Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar 28. apríl 2025 15:30 Nýverið var lagt fram á Alþingi frumvarp dómsmálaráðherra til breytinga á lögum um útlendinga sem miðar að því að heimila afturköllun alþjóðlegrar verndar þeirra sem „ástæður eru til að álíta … [hættulega] öryggi ríkisins eða … [hafa] hlotið endanlegan dóm fyrir sérstaklega alvarlegt afbrot“. Ríkisstjórnin boðaði þessa breytingu strax við kynningu stjórnarsamstarfsins í desember síðastliðnum. Frumvarpið var ekki kynnt í samráðsgátt stjórnvalda vegna „tímaskorts“ og það er því nokkuð ljóst að ríkisstjórninni liggur mikið á að koma því í gegn, án þess að heyra sjónarmið almennings og mannréttindasamtaka. Nokkuð ljóst er einnig af samsetningu þingflokka á Alþingi að frumvarpið mun fljúga í gegn án vandræða og eina aðhaldið sem það kann að hljóta verður úr harðlínuátt, þá þess efnis að það gangi ekki nógu langt í að takmarka réttindi fólks á flótta. Þau sem hljóta alþjóðlega vernd hafa, eðli málsins samkvæmt, sætt ofsóknum eða búið við hættu í þeim ríkjum sem þau flýja. Sú staðreynd breytist ekki þrátt fyrir að fólk brjóti lög á Íslandi. Samkvæmt stjórnarskrá Íslands og mannréttindasáttmála Evrópu er bannað að beita fólk pyndingum eða annarri ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu og í greinargerð umrædds frumvarps er viðurkennt að í því felist meðal annars að aðildarríkjum sáttmálans sé óheimilt að vísa fólki úr landi þangað sem líf þess eða frelsi kann að vera í hættu, og að það sé ófrávíkjanlegt. Þrátt fyrir að frumvarpið skilgreini sérstakt dvalarleyfi vegna umborinnar dvalar (sem er kapítuli út af fyrir sig) sem á að standa þeim til boða sem ekki er talið mögulegt að brottvísa, þá vita það öll sem vita vilja að framkvæmd Útlendingastofnunar hefur síður en svo alltaf tekið mið af raunverulegum aðstæðum fólks. Í fjölmiðlum birtast t.a.m. ítrekað og reglulega mál fólks sem réttilega þarf á vernd að halda en er engu að síður vísað úr landi vegna þess að tillit er ekki tekið til þarfa þess og stöðu. Það er því í raun mjög líklegt að fólki verði vísað til lands þar sem líf þess er í hættu. Þar að auki er ekki skilgreint nánar í lagatextanum hvað felist í ógn við öryggi ríkisins eða „sérstaklega alvarlegu afbroti“ og því líklegt að lögunum verði fyrst og fremst beitt eftir hentisemi stjórnvalda hverju sinni, sem er mikið áhyggjuefni. Fyrir nokkrum árum kom upp mál hér á landi þar sem tveir Íslendingar lögðu á ráðin um hryðjuverk, sem vakti réttilega upp mikinn óhug á meðal fólks. Hvergi í opinberri umræðu kom þó nokkru sinni upp sú hugmynd að það gæfi tilefni til þess að endurskoða lög og gera það mögulegt að svipta innfædda íslenskum ríkisborgararétti og senda úr landi vegna alvarlegra brota. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins lögðu þó nýverið fram frumvarp sem heimilar nákvæmlega það þegar um innflytjendur með íslenskan ríkisborgararétt er að ræða. Á réttarkerfið okkar í alvöru aðeins að vera fyrir innfædda, hvíta, bláeygða íslenska ríkisborgara? Þessi viðhorfsmunur heitir á einfaldri íslensku útlendingahatur. Eitt af grunnprinsippum mannréttinda er það að þau eru ekki skilyrt. Öll eigum við að njóta mannréttinda og enginn getur svipt okkur þeim, alveg sama hvað. Það er mannréttindabrot að senda fólk út í opinn dauðann og það er nákvæmlega það sem þetta frumvarp opnar á, dauðarefsingu fyrir ákveðna glæpi framda af ákveðnum hópi fólks. Ákveðna glæpi sem eru raunar ekki skilgreindir og eru því algjörlega opnir til túlkunar stjórnvalda hverju sinni. Flest erum við vonandi sammála um það að við eigum öll að vera jöfn fyrir lögum og uppruni á þar engu máli að skipta. Látum í okkur heyra, sitjum ekki þegjandi hjá á meðan íslenskt stjórnmálafólk notar mannréttindi fólks í viðkvæmri stöðu sem pólitíska skiptimynt. Höfundur er mannréttindasinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flóttafólk á