Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar 28. apríl 2025 07:00 Líðan barna hefur verðið til umfjöllunar um langt skeið, grein eftir grein rituð og málin rædd en staðan virðist þrátt fyrir það lítið breytast. En hvað er það sem veldur, getur verið að það sé ekkert að börnum okkar heldur liggi vandamálið hjá okkur foreldrum, uppalendunum sem á fyrstu dögum barnsins horfðu í augu þess og hétu því að elska og hlúa að öllum stundum. En hversu miklum tíma eyðum við í raun og veru með börnum okkar og er sá tími nægjanlegur? Getur verið að tæknin hafi rænt börnin okkar æsku sinni og athygli og við foreldrar horfum á það gerast sofandi og eða úrræðalaus. Eða erum við hreinlega of upptekin í okkar eigin skjá og sjáum á meðan ekki líðan barna okkar. Rannsóknir sýna að langvarandi skjátími getur haft neikvæð áhrif á námsgetu, félagsfærni og almennan þroska barna. Við sjáum að yngstu börnin glíma í auknum mæli við einbeitingaskort, skert úthald, hegðunarvanda og áskoranir á tilfinningastjórnun. Þá hefur einnig komið í ljós að málþroski og grunnorðaforði barna hefur dregist saman á undanförnum árum. Rannsóknir benda til þess að líðan þeirra tengist aukinni notkun snjalltækja. Áhrif skjánotkunar eru víðtæk. Hún getur örvað framleiðslu dópamíns í heilanum, sem getur aukið hættu á fíkn og fráhvörfum. Þetta hefur áhrif á svefn, tilfinningar og hegðun barna, með þeim afleiðingum að færni þeirra til að læra og leika sér minnkar oft með óafturkræfanlegum afleiðingum. Það ætti því að vera ljóst að við þessu þarf að bregðast og það gerum við sem samfélag. Það er mikilvægt að horfa ekki einungis á þann tíma sem fer í skjánotkun heldur einnig á innihald þess sem börnin horfa á. Á meðan börn sitja fyrir framan skjái missa þau af dýrmætum samskiptum við aðra, samskiptum sem eru lykilatriði í þroska þeirra og samskiptum við okkur foreldranna sem gefa okkur tækifæri á að þekkja börnin okkar betur, tilfinningar þeirra og líðan. En það er ekki nóg að benda einungis á skjánotkun barna okkar. Við þurfum að líta í eigin barm, við erum fyrirmyndin og af okkur læra þau. Þegar við fullorðna fólkið erum niðursokkin í skjánotkun bitnar það á samskiptum þeirra við okkur. Þótt flestir foreldrar séu meðvitaðir um þessi áhrif getur verið erfitt að rjúfa þann vítahring sem myndast hefur. Það krefst hugrekkis og þjálfunar að breyta venjum heimilisins, búa til siði og breyta menningu. Við þurfum að horfast í augu við vandann, og enn mikilvægara, við þurfum að horfa í augu hvors annars og njóta augnablikanna, því þau koma ekki aftur. Við berum öll ábyrgð Hafnarfjarðarbær hefur að undanförnu staðið fyrir fræðsluerindum undir heitinu „Við erum þorpið“, þar sem vakin hefur verið athygli á velferð, líðan og öryggi barna. Þann 29. maí kl. 17 verður haldinn fræðslufyrirlestur í Bæjarbíói undir yfirskriftinni „Horfumst í augu“, þar sem sjónum verður beint að áhrifum mikillar skjánotkunar á líf og þroska barna. Markmið fyrirlestursins er að vekja athygli á því hvernig snjalltæki geta haft áhrif á félagsfærni, heilsu, tengsl og málþroska og hvetja foreldra leik- og grunnskólabarna til aðgerða, veita ráð og styrkja þá til að breyta menningu heimilisins. Fræðsluráð og foreldraráð grunnskólabarna í Hafnarfirði hafa ekki látið sitt eftir liggja og standa að fyrirlestrinum og hafa tekið virkan þátt í umræðunni um skjánotkun og líðan barna og ungmenna með ýmsum hætti. Í tilefni þess verður frumflutt myndband sem foreldraráð Hafnarfjarðar hefur unnið að en í því eru foreldrar hvattir til að gera jákvæðar breytingar. Við berum öll ábyrgð, hvort sem við erum foreldrar, skólafólk eða kjörnir fulltrúar fræðslumála hvers sveitarfélags. Með því að taka höndum saman, horfa í augu hvors annars og rækta tengslin, getum við skapað betri framtíð fyrir börnin okkar – og okkur sjálf. Kristín Thoroddsen Formaður fræðsluráðs Hafnarfjarðar og bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Símanotkun barna Kristín Thoroddsen Mest lesið Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Líðan barna hefur verðið til umfjöllunar um langt skeið, grein eftir grein rituð og málin rædd en staðan virðist þrátt fyrir það lítið breytast. En hvað er það sem veldur, getur verið að það sé ekkert að börnum okkar heldur liggi vandamálið hjá okkur foreldrum, uppalendunum sem á fyrstu dögum barnsins horfðu í augu þess og hétu því að elska og hlúa að öllum stundum. En hversu miklum tíma eyðum við í raun og veru með börnum okkar og er sá tími nægjanlegur? Getur verið að tæknin hafi rænt börnin okkar æsku sinni og athygli og við foreldrar horfum á það gerast sofandi og eða úrræðalaus. Eða erum við hreinlega of upptekin í okkar eigin skjá og sjáum á meðan ekki líðan barna okkar. Rannsóknir sýna að langvarandi skjátími getur haft neikvæð áhrif á námsgetu, félagsfærni og almennan þroska barna. Við sjáum að yngstu börnin glíma í auknum mæli við einbeitingaskort, skert úthald, hegðunarvanda og áskoranir á tilfinningastjórnun. Þá hefur einnig komið í ljós að málþroski og grunnorðaforði barna hefur dregist saman á undanförnum árum. Rannsóknir benda til þess að líðan þeirra tengist aukinni notkun snjalltækja. Áhrif skjánotkunar eru víðtæk. Hún getur örvað framleiðslu dópamíns í heilanum, sem getur aukið hættu á fíkn og fráhvörfum. Þetta hefur áhrif á svefn, tilfinningar og hegðun barna, með þeim afleiðingum að færni þeirra til að læra og leika sér minnkar oft með óafturkræfanlegum afleiðingum. Það ætti því að vera ljóst að við þessu þarf að bregðast og það gerum við sem samfélag. Það er mikilvægt að horfa ekki einungis á þann tíma sem fer í skjánotkun heldur einnig á innihald þess sem börnin horfa á. Á meðan börn sitja fyrir framan skjái missa þau af dýrmætum samskiptum við aðra, samskiptum sem eru lykilatriði í þroska þeirra og samskiptum við okkur foreldranna sem gefa okkur tækifæri á að þekkja börnin okkar betur, tilfinningar þeirra og líðan. En það er ekki nóg að benda einungis á skjánotkun barna okkar. Við þurfum að líta í eigin barm, við erum fyrirmyndin og af okkur læra þau. Þegar við fullorðna fólkið erum niðursokkin í skjánotkun bitnar það á samskiptum þeirra við okkur. Þótt flestir foreldrar séu meðvitaðir um þessi áhrif getur verið erfitt að rjúfa þann vítahring sem myndast hefur. Það krefst hugrekkis og þjálfunar að breyta venjum heimilisins, búa til siði og breyta menningu. Við þurfum að horfast í augu við vandann, og enn mikilvægara, við þurfum að horfa í augu hvors annars og njóta augnablikanna, því þau koma ekki aftur. Við berum öll ábyrgð Hafnarfjarðarbær hefur að undanförnu staðið fyrir fræðsluerindum undir heitinu „Við erum þorpið“, þar sem vakin hefur verið athygli á velferð, líðan og öryggi barna. Þann 29. maí kl. 17 verður haldinn fræðslufyrirlestur í Bæjarbíói undir yfirskriftinni „Horfumst í augu“, þar sem sjónum verður beint að áhrifum mikillar skjánotkunar á líf og þroska barna. Markmið fyrirlestursins er að vekja athygli á því hvernig snjalltæki geta haft áhrif á félagsfærni, heilsu, tengsl og málþroska og hvetja foreldra leik- og grunnskólabarna til aðgerða, veita ráð og styrkja þá til að breyta menningu heimilisins. Fræðsluráð og foreldraráð grunnskólabarna í Hafnarfirði hafa ekki látið sitt eftir liggja og standa að fyrirlestrinum og hafa tekið virkan þátt í umræðunni um skjánotkun og líðan barna og ungmenna með ýmsum hætti. Í tilefni þess verður frumflutt myndband sem foreldraráð Hafnarfjarðar hefur unnið að en í því eru foreldrar hvattir til að gera jákvæðar breytingar. Við berum öll ábyrgð, hvort sem við erum foreldrar, skólafólk eða kjörnir fulltrúar fræðslumála hvers sveitarfélags. Með því að taka höndum saman, horfa í augu hvors annars og rækta tengslin, getum við skapað betri framtíð fyrir börnin okkar – og okkur sjálf. Kristín Thoroddsen Formaður fræðsluráðs Hafnarfjarðar og bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Hafnarfirði.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun