Lífið

Ein glæsi­legasta kona landsins á lausu

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Nýverið slitnaði upp úr sambandi Birgittu Lífar og Enoks.
Nýverið slitnaði upp úr sambandi Birgittu Lífar og Enoks.

Birgitta Líf Björnsdóttir, athafnakona og World Class-erfingi, er orðin einhleyp. Nýverið slitnaði upp úr sambandi hennar og Enoks Jónssonar eftir rúmlega þriggja ára samband. Saman eiga þau einn dreng, Birni Boða, sem kom í heiminn þann 8. febrúar 2024.

Birgitta Líf er án efa ein glæsilegasta kona landsins. Hún er lögfræðimenntuð og stýrir markaðsmálum í fyrirtæki foreldra sinna, samhliða því að sinna móðurhlutverkinu. 

Þá er hún meðlimur raunveruleikahópsins LXS sem sló rækilega í gegn á Stöð 2 í fyrra. Þar fengu áhorfendur að skyggnast inn í líf stúlknahópsins sem samanstendur af þeim Birgittu Líf, Ástrósu, Magneu, Sunnevu Einars og Ínu Maríu, og fá að kynnast þeim í nærmynd.

Birgitta er um þessar mundir í fríi á Spáni ásamt syni sínum, foreldrum og bróður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.