„Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Sindri Sverrisson skrifar 24. apríl 2025 10:00 Kristaps Porzingis fékk stóran skurð á ennið en kann að höndla slíkt eins og þjálfari hans Jo Mazzulla talaði um eftir leik. Samsett/Getty Lettanum Kristaps Porzingis var ákaft fagnað í 109-100 sigri Boston Celtics á Orlando Magic í gærkvöld. Hann varð alblóðugur eftir fast olnbogaskot í þriðja leikhluta en kláraði leikinn með sárabindi og var hrósað í hástert af þjálfaranum, Joe Mazzulla. Boston er nú komið í 2-0 í einvíginu við Orlando, í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar, og Porzingis átti sinn þátt í því með tuttugu stigum og tíu fráköstum í gærkvöld. Ekki eru allir sammála um hvort olnbogaskotið frá Goga Bitadze hafi verið viljandi en Porzingis féll niður og það fossblæddi strax úr enni hans. Foul on Porzingis lol. Probably fouled him before but he’s gotta be sick after getting hit like that pic.twitter.com/WxUOLvZC3o— EJ’s Waterboy (@EJzWaterboy) April 24, 2025 Lettinn sneri hins vegar aftur með sárabindi í fjórða leikhluta, hjálpaði til við að tryggja sigurinn og hélt áfram að skora stig hjá stuðningsmönnum Boston. „Hvernig gat ég annað en komið aftur á völlinn? Bara: „Æ, ég er með fimm spor, ég get ekki spilað meira.“ Nei. Lappirnar á mér virkuðu. Það var allt í lagi og auðvitað hélt ég áfram. Þið þekkið mig líka. Ég kann að meta svona augnablik,“ sagði Porzingis. Kristaps Porzingis was born to be a Boston Celtic. pic.twitter.com/66BMntyFGz— Dante Turo (@DanteOnDeck) April 24, 2025 Samherjar hans og Mazzulla þjálfari voru heldur ekki hissa á að sjá Porzingis aftur á vellinum og Mazzulla sagði það hreinlega ánægjulegt að sjá honum blæða. „Ég kann vel að meta allt hans framferði. Hann hefur meðfæddan hæfileika til að taka hlutina mjög alvarlega en hafa á sama tíma frábæra yfirsýn. Maður sér hvað hann höndlar umhverfið vel, hvernig hann höndlar stuðningsmennina og þessi líkamlegu átök. Hann heldur alltaf jafnvægi og ég held að það hjálpi okkur,“ sagði Mazzulla áður en hann bætti við: „Mér finnst gott að sjá honum blæða á vellinum. Ég held að það sé mikilvægt.“ "I like watching him bleed on the court. I think it's important." —Joe Mazzulla on Kristaps Porzingis after Game 2 😅 pic.twitter.com/D2QhYFc28g— SportsCenter (@SportsCenter) April 24, 2025 Jaylen Brown var stigahæstur með 36 stig en Jayson Tatum var ekki með vegna meiðsla í úlnlið. Butler fór meiddur af velli Golden State Warriors urðu fyrir áfalli þegar Jimmy Butler fór meiddur af velli í 109-94 tapinu gegn Houston Rockets í gærkvöld. Beðið er eftir niðurstöðu úr myndatöku í dag til að meta hve alvarleg meiðslin eru en Butler meiddist strax í fyrsta leikhluta. Houston jafnaði með sigrinum metin í einvíginu í 1-1. Cleveland Cavaliers komust svo í 2-0 gegn Miami Heat með 121-112 sigri. NBA Mest lesið Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Sjá meira
Boston er nú komið í 2-0 í einvíginu við Orlando, í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar, og Porzingis átti sinn þátt í því með tuttugu stigum og tíu fráköstum í gærkvöld. Ekki eru allir sammála um hvort olnbogaskotið frá Goga Bitadze hafi verið viljandi en Porzingis féll niður og það fossblæddi strax úr enni hans. Foul on Porzingis lol. Probably fouled him before but he’s gotta be sick after getting hit like that pic.twitter.com/WxUOLvZC3o— EJ’s Waterboy (@EJzWaterboy) April 24, 2025 Lettinn sneri hins vegar aftur með sárabindi í fjórða leikhluta, hjálpaði til við að tryggja sigurinn og hélt áfram að skora stig hjá stuðningsmönnum Boston. „Hvernig gat ég annað en komið aftur á völlinn? Bara: „Æ, ég er með fimm spor, ég get ekki spilað meira.“ Nei. Lappirnar á mér virkuðu. Það var allt í lagi og auðvitað hélt ég áfram. Þið þekkið mig líka. Ég kann að meta svona augnablik,“ sagði Porzingis. Kristaps Porzingis was born to be a Boston Celtic. pic.twitter.com/66BMntyFGz— Dante Turo (@DanteOnDeck) April 24, 2025 Samherjar hans og Mazzulla þjálfari voru heldur ekki hissa á að sjá Porzingis aftur á vellinum og Mazzulla sagði það hreinlega ánægjulegt að sjá honum blæða. „Ég kann vel að meta allt hans framferði. Hann hefur meðfæddan hæfileika til að taka hlutina mjög alvarlega en hafa á sama tíma frábæra yfirsýn. Maður sér hvað hann höndlar umhverfið vel, hvernig hann höndlar stuðningsmennina og þessi líkamlegu átök. Hann heldur alltaf jafnvægi og ég held að það hjálpi okkur,“ sagði Mazzulla áður en hann bætti við: „Mér finnst gott að sjá honum blæða á vellinum. Ég held að það sé mikilvægt.“ "I like watching him bleed on the court. I think it's important." —Joe Mazzulla on Kristaps Porzingis after Game 2 😅 pic.twitter.com/D2QhYFc28g— SportsCenter (@SportsCenter) April 24, 2025 Jaylen Brown var stigahæstur með 36 stig en Jayson Tatum var ekki með vegna meiðsla í úlnlið. Butler fór meiddur af velli Golden State Warriors urðu fyrir áfalli þegar Jimmy Butler fór meiddur af velli í 109-94 tapinu gegn Houston Rockets í gærkvöld. Beðið er eftir niðurstöðu úr myndatöku í dag til að meta hve alvarleg meiðslin eru en Butler meiddist strax í fyrsta leikhluta. Houston jafnaði með sigrinum metin í einvíginu í 1-1. Cleveland Cavaliers komust svo í 2-0 gegn Miami Heat með 121-112 sigri.
NBA Mest lesið Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn