Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Ágúst Orri Arnarson skrifar 29. apríl 2025 20:00 Þróttur sækir að marki Sigurborgar, sem skoraði mjög óheppilegt sjálfsmark. vísir / anton Þróttur sótti 0-1 sigur gegn Víkingi í þriðju umferð Bestu deildar kvenna. Markmaðurinn Sigurborg Sveinbjörnsdóttir skoraði afar óheppilegt sjálfsmark sem reyndist eina markið í mjög færafáum leik. Leikurinn fór rólega af stað, tók liðin smá tíma að koma undir sig fótum, en eftir fimmtán mínútur veittu gestirnir fyrsta höggið. Freyja Karín komst í flott færi eftir fyrirgjöf frá hægri kantinum, en skaut yfir markið. Fimm mínútum síðar fékk Katherine Cousins alveg eins færi, fyrirgjöf frá hægri kantinum sem datt niður á hárréttum stað í teignum. Katherine skallaði boltann í stöngina og þaðan skoppaði hann í bakið á Sigurborgu markmanni, svo yfir línuna. Afar óheppilegt sjálfsmark en Þróttur fékk verðskuldaða forystu eftir að hafa tekið af skarið sóknarlega. Eftir markið varð leikurinn mun líflegri og liðin skiptust á sóknum, Þróttur líklegri til að bæta við en Víkingur var að jafna, en báðum gekk illa að skapa sér færi. Fengum að sjá nokkur langskot og fyrirgjafir sem rötuðu ekki á rétta menn, áður en flautað var til hálfleiks í stöðunni 1-0. Seinni hálfleikur einkenndist af harðri stöðubaráttu en frekar fáum færum. vísir / anton vísir / anton Víkingar fengu þó nokkra sénsa síðustu mínúturnar. Bergþóra Sól átti skot sem hitti ekki markið. Mesta hættan varð síðan þegar Sæunn Björnsdóttir, varnarmaður Þróttar, skallaði boltann óvart í átt að eigin marki. Sem betur fer fyrir hana var markmaðurinn Mollee Swift vel vakandi og kom í veg fyrir sjálfsmark. Bergþóra Sól fékk ágætis skotfæri en hitti ekki markið.vísir / anton Í uppbótartíma köstuðu Víkingar öllu sem þær áttu í leitina að jöfnunarmarki. Miðvörðurinn Áslaug Dóra fór að spila sem framherji og komst í ágætis færi eftir fyrirgjöf frá Lindu, en skaut vel framhjá. Þróttur fór því með eins marks sigur af hólmi og er enn ósigrað eftir þrjár umferðir. Víkingur hefur hins vegar tapað tveimur af fyrstu þremur leikjunum. Dómarar Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson hélt um flautuna. Tomasz Piotr Zietal og Kristofer Bergmann voru með flöggin. Stefán Ragnar Guðlaugsson sá fjórði. Fínasta frammistaða hjá fjórmenningunum, engin slæm ákvörðun sem situr eftir í minninu. Freyja Karín vildi vítaspyrnu fyrir Þrótt á 60. mínútu, aðeins stjakað við henni á leið í skallabaráttu, en rétt að benda ekki á punktinn. Stjörnur og skúrkar Fátt um algjörar stjörnuframmistöður og sömuleiðis lítið um skúrka. Mjög jafn leikur og allir lögðu sitt af mörkum í baráttunni. Sigurborg skelfilega óheppin að skora sjálfsmark, en það reyndist sigurmark leiksins fyrir Þrótt. Viðtöl „Vantaði bara þessa töfra til að klára sóknirnar“ John Andrews, þjálfari Víkings.Vísir/Diego „Ég get ekki verið neitt nema stoltur af stelpunum, því þær gáfu allt í þetta. Þróttur er gott lið, með góðan þjálfara og góðan stuðning úr stúkunni, en mér fannst við gefa allt í þetta. Hlutirnir féllu bara ekki með okkur, þeir gerðu það um daginn gegn Stjörnunni [6-2 sigur í síðasta leik]. Framlagið var ekkert minna í dag en þetta datt bara ekki með okkur“ sagði John Andrews, þjálfari Víkings, fljótlega eftir leik. Hann getur sannarlega verið sáttur með framlag síns liðs í leiknum en færasköpun og nýting hefði mögulega mátt vera betri. „Við komumst oft í mjög stöður, en settum boltann ekki í svæðin sem við setjum hann vanalega í. Þannig að það gekk ekki alveg eftir plani, eins og við lögðum leikinn upp. En stelpurnar stóðu sig vel… það vantaði bara þessa töfra til að klára sóknirnar, vantaði aðeins upp á sköpunarkraftinn, en stelpurnar lögðu hart að sér og taka sífelldum framförum.“ Markið sem Víkingur fékk á sig var mjög óheppilegt. Liðið fékk einnig á sig frekar óheppileg mörk í fyrsta leiknum gegn Þór/KA en John tók ekki undir það að óheppni elti liðið. „Nei í rauninni ekki, ég trúi ekki beint á heppni. Þetta mark var bara algjört skítamark og tvö mörk gegn Þór/KA voru skítamörk… Gæfan mun snúast, hún gerir það alltaf, því við leggum nógu hart að okkur. Þó þetta sé vissulega pirrandi.“ Víkingar spila næst gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks, sem unnu stórsigur gegn Fram í kvöld. „Fegurðin við fótboltann, næsti leikur er alltaf handan við hornið. Hlutirnir hafa ekki fallið með okkur en við höfum ekki tíma til að svekkja okkur. Við þurfum að mæta á morgun og byrja að undirbúa okkur fyrir leik gegn meisturunum á laugardaginn, ef við gerum það ekki gerast slæmar hlutir. Með þennan hóp hef ég samt engar áhyggjur, þær leggja alltaf inn vinnuna og ef þær gera það á laugardaginn verður í fínu lagi með okkur“ sagði John að lokum. Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Víkingur Reykjavík
Þróttur sótti 0-1 sigur gegn Víkingi í þriðju umferð Bestu deildar kvenna. Markmaðurinn Sigurborg Sveinbjörnsdóttir skoraði afar óheppilegt sjálfsmark sem reyndist eina markið í mjög færafáum leik. Leikurinn fór rólega af stað, tók liðin smá tíma að koma undir sig fótum, en eftir fimmtán mínútur veittu gestirnir fyrsta höggið. Freyja Karín komst í flott færi eftir fyrirgjöf frá hægri kantinum, en skaut yfir markið. Fimm mínútum síðar fékk Katherine Cousins alveg eins færi, fyrirgjöf frá hægri kantinum sem datt niður á hárréttum stað í teignum. Katherine skallaði boltann í stöngina og þaðan skoppaði hann í bakið á Sigurborgu markmanni, svo yfir línuna. Afar óheppilegt sjálfsmark en Þróttur fékk verðskuldaða forystu eftir að hafa tekið af skarið sóknarlega. Eftir markið varð leikurinn mun líflegri og liðin skiptust á sóknum, Þróttur líklegri til að bæta við en Víkingur var að jafna, en báðum gekk illa að skapa sér færi. Fengum að sjá nokkur langskot og fyrirgjafir sem rötuðu ekki á rétta menn, áður en flautað var til hálfleiks í stöðunni 1-0. Seinni hálfleikur einkenndist af harðri stöðubaráttu en frekar fáum færum. vísir / anton vísir / anton Víkingar fengu þó nokkra sénsa síðustu mínúturnar. Bergþóra Sól átti skot sem hitti ekki markið. Mesta hættan varð síðan þegar Sæunn Björnsdóttir, varnarmaður Þróttar, skallaði boltann óvart í átt að eigin marki. Sem betur fer fyrir hana var markmaðurinn Mollee