„Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar 23. apríl 2025 09:01 Við þekkjum öll ævintýri og kvikmyndir þar sem stjúpmamman er vond við stjúpbörn sín og reynir allt hvað hún getur til að þau öðlist ekki þá hamingju sem þau eiga skilið. Lætur stjúpbarnið eða börnin þræla fyrir sig, sendir þau út í skóg til að deyja eins og Hans og Grétu eða beitir jafnvel göldrum til að drepa stjúpbörnin, eins og í Mjallhvíti, þar sem stjúpmóðir hennar gefur henni eitrað epli. Langoftast er öfundsýki stjúpunnar ástæðan fyrir þessum illu gjörðum. Þessi ævintýri enda þó yfirleitt alltaf vel fyrir börnin og vondu stjúpunni hefnist að sjálfsögðu grimmilega fyrir. Þjóðfræðingar hafa verið iðnir við að skoða og greina ævintýri. Það má til dæmis skoða útgáfu Disney á kvikmyndum, hvernig þau hafa haft áhrif á það hvernig við sjáum ævintýrin fyrir okkur. Það var ekki fyrr en rithöfundar og aðrir fræðimenn fóru að rýna betur í efnið að það kom í ljós að jákvæðar hjálparlausar hetjur og vondar gamlar konur virðast vera algengar staðalmyndir í þessum kvikmyndum. Ójafnvægið milli góðs og ills í þessum myndum hefur haft áhrif á skynjun samtímans á ævintýrin, þar sem dimm og skelfileg öfl ráða ríkjum fram að síðasta augnabliki. Þá nær réttlætið og góðvildin að sigra það illa á hreint ótrúlegan hátt. Grimms bræður gáfu út ævintýrasafn sitt Kinder- und Hausmärchen árið1812 og nutu þeir mikilla vinsælda með útgáfu sinni, þeir gáfu safnið svo út aftur þar sem þeir höfðu gert breytingar á sumum sögunum. Þær breytingar voru meðal annars að þeir sem vondir voru fengu verri örlög en í fyrri útgáfu. Þeir breyttu t.d. sögunni um Hans og Grétu, en í upprunalegu sögunni voru það bæði móðirin og faðirinn sem vildu yfirgefa börnin. Í næstu útgáfu var faðirinn sorgmæddur yfir að þurfa að yfirgefa börnin og svo breyttu þeir móðurinni í stjúpmóður. Illar stjúpur koma mikið fyrir í ævintýraheiminum. Refsing illmenna sagnanna er yfirleitt vægðarlaus, en í flestum þjóðsagnasöfnum frá 19. öld voru refsingarnar pyntingar eða aftökur. Í sumum tilfellum var ofbeldi jafnvel bætt við sögurnar til að gera þær áhugaverðari. Í gegnum æviskeið okkar höfum við fylgst með illsku og örlögum vondu stjúpunnar í gegnum teiknimyndir, ævintýri sem lesin voru fyrir okkur og við svo lesið síðar. Geta þessi ævintýri orðið til þess að fólk lítur öðrum augum á stjúpmæður almennt? þá helst meðal barna sem ekki hafa upplifað skilnað foreldra sinna eða annara nákominna og halda kannski að allar stjúpmæður séu vondar. Eins og við flest vitum eiga stjúpmæður ævintýranna fátt sameiginlegt með stjúpmæðrum í raunveruleikanum. Hvað sem því líður hefur það sýnt sig að þessi neikvæða ímynd er oft í algjörri andstæðu við þá ákefð sem stjúpmæður leggja á sig til að sýna stjúpbörnum sínum ást og veita þeim umhyggju og öryggi. Vangaveltur mínar eru ekki af ástæðulausu, heldur heyrði ég útundan mér fyrir stuttu barn spyrja annað barn: Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku? Líklega var meiningin ekki mikil á bak við þessi orð, mögulega var þetta sagt sem einhverskonar grín þó svo ég hafi ekki tekið eftir því, vonandi var það svo, og að bæði börn og fullorðnir nái að aðskilja ævintýraheiminn við raunveruleikann. Engu að síður er það ljóst að ævintýri hafa áhrif á viðhorf okkar og heimsmynd og mikilvægt að vera vakandi fyrir því. Höfundur er þjóðfræðinemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástin og lífið Fjölskyldumál Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal Skoðun Skoðun Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Sjá meira
