NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. apríl 2025 15:01 Luka Doncic skoraði 38 stig í fjórða leik Los Angeles Lakers og Minnesota Timberwolves. getty/Robert Gauthier Dómurum leiks Los Angeles Lakers og Minnesota Timberwolves varð á í messunni undir lok leiks liðanna þegar Luka Doncic fékk ekki villu er Jaden McDaniels braut á honum. Þegar 33 sekúndur voru eftir af leiknum á sunnudaginn virtist McDaniels fella Doncic á vallarhelmingi Lakers. Ekkert var dæmt en Lakers tók leikhlé til að forðast að boltinn yrði dæmdur af þeim fyrir að koma honum ekki yfir miðju á tilskildum tíma. Eftir leikhléið tapaði LeBron James boltanum. Hann braut svo á Anthony Edwards sem setti niður tvö vítaskot og kom Minnesota í 116-113 sem urðu lokatölur leiksins. Í skýrslu sinni eftir leikinn, sem var birt í gær, viðurkenndi NBA að dómararnir hefðu átt að dæma villu á McDaniels er hann braut á Doncic. NBA birtir slíkar skýrslur daginn eftir leiki þar sem munurinn á liðunum er þrjú stig eða minna á síðustu tveimur mínútunum eða í framlengingu. NBA SAYS IT WAS A FOUL: The NBA’s Last 2 Minute Report says that Luka Doncic was tripped by Jaden McDaniels — which should’ve been called a foul — with 33 seconds left in Game 4, which would have resulted in free-throws. Los Angeles trailed Minnesota by 1-point at the time of… pic.twitter.com/GliDWt2o7U— Courtside Buzz (@CourtsideBuzzX) April 28, 2025 NBA viðurkenndi einnig dómaramistök undir lok leiks Detroit Pistons og New York Knicks á sunnudaginn. Dómarar leiksins hefðu átt að dæma villu á Josh Hart þegar hann braut á Tim Hardaway yngri í þriggja stiga skoti. Knicks vann leikinn, 94-93, og leiðir einvígið, 3-1. Minnesota er einnig 3-1 yfir í einvíginu gegn Lakers og getur tryggt sér sæti í undanúrslitum Vesturdeildarinnar með sigri í fimmta leik liðanna aðfaranótt fimmtudags. NBA Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Sjá meira
Þegar 33 sekúndur voru eftir af leiknum á sunnudaginn virtist McDaniels fella Doncic á vallarhelmingi Lakers. Ekkert var dæmt en Lakers tók leikhlé til að forðast að boltinn yrði dæmdur af þeim fyrir að koma honum ekki yfir miðju á tilskildum tíma. Eftir leikhléið tapaði LeBron James boltanum. Hann braut svo á Anthony Edwards sem setti niður tvö vítaskot og kom Minnesota í 116-113 sem urðu lokatölur leiksins. Í skýrslu sinni eftir leikinn, sem var birt í gær, viðurkenndi NBA að dómararnir hefðu átt að dæma villu á McDaniels er hann braut á Doncic. NBA birtir slíkar skýrslur daginn eftir leiki þar sem munurinn á liðunum er þrjú stig eða minna á síðustu tveimur mínútunum eða í framlengingu. NBA SAYS IT WAS A FOUL: The NBA’s Last 2 Minute Report says that Luka Doncic was tripped by Jaden McDaniels — which should’ve been called a foul — with 33 seconds left in Game 4, which would have resulted in free-throws. Los Angeles trailed Minnesota by 1-point at the time of… pic.twitter.com/GliDWt2o7U— Courtside Buzz (@CourtsideBuzzX) April 28, 2025 NBA viðurkenndi einnig dómaramistök undir lok leiks Detroit Pistons og New York Knicks á sunnudaginn. Dómarar leiksins hefðu átt að dæma villu á Josh Hart þegar hann braut á Tim Hardaway yngri í þriggja stiga skoti. Knicks vann leikinn, 94-93, og leiðir einvígið, 3-1. Minnesota er einnig 3-1 yfir í einvíginu gegn Lakers og getur tryggt sér sæti í undanúrslitum Vesturdeildarinnar með sigri í fimmta leik liðanna aðfaranótt fimmtudags.
NBA Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Sjá meira