Íslandi Mannréttindi Mest lesið Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Nýverið var lagt fram á Alþingi frumvarp dómsmálaráðherra til breytinga á lögum um útlendinga sem miðar að því að heimila afturköllun alþjóðlegrar verndar þeirra sem „ástæður eru til að álíta … [hættulega] öryggi ríkisins eða … [hafa] hlotið endanlegan dóm fyrir sérstaklega alvarlegt afbrot“. Ríkisstjórnin boðaði þessa breytingu strax við kynningu stjórnarsamstarfsins í desember síðastliðnum. Frumvarpið var ekki kynnt í samráðsgátt stjórnvalda vegna „tímaskorts“ og það er því nokkuð ljóst að ríkisstjórninni liggur mikið á að koma því í gegn, án þess að heyra sjónarmið almennings og mannréttindasamtaka. Nokkuð ljóst er einnig af samsetningu þingflokka á Alþingi að frumvarpið mun fljúga í gegn án vandræða og eina aðhaldið sem það kann að hljóta verður úr harðlínuátt, þá þess efnis að það gangi ekki nógu langt í að takmarka réttindi fólks á flótta. Þau sem hljóta alþjóðlega vernd hafa, eðli málsins samkvæmt, sætt ofsóknum eða búið við hættu í þeim ríkjum sem þau flýja. Sú staðreynd breytist ekki þrátt fyrir að fólk brjóti lög á Íslandi. Samkvæmt stjórnarskrá Íslands og mannréttindasáttmála Evrópu er bannað að beita fólk pyndingum eða annarri ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu og í greinargerð umrædds frumvarps er viðurkennt að í því felist meðal annars að aðildarríkjum sáttmálans sé óheimilt að vísa fólki úr landi þangað sem líf þess eða frelsi kann að vera í hættu, og að það sé ófrávíkjanlegt. Þrátt fyrir að frumvarpið skilgreini sérstakt dvalarleyfi vegna umborinnar dvalar (sem er kapítuli út af fyrir sig) sem á að standa þeim til boða sem ekki er talið mögulegt að brottvísa, þá vita það öll sem vita vilja að framkvæmd Útlendingastofnunar hefur síður en svo alltaf tekið mið af raunverulegum aðstæðum fólks. Í fjölmiðlum birtast t.a.m. ítrekað og reglulega mál fólks sem réttilega þarf á vernd að halda en er engu að síður vísað úr landi vegna þess að tillit er ekki tekið til þarfa þess og stöðu. Það er því í raun mjög líklegt að fólki verði vísað til lands þar sem líf þess er í hættu. Þar að auki er ekki skilgreint nánar í lagatextanum hvað felist í ógn við öryggi ríkisins eða „sérstaklega alvarlegu afbroti“ og því líklegt að lögunum verði fyrst og fremst beitt eftir hentisemi stjórnvalda hverju sinni, sem er mikið áhyggjuefni. Fyrir nokkrum árum kom upp mál hér á landi þar sem tveir Íslendingar lögðu á ráðin um hryðjuverk, sem vakti réttilega upp mikinn óhug á meðal fólks. Hvergi í opinberri umræðu kom þó nokkru sinni upp sú hugmynd að það gæfi tilefni til þess að endurskoða lög og gera það mögulegt að svipta innfædda íslenskum ríkisborgararétti og senda úr landi vegna alvarlegra brota. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins lögðu þó nýverið fram frumvarp sem heimilar nákvæmlega það þegar um innflytjendur með íslenskan ríkisborgararétt er að ræða. Á réttarkerfið okkar í alvöru aðeins að vera fyrir innfædda, hvíta, bláeygða íslenska ríkisborgara? Þessi viðhorfsmunur heitir á einfaldri íslensku útlendingahatur. Eitt af grunnprinsippum mannréttinda er það að þau eru ekki skilyrt. Öll eigum við að njóta mannréttinda og enginn getur svipt okkur þeim, alveg sama hvað. Það er mannréttindabrot að senda fólk út í opinn dauðann og það er nákvæmlega það sem þetta frumvarp opnar á, dauðarefsingu fyrir ákveðna glæpi framda af ákveðnum hópi fólks. Ákveðna glæpi sem eru raunar ekki skilgreindir og eru því algjörlega opnir til túlkunar stjórnvalda hverju sinni. Flest erum við vonandi sammála um það að við eigum öll að vera jöfn fyrir lögum og uppruni á þar engu máli að skipta. Látum í okkur heyra, sitjum ekki þegjandi hjá á meðan íslenskt stjórnmálafólk notar mannréttindi fólks í viðkvæmri stöðu sem pólitíska skiptimynt. Höfundur er mannréttindasinni.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun