„Stjarnan að tapa á heimavelli gegn Eyjamönnum, það er ekki eitthvað sem við áttum von á fyrir viku síðan,“ sagði Gummi Ben, þáttastjórnandi Stúkunnar, áður en Albert Brynjar hóf einræðu sína.
„Samt, þegar maður horfir á þessa leiki hjá Stjörnunni. Þeir eru heppnir að hafa farið áfram í bikarnum, voru tæpir þar. Sigurinn á FH gat dottið báðum megin, við töluðum um að leikurinn á móti Skaganum hefði getað dottið báðum megin og þeir gerðu lítið á móti Blikum.“
„Þeir hafa ekki verið sannfærandi. Eins og Láki (Þorlákur Árnason, þjálfari ÍBV) sagði þá komu menn inn með tempó. Af hverju eru þessir menn á bekknum? Jökull (Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar) talaði um í vetur að vera með 20 byrjunarliðsmenn, nei þú ert ekki með 20 byrjunarliðsmenn.“
„Það eru bara ellefu,“ skaut Gummi kíminn inn í.
„Þegar Jökull var að setja liðið saman fyrir þennan ÍBV leik Hvað er líklegt að ÍBV muni gera? Þeir sitja töluvert til baka, var Stjarnan með marga leikmenn sem geta tekið mann á einn á einn?“
„Að byrja með Samúel Kára Friðjónsson, Andra Rúnar Bjarnason og Benedikt Warén, þessa stóru kalla sem þeir voru að fá, á bekknu er algjört kjaftæði. ÍBV voru miklu, miklu betri.“
Ræðu Alberts Brynjars má sjá í spilaranum ofar í fréttinni.