„Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Smári Jökull Jónsson skrifar 24. apríl 2025 22:43 Jóhann Þór lætur í sér heyra á hliðarlínunni. Vísir/Guðmundur Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur gat ekki leynt vonbrigðum sínum eftir tap hans liðs gegn Stjörnunni í undanúrslitum Bónus-deildarinnar. Tapið þýðir að Grindavík er 2-0 undir í einvígi liðanna. „Ég á bara eftir að átta mig á þessu, við bara hendum þessu frá okkur. Stutta útgáfan er þannig,“ sagði Jóhann Þór í samtali við Andra Má Eggertsson eftir leikinn í kvöld. „Við töpum tuttugu og tveimur boltum í leiknum og það er erfitt að koma orðum á þetta. Algjör aulaskapur en Stjarnan gerir ágætlega að koma okkur í erfiða hluti og við frjósum. Þetta er bara hræðilegt í alla staði.“ Grindvíkingar voru með forystuna nánast allan leikinn í kvöld, komust mest fimmtán stigum yfir í fyrri hálfleik og voru tíu stigum yfir þegar tæpar fjórar mínútur voru eftir. „Tvisvar förum við tólf eða fimmtán stig yfir og bara hættum einhvern veginn. Ég veit ekki hvað á að segja, dómar í restina sem féllu ekki með okkur en í grunninn þá hendum við þessu frá okkur. Við bara hendum boltanum frá okkur trekk í trekk og erum ekki sterkari á svellinum en það. Tuttugu og tveir tapaðir boltar, þá vinnur þú ekki körfuboltaleiki.“ Dramatíkin undir lokin var mikil. Þegar fimm sekúndur voru eftir áttu Grindvíkingar innkast á vallarhelmingi Stjörnunnar. Valur Orri Valsson kastaði boltanum inn, Jeremy Pargo náði ekki að handsama boltann með Ægi Þór Steinarsson í andlitinu á sér og boltinn endaði fyrir utan hliðarlínu. Dómararnir dæmdu Stjörnunni boltann og fóru svo í skjáinn og staðfestu dóminn, en frá einu sjónarhorni virtist sem Ægir Þór hefði snert boltann. „Þeir giska á það að þeir eigi boltann og þar af leiðandi er það ekki nógu augljóst að þeir geti snúið því. Það er eitt sjónarhorn sem sýnir það augljóslega að Ægir kemur við boltann. Ég sagði við aðstoðardómarann, þeir eru stundum eins og krakkar í nammibúð að hlaupa í þennan skjá.“ Það var mikið að gera hjá dómurum leiksins og hér hefur Jeremy Pargo eitthvað við málin að athuga.Vísir/Guðmundur „Til dæmis eins og í fyrri hálfleik þegar Jese [Febres] fellir Daniel [Mortensen], það er augljós óíþróttamannsleg villa. Og þetta fíaskó þegar er bara karfa góð og hvað heldur þú að það séu margir hérna inni, 2000 manns? Það sjá það allir nema einhverjir tveir sem horfa eitthvað annað og allt í einu megum við challenga það,“ en Jóhann Þór vísar þarna í atvik þar sem Grindvíkingar gátu skorað á ákvörðun dómara eftir að leikurinn hafði verið látinn ganga í nokkrar sekúndur og DeAndre Kane fengið villu sem síðan var dregin til baka. Jóhann Þór vildi þó ekki beina of mikilli athygli á dómarana. „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa, hvernig við hendum þessu frá okkur. Við erum bara með þetta og svo bara lykilmenn, þetta er alveg óþolandi. Ég veit ekki hvað ég get sagt.“ Jóhann Þór íbygginn á svip í leiknum í Smáranum.Vísir/Guðmundur Hann segist ekki þekkja reglurnar nógu vel hvað varðar það þegar þjálfarar mega skora á ákvarðanir dómara og senda þá í skjáinn. „Ég þekki ekki reglurnar, þeir hljóta að gera það fjandinn hafi það. Við máttum gera það og gerðum það en það hefði ekki þurft, hefði ekki átt að þurfa af því þetta var augljóst. Það sáu þetta allir í húsinu nema þeir, það er ekki að drepa okkur heldur við sjálfir sem köstum þessu frá okkur. Tuttugu og tveir tapaðir og þá vinnur þú ekki lið eins og Stjörnuna.“ Grindvíkingar eru núna með bakið upp við vegg og eru fallnir úr leik tapi þeir í þriðja leik liðanna á mánudaginn. „Við erum hér í tviemur hörkuleikjum og lendum öfugu megin við línuna. Þurfum bara að vinna einn leik og byrja á mánudag, taka þá í Garðabæ og koma þessu aftur í Smárann.“ Bónus-deild karla UMF Grindavík Stjarnan Tengdar fréttir Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Stjarnan er komin í 2-0 gegn Grindavík í undanúrslitaeinvígi liðanna í Bónus-deild karla. Stjarnan vann 100-99 sigur eftir ótrúlega dramatík og getur tryggt sér sæti í úrslitum með sigri í þriðja leik liðanna á mánudag. 24. apríl 2025 18:30 Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líku „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Sjá meira
„Ég á bara eftir að átta mig á þessu, við bara hendum þessu frá okkur. Stutta útgáfan er þannig,“ sagði Jóhann Þór í samtali við Andra Má Eggertsson eftir leikinn í kvöld. „Við töpum tuttugu og tveimur boltum í leiknum og það er erfitt að koma orðum á þetta. Algjör aulaskapur en Stjarnan gerir ágætlega að koma okkur í erfiða hluti og við frjósum. Þetta er bara hræðilegt í alla staði.“ Grindvíkingar voru með forystuna nánast allan leikinn í kvöld, komust mest fimmtán stigum yfir í fyrri hálfleik og voru tíu stigum yfir þegar tæpar fjórar mínútur voru eftir. „Tvisvar förum við tólf eða fimmtán stig yfir og bara hættum einhvern veginn. Ég veit ekki hvað á að segja, dómar í restina sem féllu ekki með okkur en í grunninn þá hendum við þessu frá okkur. Við bara hendum boltanum frá okkur trekk í trekk og erum ekki sterkari á svellinum en það. Tuttugu og tveir tapaðir boltar, þá vinnur þú ekki körfuboltaleiki.“ Dramatíkin undir lokin var mikil. Þegar fimm sekúndur voru eftir áttu Grindvíkingar innkast á vallarhelmingi Stjörnunnar. Valur Orri Valsson kastaði boltanum inn, Jeremy Pargo náði ekki að handsama boltann með Ægi Þór Steinarsson í andlitinu á sér og boltinn endaði fyrir utan hliðarlínu. Dómararnir dæmdu Stjörnunni boltann og fóru svo í skjáinn og staðfestu dóminn, en frá einu sjónarhorni virtist sem Ægir Þór hefði snert boltann. „Þeir giska á það að þeir eigi boltann og þar af leiðandi er það ekki nógu augljóst að þeir geti snúið því. Það er eitt sjónarhorn sem sýnir það augljóslega að Ægir kemur við boltann. Ég sagði við aðstoðardómarann, þeir eru stundum eins og krakkar í nammibúð að hlaupa í þennan skjá.“ Það var mikið að gera hjá dómurum leiksins og hér hefur Jeremy Pargo eitthvað við málin að athuga.Vísir/Guðmundur „Til dæmis eins og í fyrri hálfleik þegar Jese [Febres] fellir Daniel [Mortensen], það er augljós óíþróttamannsleg villa. Og þetta fíaskó þegar er bara karfa góð og hvað heldur þú að það séu margir hérna inni, 2000 manns? Það sjá það allir nema einhverjir tveir sem horfa eitthvað annað og allt í einu megum við challenga það,“ en Jóhann Þór vísar þarna í atvik þar sem Grindvíkingar gátu skorað á ákvörðun dómara eftir að leikurinn hafði verið látinn ganga í nokkrar sekúndur og DeAndre Kane fengið villu sem síðan var dregin til baka. Jóhann Þór vildi þó ekki beina of mikilli athygli á dómarana. „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa, hvernig við hendum þessu frá okkur. Við erum bara með þetta og svo bara lykilmenn, þetta er alveg óþolandi. Ég veit ekki hvað ég get sagt.“ Jóhann Þór íbygginn á svip í leiknum í Smáranum.Vísir/Guðmundur Hann segist ekki þekkja reglurnar nógu vel hvað varðar það þegar þjálfarar mega skora á ákvarðanir dómara og senda þá í skjáinn. „Ég þekki ekki reglurnar, þeir hljóta að gera það fjandinn hafi það. Við máttum gera það og gerðum það en það hefði ekki þurft, hefði ekki átt að þurfa af því þetta var augljóst. Það sáu þetta allir í húsinu nema þeir, það er ekki að drepa okkur heldur við sjálfir sem köstum þessu frá okkur. Tuttugu og tveir tapaðir og þá vinnur þú ekki lið eins og Stjörnuna.“ Grindvíkingar eru núna með bakið upp við vegg og eru fallnir úr leik tapi þeir í þriðja leik liðanna á mánudaginn. „Við erum hér í tviemur hörkuleikjum og lendum öfugu megin við línuna. Þurfum bara að vinna einn leik og byrja á mánudag, taka þá í Garðabæ og koma þessu aftur í Smárann.“
Bónus-deild karla UMF Grindavík Stjarnan Tengdar fréttir Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Stjarnan er komin í 2-0 gegn Grindavík í undanúrslitaeinvígi liðanna í Bónus-deild karla. Stjarnan vann 100-99 sigur eftir ótrúlega dramatík og getur tryggt sér sæti í úrslitum með sigri í þriðja leik liðanna á mánudag. 24. apríl 2025 18:30 Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líku „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Stjarnan er komin í 2-0 gegn Grindavík í undanúrslitaeinvígi liðanna í Bónus-deild karla. Stjarnan vann 100-99 sigur eftir ótrúlega dramatík og getur tryggt sér sæti í úrslitum með sigri í þriðja leik liðanna á mánudag. 24. apríl 2025 18:30