjarn, og láglaunafólkið á vinnumarkaði, sem ber þyngstu byrðarnar, hefur ekki búið við þau sjálfsögðu mannréttindi að eiga öruggt þak yfir höfuðið. Þessi raunveruleiki blasir við og þess vegna stendur Samfylkingin nú af fullum krafti með verkalýðshreyfingunni, bæði í landstjórninni og í sveitarfélögunum, í að bæta úr þessum, tja, meinum vil ég segja. Samstaða, jöfnuður og réttlæti eiga ekki að vera orðin tóm – þau eru lífæð samfélagsins. Verkalýðsbaráttan sprettur af þeirri einföldu en djúpstæðu sannfæringu að vinnandi fólk sé hornsteinn samfélagsins, og við í Samfylkingunni vitum að það er fólkið sem skapar auðinn í samfélaginu. Án vinnandi fólks eru engir atvinnuvegir, engin fyrirtæki dafna og engin samfélög blómstra. Samt sem áður hefur sagan sýnt okkur hvernig vinnuafl er og misbeitt í þágu fárra. Því rísa jafnaðarmenn upp, ekki til að skapa óvissu eða glundroða í samfélaginu, heldur til að móta réttlátari grunn til framtíðar með skýru framtíðarplani. Ein af grunnkröfum jafnaðarmannastefnunnar hefur verið sú að fólk á vinnumarkaði þurfi ekki að lifa í fátækt. Mannlegri reisn vinnandi fólks má aldrei fórna fyrir skammtímahagnað eða vegna græðgi. Ásamt kröfu verkalýðshreyfingarinnar um sanngjörn laun hefur baráttan einnig snúist um að standa vörð um velferðina og berjast fyrir sjálfsögðum mannréttindum, gegn launamisrétti, ofbeldi gegn konum á vinnumarkaði og kynbundnum launamun, sem stundum virðist meitlaður í stein. En jafnaðarmennska gengur ekki aðeins út á að tryggja réttindi í samfélaginu í heild, heldur einnig á vinnustöðunum. Vinnandi fólk á auðvitað rétt á því að rödd þess heyrist þegar teknar eru ákvarðanir sem snúa að daglegu lífi þess, hvort sem um er að ræða launakjör, vinnutíma eða skipulag vinnunnar. Lýðræði á vinnustöðum styrkir samfélagið allt, því það stuðlar að sameiginlegri ábyrgð og virðingu fyrir margbreytileika. Vinnandi fólk á Íslandi á meira sameiginlegt með vinnandi fólki í öðrum löndum en með auðstéttum innanlands. Þess vegna leggja jafnaðarmenn áherslu á alþjóðlega samstöðu gegn láglaunastefnu, gegn niðurrifi réttinda og fyrir sanngjörnu, sjálfbæru hagkerfi sem þjónar fjöldanum frekar en litlum organdi minnihluta sem gerður er út af auðstéttinni. Jafnaðarmennskan sem Samfylkingin stendur fyrir og verkalýðsbaráttan eru og verða órjúfanlega samtvinnuð. Við í Samfylkingarfélaginu í Reykjavík fögnum þess vegna 1. maí með verkalýðshreyfingunni og bjóðum gestum og gangandi í verkalýðskaffi í húsi Oddfellowa á Vonarstræti 10 (gamla Tjarnarbúð), til móts við Ráðhúsið, eftir kröfugöngu og baráttufund kl. 15 á Ingólfstorgi. Í tilefni af Kvennaárinu höfum við fengið þrjár öflugar forystukonur til að flytja ávarp – þær Kristrúnu Frostadóttur, formann Samfylkingarinnar, Heiðu Björgu Hilmisdóttur, borgarstjóra, og Birgittu Ragnarsdóttur, stjórnarmann í ASÍ-ung. Án baráttu fyrir réttindum vinnandi fólks verður ekkert raunverulegt jafnrétti í samfélaginu. Höfundur er formaður Samfylkingarfélagsins í Reykjavík.
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar