Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar 28. apríl 2025 08:30 Það er freistandi að taka undir hugmyndir á borð við „hlustum á börnin“, „snemmtæk íhlutun“ eða „aukin virkni atvinnuleitenda“. Slíkar yfirlýsingar eru hlýlegar á yfirborðinu og gefa til kynna að ábyrg stjórnvöld hyggist efla velferð samfélagsins með metnaðarfullum aðgerðum. En þegar þróun þessara stefna er skoðuð nánar, einkum hvernig þær skarast á milli ólíkra málaflokka , kemur í ljós önnur og dekkri mynd: Ásýnd velferðar þar sem dregið er úr stuðningi og auknar byrðar eru lagðar á þá sem minnst mega sín. Sýndarvelferð Hækkun örorkulífeyris hljómar vel. Pólitískt vinsæl aðgerð og hagræn innspýting. Fjármunir renna hratt í mat, húsnæði og lyf, því öryrkjar hafa sjaldan sparnaðargetu. En þegar stjórnmálaflokkur sem hefur brotið lög fær aðgang að viðkvæmum gögnum og stýrir aðstoðinni sjálfur, vakna spurningar: Er verið að styðja fólk eða skrá það, stýra því og skilgreina? Þegar sömu aðilar sem meta þörf úthluta úrræðum, dregur úr aðskilnaði valds og velferðar. Traustið sem notendur þurfa að bera – er ekki lengur aðeins faglegt, heldur pólitískt. Þá verður spurningin þessi: Hver skilgreinir þörfina – og í hvaða tilgangi? Janus – þjónusta sem breyttist í óáþreifanlegt framtíðarloforð Lokun Janusar, eina sérhæfða geðendurhæfingarúrræðis landsins fyrir ungt fólk – er lýsandi dæmi. Þrátt fyrir árangur og þúsundir undirskrifta var úrræðinu lokað án þess að raunhæf framtíðaráætlun lægi fyrir. Einstaklingar sem þegar hafa brotakennda vernd, standa nú frammi fyrir tómum loforðum. Ábyrgð færist á milli ráðuneyta og stofnana, á meðan þjónustan sjálf hverfur. Þannig er hættan sú að aðeins þeir sem metnir eru í „mestri neyð“ fái áfram stuðning. Með öðrum orðum: Fólk er hvatt til að vera sem verst statt. Atvinnuleysisbætur – virkni sem magnar óöryggi Á sama tíma er hámarksbótaréttur atvinnuleitenda styttur, en án þess að raunveruleg úrræði taki við. Ábyrgðin færist frá ríkinu yfir á einstaklinga og á sveitarfélög, sem þurfa að axla aukna ábyrgð og bera þyngri kostnað. „Sparnaður“ ríkisins – metinn á fjóra milljarða – virðist í raun tilfærsla á vandanum. Með þverrandi rétti eykst þrýstingurinn á að flokka fólk: Í þá sem ná að bjarga sér – og hina sem lenda í neyðarúrræðum. Stimplun í stað lausna Áhersla á „snemmtæka íhlutun“ í leikskólum lofar góðu, en án raunverulegs fjármagns verða þessar greiningar markmið í sjálfu sér, ekki leið að lausn. Börn eru metin og flokkuð – án þess að tryggð sé raunveruleg aðstoð. Sams konar þróun má sjá í nýju námsmati, þar sem gögnum eru safnað, en aðgerðir og úrbætur eru óljósar. Þannig breytast gögnin í tæki til flokkunar, ekki stuðnings. Flokkun í nafni fjölbreytileikans Breytingar á innritun í framhaldsskóla leggja áherslu á fjölbreytileika og réttlæti. Ný matsviðmið, byggð á huglægum upplýsingum frá nemendum og mati skóla, færa valdið frá nemendum til stofnana. Úr varðveislu sanngjarns aðgengis verður ný tegund flokkunar, nú undir yfirskini réttlætis. Nemendur þurfa áfram að sanna að þeir eigi erindi – en eftir enn óljósari viðmiðum. Úr flokkun í raunverulega velferð Til að sporna gegn þessari þróun og verja raunveruleg réttindi gegn sýndarvelferð og skaðlegri flokkun þarf að efla gagnsæi og lýðræðislegt aðhald í ákvarðanatöku. Mat á þörf á að aðskilja frá úthlutun aðstoðar. Atvinnuleitendur og ungt fólk í vanda þurfa raunverulegt val og fjölbreytni í úrræðum – ekki aðeins neyðarúrræði fyrir þá sem metnir eru „verðugastir“. Þarfagreining á að vera einstaklingsmiðuð og byggð á samráði við notendur, ekki á miðlægum gagnagrunnum sem takmarka sjálfsákvörðunarrétt. Þegar kemur að skólainnritun verður að tryggja raunverulegt valfrelsi. Matskenndar reglur og óljós viðmið mega ekki ryðja sér til rúms á kostnað skýrrar og sanngjarnrar aðkomu nemenda að eigin framtíð. Þannig má byggja velferðarkerfi og menntakerfi sem hlustar – en flokkar ekki. Í þessari þversögn liggur svo kjarni spurningarinnar: Er velferðarkerfið vettvangur lausna – eða smiðja nýrra stimpla? Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Mest lesið Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Sjá meira
Það er freistandi að taka undir hugmyndir á borð við „hlustum á börnin“, „snemmtæk íhlutun“ eða „aukin virkni atvinnuleitenda“. Slíkar yfirlýsingar eru hlýlegar á yfirborðinu og gefa til kynna að ábyrg stjórnvöld hyggist efla velferð samfélagsins með metnaðarfullum aðgerðum. En þegar þróun þessara stefna er skoðuð nánar, einkum hvernig þær skarast á milli ólíkra málaflokka , kemur í ljós önnur og dekkri mynd: Ásýnd velferðar þar sem dregið er úr stuðningi og auknar byrðar eru lagðar á þá sem minnst mega sín. Sýndarvelferð Hækkun örorkulífeyris hljómar vel. Pólitískt vinsæl aðgerð og hagræn innspýting. Fjármunir renna hratt í mat, húsnæði og lyf, því öryrkjar hafa sjaldan sparnaðargetu. En þegar stjórnmálaflokkur sem hefur brotið lög fær aðgang að viðkvæmum gögnum og stýrir aðstoðinni sjálfur, vakna spurningar: Er verið að styðja fólk eða skrá það, stýra því og skilgreina? Þegar sömu aðilar sem meta þörf úthluta úrræðum, dregur úr aðskilnaði valds og velferðar. Traustið sem notendur þurfa að bera – er ekki lengur aðeins faglegt, heldur pólitískt. Þá verður spurningin þessi: Hver skilgreinir þörfina – og í hvaða tilgangi? Janus – þjónusta sem breyttist í óáþreifanlegt framtíðarloforð Lokun Janusar, eina sérhæfða geðendurhæfingarúrræðis landsins fyrir ungt fólk – er lýsandi dæmi. Þrátt fyrir árangur og þúsundir undirskrifta var úrræðinu lokað án þess að raunhæf framtíðaráætlun lægi fyrir. Einstaklingar sem þegar hafa brotakennda vernd, standa nú frammi fyrir tómum loforðum. Ábyrgð færist á milli ráðuneyta og stofnana, á meðan þjónustan sjálf hverfur. Þannig er hættan sú að aðeins þeir sem metnir eru í „mestri neyð“ fái áfram stuðning. Með öðrum orðum: Fólk er hvatt til að vera sem verst statt. Atvinnuleysisbætur – virkni sem magnar óöryggi Á sama tíma er hámarksbótaréttur atvinnuleitenda styttur, en án þess að raunveruleg úrræði taki við. Ábyrgðin færist frá ríkinu yfir á einstaklinga og á sveitarfélög, sem þurfa að axla aukna ábyrgð og bera þyngri kostnað. „Sparnaður“ ríkisins – metinn á fjóra milljarða – virðist í raun tilfærsla á vandanum. Með þverrandi rétti eykst þrýstingurinn á að flokka fólk: Í þá sem ná að bjarga sér – og hina sem lenda í neyðarúrræðum. Stimplun í stað lausna Áhersla á „snemmtæka íhlutun“ í leikskólum lofar góðu, en án raunverulegs fjármagns verða þessar greiningar markmið í sjálfu sér, ekki leið að lausn. Börn eru metin og flokkuð – án þess að tryggð sé raunveruleg aðstoð. Sams konar þróun má sjá í nýju námsmati, þar sem gögnum eru safnað, en aðgerðir og úrbætur eru óljósar. Þannig breytast gögnin í tæki til flokkunar, ekki stuðnings. Flokkun í nafni fjölbreytileikans Breytingar á innritun í framhaldsskóla leggja áherslu á fjölbreytileika og réttlæti. Ný matsviðmið, byggð á huglægum upplýsingum frá nemendum og mati skóla, færa valdið frá nemendum til stofnana. Úr varðveislu sanngjarns aðgengis verður ný tegund flokkunar, nú undir yfirskini réttlætis. Nemendur þurfa áfram að sanna að þeir eigi erindi – en eftir enn óljósari viðmiðum. Úr flokkun í raunverulega velferð Til að sporna gegn þessari þróun og verja raunveruleg réttindi gegn sýndarvelferð og skaðlegri flokkun þarf að efla gagnsæi og lýðræðislegt aðhald í ákvarðanatöku. Mat á þörf á að aðskilja frá úthlutun aðstoðar. Atvinnuleitendur og ungt fólk í vanda þurfa raunverulegt val og fjölbreytni í úrræðum – ekki aðeins neyðarúrræði fyrir þá sem metnir eru „verðugastir“. Þarfagreining á að vera einstaklingsmiðuð og byggð á samráði við notendur, ekki á miðlægum gagnagrunnum sem takmarka sjálfsákvörðunarrétt. Þegar kemur að skólainnritun verður að tryggja raunverulegt valfrelsi. Matskenndar reglur og óljós viðmið mega ekki ryðja sér til rúms á kostnað skýrrar og sanngjarnrar aðkomu nemenda að eigin framtíð. Þannig má byggja velferðarkerfi og menntakerfi sem hlustar – en flokkar ekki. Í þessari þversögn liggur svo kjarni spurningarinnar: Er velferðarkerfið vettvangur lausna – eða smiðja nýrra stimpla? Höfundur er lögfræðingur.
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar