Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Samúel Karl Ólason skrifar 23. apríl 2025 13:51 Vladimír Pútín, forseti Rússlands, á fundi hergagnaframleiðsluráðs í morgun. AP/Gavriil Grigorov Valdimír Pútín, forseti Rússlands, segir að auka þurfi hergagnaframleiðslu ríkisins enn frekar og undirbúa Rússlandi fyrir frekari stríð í framtíðinni. Hergagnaframleiðsla í Rússlandi rúmlega tvöfaldaðist á síðasta ári en Pútín segir það ekki duga til, því framtíðin nálgist óðfluga. Þetta sagði forsetinn á fundi með hergagnaframleiðsluráði Rússlands í morgun, samkvæmt frétt Moscow Times. Hann sagði það í algjörum forgangi að útvega hermönnum sem berjast í Úkraínu vopn en líta þyrfti til reynslunnar af átökum þar og hefja þróun á vopnum og hernaðaraðferðum framtíðarinnar. Á fundinum sagði Pútín að um fjögur þúsund skrið- og bryndrekar hefðu verið sendir til hermanna í Úkraínu, auk 180 flugvéla og þyrla. Þá hefðu rúmlega ein og hálf milljón dróna verið framleiddir fyrir hermenn í fyrra. „Ég veit það vel, og margir þeirra sem sitja þennan fund, að við eigum enn ekki nóg af þessum vopnum,“ sagði Pútín. Hann sagði hergagnaiðnaði Rússlands hefði verið sett enn háleitari markmið varðandi það að auka framleiðslu. „Við ættum að taka tilliti til vopnaþróunar í heiminum eins og það er hægt, það er að segja, að spá fyrir og skilja hvernig möguleg stríð framtíðarinnar verða háð. Framtíðin nálgast óðfluga.“ Pútín talaði um að auka framleiðslu ómannaðra vopna og vopnakerfa auk drónabáta. Einnig þyrfti að framleiða geislavopn sem gætu grandað drónum og flugvélum. Hann sagði einnig að notkun gervigreindar í hernaði opnaði á mikil tækifæri. Mikil hernaðaruppbygging Útlit er fyrir umfangsmikla hernaðaruppbyggingu í Evrópu á komandi árum. Ráðamenn í Evrópu búast við því að þegar stríðinu í Úkraínu lýkur muni Rússar þurfa allt frá þremur til tíu árum til að byggja upp herafla sinn að nýju. Margir óttast að í kjölfar þess gætu Rússar látið til sín taka annars staðar í Evrópu og þá helst fyrir botni Eystrasalts. Ofan á það bætist ótti ráðamanna í Evrópu um að ekki sé lengur hægt að reiða á það að Bandaríkjamenn komi Evrópu til aðstoðar. Rússland Vladimír Pútín Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Úkraínufundinum í London frestað Friðarviðræðum sem halda átti í London vegna Úkraínustríðsins í dag var aflýst nú í morgunsárið. 23. apríl 2025 07:55 Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur stungið upp á því að hann muni stöðva innrás sína í Úkraínu og láta af kröfum sínum til afganga fjögurra héraða í Úkraínu, sem Rússar stjórna ekki að fullu. Þetta segist hann tilbúinn til að gera í skiptum fyrir viðurkenningu Bandaríkjanna á eignarrétti Rússa á Krímskaga, sem var innlimaður ólöglega árið 2014. 22. apríl 2025 19:55 Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir koma til greina að Bandaríkin hætti aðkomu sinni að friðarviðræðum milli Rússlands og Úkraínu ef vinnunni miðar ekki áfram á næstu dögum. Viðræður hafa staðið yfir í fleiri mánuði en ekki hefur tekist að binda enda á átökin. 18. apríl 2025 10:54 Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Fjórir rússneskir blaðamenn voru í dag dæmdir til fimm og hálfs árs fangelsisvistar fyrir samstarf sitt við stjórnarandstæðinginn Alexei Navalní. 15. apríl 2025 21:46 Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að Volódómír Selenskí Úkraínuforseti sé ábyrgur fyrir stríðsástandinu í landinu. 15. apríl 2025 06:59 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Þetta sagði forsetinn á fundi með hergagnaframleiðsluráði Rússlands í morgun, samkvæmt frétt Moscow Times. Hann sagði það í algjörum forgangi að útvega hermönnum sem berjast í Úkraínu vopn en líta þyrfti til reynslunnar af átökum þar og hefja þróun á vopnum og hernaðaraðferðum framtíðarinnar. Á fundinum sagði Pútín að um fjögur þúsund skrið- og bryndrekar hefðu verið sendir til hermanna í Úkraínu, auk 180 flugvéla og þyrla. Þá hefðu rúmlega ein og hálf milljón dróna verið framleiddir fyrir hermenn í fyrra. „Ég veit það vel, og margir þeirra sem sitja þennan fund, að við eigum enn ekki nóg af þessum vopnum,“ sagði Pútín. Hann sagði hergagnaiðnaði Rússlands hefði verið sett enn háleitari markmið varðandi það að auka framleiðslu. „Við ættum að taka tilliti til vopnaþróunar í heiminum eins og það er hægt, það er að segja, að spá fyrir og skilja hvernig möguleg stríð framtíðarinnar verða háð. Framtíðin nálgast óðfluga.“ Pútín talaði um að auka framleiðslu ómannaðra vopna og vopnakerfa auk drónabáta. Einnig þyrfti að framleiða geislavopn sem gætu grandað drónum og flugvélum. Hann sagði einnig að notkun gervigreindar í hernaði opnaði á mikil tækifæri. Mikil hernaðaruppbygging Útlit er fyrir umfangsmikla hernaðaruppbyggingu í Evrópu á komandi árum. Ráðamenn í Evrópu búast við því að þegar stríðinu í Úkraínu lýkur muni Rússar þurfa allt frá þremur til tíu árum til að byggja upp herafla sinn að nýju. Margir óttast að í kjölfar þess gætu Rússar látið til sín taka annars staðar í Evrópu og þá helst fyrir botni Eystrasalts. Ofan á það bætist ótti ráðamanna í Evrópu um að ekki sé lengur hægt að reiða á það að Bandaríkjamenn komi Evrópu til aðstoðar.
Rússland Vladimír Pútín Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Úkraínufundinum í London frestað Friðarviðræðum sem halda átti í London vegna Úkraínustríðsins í dag var aflýst nú í morgunsárið. 23. apríl 2025 07:55 Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur stungið upp á því að hann muni stöðva innrás sína í Úkraínu og láta af kröfum sínum til afganga fjögurra héraða í Úkraínu, sem Rússar stjórna ekki að fullu. Þetta segist hann tilbúinn til að gera í skiptum fyrir viðurkenningu Bandaríkjanna á eignarrétti Rússa á Krímskaga, sem var innlimaður ólöglega árið 2014. 22. apríl 2025 19:55 Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir koma til greina að Bandaríkin hætti aðkomu sinni að friðarviðræðum milli Rússlands og Úkraínu ef vinnunni miðar ekki áfram á næstu dögum. Viðræður hafa staðið yfir í fleiri mánuði en ekki hefur tekist að binda enda á átökin. 18. apríl 2025 10:54 Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Fjórir rússneskir blaðamenn voru í dag dæmdir til fimm og hálfs árs fangelsisvistar fyrir samstarf sitt við stjórnarandstæðinginn Alexei Navalní. 15. apríl 2025 21:46 Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að Volódómír Selenskí Úkraínuforseti sé ábyrgur fyrir stríðsástandinu í landinu. 15. apríl 2025 06:59 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Úkraínufundinum í London frestað Friðarviðræðum sem halda átti í London vegna Úkraínustríðsins í dag var aflýst nú í morgunsárið. 23. apríl 2025 07:55
Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur stungið upp á því að hann muni stöðva innrás sína í Úkraínu og láta af kröfum sínum til afganga fjögurra héraða í Úkraínu, sem Rússar stjórna ekki að fullu. Þetta segist hann tilbúinn til að gera í skiptum fyrir viðurkenningu Bandaríkjanna á eignarrétti Rússa á Krímskaga, sem var innlimaður ólöglega árið 2014. 22. apríl 2025 19:55
Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir koma til greina að Bandaríkin hætti aðkomu sinni að friðarviðræðum milli Rússlands og Úkraínu ef vinnunni miðar ekki áfram á næstu dögum. Viðræður hafa staðið yfir í fleiri mánuði en ekki hefur tekist að binda enda á átökin. 18. apríl 2025 10:54
Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Fjórir rússneskir blaðamenn voru í dag dæmdir til fimm og hálfs árs fangelsisvistar fyrir samstarf sitt við stjórnarandstæðinginn Alexei Navalní. 15. apríl 2025 21:46
Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að Volódómír Selenskí Úkraínuforseti sé ábyrgur fyrir stríðsástandinu í landinu. 15. apríl 2025 06:59