Swift vel vakandi og kom í veg fyrir sjálfsmark. Bergþóra Sól fékk ágætis skotfæri en hitti ekki markið.vísir / anton Í uppbótartíma köstuðu Víkingar öllu sem þær áttu í leitina að jöfnunarmarki. Miðvörðurinn Áslaug Dóra fór að spila sem framherji og komst í ágætis færi eftir fyrirgjöf frá Lindu, en skaut vel framhjá. Þróttur fór því með eins marks sigur af hólmi og er enn ósigrað eftir þrjár umferðir. Víkingur hefur hins vegar tapað tveimur af fyrstu þremur leikjunum. Dómarar Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson hélt um flautuna. Tomasz Piotr Zietal og Kristofer Bergmann voru með flöggin. Stefán Ragnar Guðlaugsson sá fjórði. Fínasta frammistaða hjá fjórmenningunum, engin slæm ákvörðun sem situr eftir í minninu. Freyja Karín vildi vítaspyrnu fyrir Þrótt á 60. mínútu, aðeins stjakað við henni á leið í skallabaráttu, en rétt að benda ekki á punktinn. Stjörnur og skúrkar Fátt um algjörar stjörnuframmistöður og sömuleiðis lítið um skúrka. Mjög jafn leikur og allir lögðu sitt af mörkum í baráttunni. Sigurborg skelfilega óheppin að skora sjálfsmark, en það reyndist sigurmark leiksins fyrir Þrótt. Viðtöl „Vantaði bara þessa töfra til að klára sóknirnar“ John Andrews, þjálfari Víkings.Vísir/Diego „Ég get ekki verið neitt nema stoltur af stelpunum, því þær gáfu allt í þetta. Þróttur er gott lið, með góðan þjálfara og góðan stuðning úr stúkunni, en mér fannst við gefa allt í þetta. Hlutirnir féllu bara ekki með okkur, þeir gerðu það um daginn gegn Stjörnunni [6-2 sigur í síðasta leik]. Framlagið var ekkert minna í dag en þetta datt bara ekki með okkur“ sagði John Andrews, þjálfari Víkings, fljótlega eftir leik. Hann getur sannarlega verið sáttur með framlag síns liðs í leiknum en færasköpun og nýting hefði mögulega mátt vera betri. „Við komumst oft í mjög stöður, en settum boltann ekki í svæðin sem við setjum hann vanalega í. Þannig að það gekk ekki alveg eftir plani, eins og við lögðum leikinn upp. En stelpurnar stóðu sig vel… það vantaði bara þessa töfra til að klára sóknirnar, vantaði aðeins upp á sköpunarkraftinn, en stelpurnar lögðu hart að sér og taka sífelldum framförum.“ Markið sem Víkingur fékk á sig var mjög óheppilegt. Liðið fékk einnig á sig frekar óheppileg mörk í fyrsta leiknum gegn Þór/KA en John tók ekki undir það að óheppni elti liðið. „Nei í rauninni ekki, ég trúi ekki beint á heppni. Þetta mark var bara algjört skítamark og tvö mörk gegn Þór/KA voru skítamörk… Gæfan mun snúast, hún gerir það alltaf, því við leggum nógu hart að okkur. Þó þetta sé vissulega pirrandi.“ Víkingar spila næst gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks, sem unnu stórsigur gegn Fram í kvöld. „Fegurðin við fótboltann, næsti leikur er alltaf handan við hornið. Hlutirnir hafa ekki fallið með okkur en við höfum ekki tíma til að svekkja okkur. Við þurfum að mæta á morgun og byrja að undirbúa okkur fyrir leik gegn meisturunum á laugardaginn, ef við gerum það ekki gerast slæmar hlutir. Með þennan hóp hef ég samt engar áhyggjur, þær leggja alltaf inn vinnuna og ef þær gera það á laugardaginn verður í fínu lagi með okkur“ sagði John að lokum.