Líkt og síðustu ár mættust Holte og ASV Elite í úrslitaeinvíginu kvennamegin og líkt og fyrir ári síðan náði Holte að vinna einvígið án þess að tapa leik, eða 3-0.
Mikil spenna var þó í úrslitaeinvíginu en Holte vann alla leikina þar 3-2.
Raunar töpuðu Sara og stöllur hennar ekki einum einasta leik á tímabilinu og það var aðeins lið ASV Elite sem náði að vinna sett gegn Holte í vetur.

Karlamegin hafði svo Odense betur gegn Gentofte og vann sömuleiðis 3-0 í úrslitaeinvíginu. Ævarr Freyr hafði verið valinn frelsingi ársins en tilkynnt var um valið áður en úrslitin hófust.
Þeir Ævarr Freyr og Galdur Máni hafa áður orðið Danmerkurmeistarar með Marienlyst.
