Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Valur Páll Eiríksson skrifar 24. apríl 2025 09:31 Vignir Vatnar Stefánsson stefnir hátt og verður sigurinn á Carlsen ekki minni hvatning á þeirri vegferð. Vísir/Ívar Ungur íslenskur stórmeistari, Vignir Vatnar Stefánsson, skalf meðan hann hafði betur gegn Norðmanninum Magnusi Carlsen á skákmóti í fyrrakvöld. Við tekur mikið flakk milli skákmóta um álfuna. „Ég er að keppa við Carlsen, what the fokk,“ sagði hinn 22 ára gamli Vignir Vatnar í beinu streymi sínu frá Titled Tuesday skákmótinu á þriðjudagskvöldið. Hann dróst þá gegn goðsögninni Magnusi Carlsen frá Noregi eftir að hafa unnið fyrstu skákir sínar á mótinu og sjokkið mikið. Og engan skal undra. Vignir að mæta einum besta skákmanni sögunnar í fyrsta sinn. „Allt í einu þegar ég fann að ég var kominn í góða stöðu var bara: shit. Svo hélt það áfram og áfram. Í útsendingunni gat ég ekki hreyft mig, ég var skjálfandi að reyna að hreyfa músina,“ segir Vignir um líðanina á meðan hraðskákinni við Carlsen stóð. Líkt og greint var frá á Vísi í gær hafði hann betur gegn Norðmanninum og er sá fyrsti frá Íslandi til að skáka Carlsen í 14 ár, og það í fyrstu tilraun. „Ég klúðraði ekki neinu sem betur fer. Þetta var algjörlega galið. Að hann vinni svo mótið, með 10 vinninga af 11, tapaði bara fyrir mér. Það gerði mig ennþá ánægðari með þetta,“ segir Vignir. „Það var líka erfitt að jafna sig eftir þetta. Maður fær svo mikið spennufall. Að vinna besta skákmann allra tíma.“ Spennufallið hafði áhrif á næstu skákir Vignis á eftir. „Ég gæti hafa tapað næstu þremur skákum á eftir en það er enginn að spyrja að því,“ segir Vignir léttur. „Maður var búinn að gera sitt, eigum við ekki að orða það þannig?“ Meðal 100 bestu sem fyrst Hvað framhaldið varðar er Vignir ekki vafa. Skákin á hug hans allan og stefnan er sett hátt. „Ég er að fara að tefla eins og brjálæðingur núna. Ég verð úti frá maí til ágúst og bý í ferðatösku. Mig langar að verða topp 100 í heiminum mjög fljótlega. Annars er að líka að reyna að vera góð fyrirmynd fyrir skák á Íslandi. Ég vil gera mitt besta í því að verða besti skákmaður landsins í dag,“ segir Vignir. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Skák Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Sjá meira
„Ég er að keppa við Carlsen, what the fokk,“ sagði hinn 22 ára gamli Vignir Vatnar í beinu streymi sínu frá Titled Tuesday skákmótinu á þriðjudagskvöldið. Hann dróst þá gegn goðsögninni Magnusi Carlsen frá Noregi eftir að hafa unnið fyrstu skákir sínar á mótinu og sjokkið mikið. Og engan skal undra. Vignir að mæta einum besta skákmanni sögunnar í fyrsta sinn. „Allt í einu þegar ég fann að ég var kominn í góða stöðu var bara: shit. Svo hélt það áfram og áfram. Í útsendingunni gat ég ekki hreyft mig, ég var skjálfandi að reyna að hreyfa músina,“ segir Vignir um líðanina á meðan hraðskákinni við Carlsen stóð. Líkt og greint var frá á Vísi í gær hafði hann betur gegn Norðmanninum og er sá fyrsti frá Íslandi til að skáka Carlsen í 14 ár, og það í fyrstu tilraun. „Ég klúðraði ekki neinu sem betur fer. Þetta var algjörlega galið. Að hann vinni svo mótið, með 10 vinninga af 11, tapaði bara fyrir mér. Það gerði mig ennþá ánægðari með þetta,“ segir Vignir. „Það var líka erfitt að jafna sig eftir þetta. Maður fær svo mikið spennufall. Að vinna besta skákmann allra tíma.“ Spennufallið hafði áhrif á næstu skákir Vignis á eftir. „Ég gæti hafa tapað næstu þremur skákum á eftir en það er enginn að spyrja að því,“ segir Vignir léttur. „Maður var búinn að gera sitt, eigum við ekki að orða það þannig?“ Meðal 100 bestu sem fyrst Hvað framhaldið varðar er Vignir ekki vafa. Skákin á hug hans allan og stefnan er sett hátt. „Ég er að fara að tefla eins og brjálæðingur núna. Ég verð úti frá maí til ágúst og bý í ferðatösku. Mig langar að verða topp 100 í heiminum mjög fljótlega. Annars er að líka að reyna að vera góð fyrirmynd fyrir skák á Íslandi. Ég vil gera mitt besta í því að verða besti skákmaður landsins í dag,“ segir Vignir. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Skák Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Sjá meira