Við þekkjum öll ævintýri og kvikmyndir þar sem stjúpmamman er vond við stjúpbörn sín og reynir allt hvað hún getur til að þau öðlist ekki þá hamingju sem þau eiga skilið. Lætur stjúpbarnið eða börnin þræla fyrir sig, sendir þau út í skóg til að deyja eins og Hans og Grétu eða beitir jafnvel göldrum til að drepa stjúpbörnin, eins og í Mjallhvíti, þar sem stjúpmóðir hennar gefur henni eitrað epli. Langoftast er öfundsýki stjúpunnar ástæðan fyrir þessum illu gjörðum. Þessi ævintýri enda þó yfirleitt alltaf vel fyrir börnin og vondu stjúpunni hefnist að sjálfsögðu grimmilega fyrir. Þjóðfræðingar hafa verið iðnir við að skoða og greina ævintýri. Það má til dæmis skoða útgáfu Disney á kvikmyndum, hvernig þau hafa haft áhrif á það hvernig við sjáum ævintýrin fyrir okkur. Það var ekki fyrr en rithöfundar og aðrir fræðimenn fóru að rýna betur í efnið að það kom í ljós að jákvæðar hjálparlausar hetjur og vondar gamlar konur virðast vera algengar staðalmyndir í þessum kvikmyndum. Ójafnvægið milli góðs og ills í þessum myndum hefur haft áhrif á skynjun samtímans á ævintýrin, þar sem dimm og skelfileg öfl ráða ríkjum fram að síðasta augnabliki. Þá nær réttlætið og góðvildin að sigra það illa á hreint ótrúlegan hátt. Grimms bræður gáfu út ævintýrasafn sitt Kinder- und Hausmärchen árið1812 og nutu þeir mikilla vinsælda með útgáfu sinni, þeir gáfu safnið svo út aftur þar sem þeir höfðu gert breytingar á sumum sögunum. Þær breytingar voru meðal annars að þeir sem vondir voru fengu verri örlög en í fyrri útgáfu. Þeir breyttu t.d. sögunni um Hans og Grétu, en í upprunalegu sögunni voru það bæði móðirin og faðirinn sem vildu yfirgefa börnin. Í næstu útgáfu var faðirinn sorgmæddur yfir að þurfa að yfirgefa börnin og svo breyttu þeir móðurinni í stjúpmóður. Illar stjúpur koma mikið fyrir í ævintýraheiminum. Refsing illmenna sagnanna er yfirleitt vægðarlaus, en í flestum þjóðsagnasöfnum frá 19. öld voru refsingarnar pyntingar eða aftökur. Í sumum tilfellum var ofbeldi jafnvel bætt við sögurnar til að gera þær áhugaverðari. Í gegnum æviskeið okkar höfum við fylgst með illsku og örlögum vondu stjúpunnar í gegnum teiknimyndir, ævintýri sem lesin voru fyrir okkur og við svo lesið síðar. Geta þessi ævintýri orðið til þess að fólk lítur öðrum augum á stjúpmæður almennt? þá helst meðal barna sem ekki hafa upplifað skilnað foreldra sinna eða annara nákominna og halda kannski að allar stjúpmæður séu vondar. Eins og við flest vitum eiga stjúpmæður ævintýranna fátt sameiginlegt með stjúpmæðrum í raunveruleikanum. Hvað sem því líður hefur það sýnt sig að þessi neikvæða ímynd er oft í algjörri andstæðu við þá ákefð sem stjúpmæður leggja á sig til að sýna stjúpbörnum sínum ást og veita þeim umhyggju og öryggi. Vangaveltur mínar eru ekki af ástæðulausu, heldur heyrði ég útundan mér fyrir stuttu barn spyrja annað barn: Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku? Líklega var meiningin ekki mikil á bak við þessi orð, mögulega var þetta sagt sem einhverskonar grín þó svo ég hafi ekki tekið eftir því, vonandi var það svo, og að bæði börn og fullorðnir nái að aðskilja ævintýraheiminn við raunveruleikann. Engu að síður er það ljóst að ævintýri hafa áhrif á viðhorf okkar og heimsmynd og mikilvægt að vera vakandi fyrir því. Höfundur er þjóðfræðinemi.
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar