Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Jón Þór Stefánsson skrifar 29. apríl 2025 21:33 Björgólfur Thor Björgólfsson. Vísir/Vilhelm Meintar njósnaðgerðir, sem hafa meðal annars orðið til þess að varðstjóri hjá lögreglunni hefur verið leystur undan vinnuskyldu, eru sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins, Björgólfi Thor Björgólfssyni og Róberti Wessman, sem og máli fyrrverandi hluthafa Landsbankans gegn Björgólfi. Greint var frá þessu í fréttaskýringaþættinum Kveiki á Rúv í kvöld. Þessar aðgerðir eru sagðar hafa farið fram á þriggja mánaða tímabili haustið 2012. Björgólfur Thor er sagður hafa staðið að baki þeim. Þær hafi beinst að hópi fólks, fyrrverandi hluthöfum Landsbankans, sem voru þá í málaferlum gegn Björgólfi, sem var stærsti eigandi hans. Í fyrra lauk því máli með um milljarðs króna sáttagreiðslum Björgólfs til hluthafanna. Björgólfur viðurkenndi þó enga sök, en hann hafði verið sakaður um að leyna hluthöfum bankans mikilvægum upplýsingum. Sjá nánar: Björgólfur lýkur hópmálsókn með milljarðssátt Í Kveik segir að Björgólfur hafi beðið um áðurnefndar njósnaaðgerðir frá félaginu PPP sf. Hann hafi talið að hópmálsóknarfélagið væri á snærum Róberts Wessman, og vildi sanna það. Jafnframt hafi hann viljað komast að því hvernig félagið hefði fengið gögnin sem stefna þess byggði á. Fram kemur að PPP sf. hafi verið stofnað ári áður en njósnaaðgerðirnar fóru fram. Það hafi verið tveir þáverandi lögreglumenn sem stofnuðu það. Þá hafi lögreglumaður fengið greitt fyrir að taka þátt í aðgerðunum sömu daga og hann var að störfum hjá lögreglunni. Greint var frá því fyrr í dag að sá maður hefði verið leystur undan starfskyldu hjá lögreglunni í gær eftir að Kveikur spurðist fyrir um málið hjá lögreglunni. Falin myndavél í kókómjólkurfernu Aðalmarkmiðið hafi verið að ná myndum af Róberti og Vilhjálmi Bjarnasyni, fyrrverandi þingmanni, og Ólafi Kristinssyni lögmanni saman. Þeir tveir síðarnefndu voru forsvarsmenn málsóknarfélagsins. Fylgst hafi verið með ferðum þessara manna og annarra með umfangsmiklum hætti. Bílar, heimili og vinnustaðir hafi verið vaktaðir. Umfangsmest hafi verið aðgerð við lögmannsstofuna Landslög þar sem bílaleigubíl, sem hafi reglulega verið skipt út fyrir annan, hafi verið komið fyrir með falda myndavél í kókómjólkurfernu í glugga bílsins sem fylgdist með aðalinngangi stofunnar. Í frétt Rúv mátti sjá myndefni sem virtist tekið úr launsátri sem sýndi til dæmis Vilhjálm, Ólaf og Róbert. Á meðal gagna Rúv er upptaka af samtali Birgis Más Ragnarssonar, þáverandi framkvæmdastjóra Novators, við stofnendur PPP, Jón Óttar Ólafsson og Guðmund heitinn Gunnarsson. Þar eru þeir sagðir hafa kynnt hvernig þeir myndu haga njósnunum. Jón Óttar og Guðmundur störfuðu hjá sérstökum saksóknara en voru kærðir fyrir að stela og selja gögn frá embættinu og létu þá af störfum. Síðar var fallið frá kærunni. Jón Óttar hefur jafnframt vakið athygli fyrir störf sín fyrir Samherja. Fréttin hefur verið uppfærð. Gögnum stolið frá héraðssaksóknara Lögreglan Lögreglumál Hrunið Dómsmál Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Greint var frá þessu í fréttaskýringaþættinum Kveiki á Rúv í kvöld. Þessar aðgerðir eru sagðar hafa farið fram á þriggja mánaða tímabili haustið 2012. Björgólfur Thor er sagður hafa staðið að baki þeim. Þær hafi beinst að hópi fólks, fyrrverandi hluthöfum Landsbankans, sem voru þá í málaferlum gegn Björgólfi, sem var stærsti eigandi hans. Í fyrra lauk því máli með um milljarðs króna sáttagreiðslum Björgólfs til hluthafanna. Björgólfur viðurkenndi þó enga sök, en hann hafði verið sakaður um að leyna hluthöfum bankans mikilvægum upplýsingum. Sjá nánar: Björgólfur lýkur hópmálsókn með milljarðssátt Í Kveik segir að Björgólfur hafi beðið um áðurnefndar njósnaaðgerðir frá félaginu PPP sf. Hann hafi talið að hópmálsóknarfélagið væri á snærum Róberts Wessman, og vildi sanna það. Jafnframt hafi hann viljað komast að því hvernig félagið hefði fengið gögnin sem stefna þess byggði á. Fram kemur að PPP sf. hafi verið stofnað ári áður en njósnaaðgerðirnar fóru fram. Það hafi verið tveir þáverandi lögreglumenn sem stofnuðu það. Þá hafi lögreglumaður fengið greitt fyrir að taka þátt í aðgerðunum sömu daga og hann var að störfum hjá lögreglunni. Greint var frá því fyrr í dag að sá maður hefði verið leystur undan starfskyldu hjá lögreglunni í gær eftir að Kveikur spurðist fyrir um málið hjá lögreglunni. Falin myndavél í kókómjólkurfernu Aðalmarkmiðið hafi verið að ná myndum af Róberti og Vilhjálmi Bjarnasyni, fyrrverandi þingmanni, og Ólafi Kristinssyni lögmanni saman. Þeir tveir síðarnefndu voru forsvarsmenn málsóknarfélagsins. Fylgst hafi verið með ferðum þessara manna og annarra með umfangsmiklum hætti. Bílar, heimili og vinnustaðir hafi verið vaktaðir. Umfangsmest hafi verið aðgerð við lögmannsstofuna Landslög þar sem bílaleigubíl, sem hafi reglulega verið skipt út fyrir annan, hafi verið komið fyrir með falda myndavél í kókómjólkurfernu í glugga bílsins sem fylgdist með aðalinngangi stofunnar. Í frétt Rúv mátti sjá myndefni sem virtist tekið úr launsátri sem sýndi til dæmis Vilhjálm, Ólaf og Róbert. Á meðal gagna Rúv er upptaka af samtali Birgis Más Ragnarssonar, þáverandi framkvæmdastjóra Novators, við stofnendur PPP, Jón Óttar Ólafsson og Guðmund heitinn Gunnarsson. Þar eru þeir sagðir hafa kynnt hvernig þeir myndu haga njósnunum. Jón Óttar og Guðmundur störfuðu hjá sérstökum saksóknara en voru kærðir fyrir að stela og selja gögn frá embættinu og létu þá af störfum. Síðar var fallið frá kærunni. Jón Óttar hefur jafnframt vakið athygli fyrir störf sín fyrir Samherja. Fréttin hefur verið uppfærð.
Gögnum stolið frá héraðssaksóknara Lögreglan Lögreglumál Hrunið Dómsmál Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira