Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. apríl 2025 08:31 Sara Sigmundsdóttir þarf að enda í fyrsta sæti á Rebel Renegade Games í Suður-Afríku til þess að tryggja sér sæti á heimsleikunum. @sarasigmunds Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir er ein þeirra sem keppast þessa vikurnar við að tryggja sig inn á heimsleikana í CrossFit í haust. Okkar kona ætlar aftur á móti að fara öðruvísi leið inn á leikana að þessu sinni. Sara hefur ekki keppt á heimsleikunum síðan 2020 enda hefur hún verið afar óheppin með meiðsli undanfarin ár. Sara er nú komin aftur á fullt skrið og hefur verið að taka þátt í mótum á þessu ári. Hún náði einnig bestum árangri Íslendinga í opna hluta undankeppni heimsleikanna. Sara varð þar í fimmtánda á heimsvísu en líka í efsta sæti í Asíu. Hún æfir nú í Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og keppir því ekki innan Evrópu í ár. Sara ætlaði samt að keppa Wodland Fest mótinu á Malaga á Spáni sem var undankeppni Evrópu fyrir heimsleikana. Hún hefur hætt við það en Barbell Spin vefurinn fjallaði sérstaklega um fjarveru Söru. Justin Cotler, þjálfari Söru, staðfesti við Barbell Spin vefinn að Sara ætlaði að einbeita sér að Rebel Renegade Games, sem er undankeppni Afríku. Sara ætlar sér því að komast á heimsleikana í gegnum Afríku. Rebel Renegade Games fara fram í Suður-Afríku frá 30. maí til 1. júní. Sara má taka þátt í undankeppni Afríku þar sem hún er búsett í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Keppendur sem eru með afrískt ríkisfang eða búa í einu af Persaflóalöndunum mega fara þessa leið. Það má hins vegar ekkert klikka hjá Söru því aðeins eitt sæti er í boði í keppninni. Það er aðeins sú kona sem vinnur Rebel Renegade leikana sem fær farseðil á heimsleikana. Tvær efstu konurnar komst á heimsleikana í gegnum Wodland Fest mótið á Malaga. View this post on Instagram A post shared by The Barbell Spin (@thebarbellspin) CrossFit Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Fleiri fréttir Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Segir sitt fyrrum lið í krísu Elsta konan til klára Járnkarlinn Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira
Sara hefur ekki keppt á heimsleikunum síðan 2020 enda hefur hún verið afar óheppin með meiðsli undanfarin ár. Sara er nú komin aftur á fullt skrið og hefur verið að taka þátt í mótum á þessu ári. Hún náði einnig bestum árangri Íslendinga í opna hluta undankeppni heimsleikanna. Sara varð þar í fimmtánda á heimsvísu en líka í efsta sæti í Asíu. Hún æfir nú í Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og keppir því ekki innan Evrópu í ár. Sara ætlaði samt að keppa Wodland Fest mótinu á Malaga á Spáni sem var undankeppni Evrópu fyrir heimsleikana. Hún hefur hætt við það en Barbell Spin vefurinn fjallaði sérstaklega um fjarveru Söru. Justin Cotler, þjálfari Söru, staðfesti við Barbell Spin vefinn að Sara ætlaði að einbeita sér að Rebel Renegade Games, sem er undankeppni Afríku. Sara ætlar sér því að komast á heimsleikana í gegnum Afríku. Rebel Renegade Games fara fram í Suður-Afríku frá 30. maí til 1. júní. Sara má taka þátt í undankeppni Afríku þar sem hún er búsett í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Keppendur sem eru með afrískt ríkisfang eða búa í einu af Persaflóalöndunum mega fara þessa leið. Það má hins vegar ekkert klikka hjá Söru því aðeins eitt sæti er í boði í keppninni. Það er aðeins sú kona sem vinnur Rebel Renegade leikana sem fær farseðil á heimsleikana. Tvær efstu konurnar komst á heimsleikana í gegnum Wodland Fest mótið á Malaga. View this post on Instagram A post shared by The Barbell Spin (@thebarbellspin)
CrossFit Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Fleiri fréttir Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Segir sitt fyrrum lið í krísu Elsta konan til klára Járnkarlinn Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira