Viðskipti innlent

Veitinga­maður á­kærður fyrir hundrað milljóna skatt­svik

Jón Þór Stefánsson skrifar
Gourmet rak veitingastaðinn Sjáland í Garðabæ.
Gourmet rak veitingastaðinn Sjáland í Garðabæ. Vísir/Vilhelm

Stefán Magnússon veitingamaður hefur verið ákærður fyrir hundrað milljón króna skattsvik. Brotin á hann að hafa framið á árunum 2020 til 2023 þegar hann var framkvæmdastjóri og stjórnarmaður tveggja félaga, annars vegar Steikar ehf. og hins vegar Gourmet.

Í ákæru, sem fréttastofa hefur undir höndum, er Stefáni gefið að sök að hafa ekki staðið í skilum á opinberum gjöldum sem haldið var eftir af launum starfsmanna hjá Steik frá 2020 til 2022, en þau eiga að hafa hljóðað upp á samtals 32,7 milljónir króna.

Steik rak veitingastaðinn Reykjavík MEAT, sem eins og nafnið gaf til kynna var steikhús í Reykjavík.

Steik rak veitingastaðinn Reykjavík MEAT.Vísir/Vilhelm

Ákæruliðurinn sem varðar Gourmet er orðaður með svipuðum hætti, en varðar tímabil frá 2021 til 2023. Þar er Stefán ákærður fyrir að skattsvik sem hljóða upp á samtals 68,3 milljónir króna. Gourmet rak veitingastaðinn Sjáland í Garðabæ.

Samtals hljóða hin meintu svik upp á 101 milljón króna.

Það er héraðssaksóknari sem höfðar málið á hendur Stefáni. Þess er krafist að hann verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls skakarkostnaðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×