Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Atli Ísleifsson skrifar 22. apríl 2025 15:04 Lögregla girti af stórt svæði í kjölfar árásarinnar. AP Tuttugu og fjórir hið minnsta eru látnir eftir að hópur manna hóf skothríð í átt að ferðamönnum í Kasmír-héraði í Indlandi fyrr í dag. AP hefur eftir lögreglu á Indlandi að árásinni sé lýst sem hryðjuverkaárás sem framin hafi verið af uppreisnarmönnum sem hafa barist gegn indverskum yfirráðum héraðsins. Lögregla girti af stórt svæði í kjölfar árásarinnar. Héraðsstjórinn Omar Abdullah segir að árásin sé sú stærsta sem hefur beinst gegn almennum borgurum í héraðinu í mörg ár. Forsætisráðherrann Narendra Modi segir ljóst að árásarmennirnir verði dregnir til ábyrgðar og að stjórnvöld séu nú enn staðráðnari í að berjast gegn hryðjuverkastarfsemi í landinu. Fyrstu fréttir hermdu að árásin hafi átt sér stað við Baisaran-engina, um fimm kílómetra frá bænum Pahalgam sem oft hefur verið lýst sem „Sviss Indlands“. Milljónir ferðamanna heimsækja Kasmír á ári hverju. Enn sem komið er hefur enginn hópur lýst yfir ábyrgð á árásinni, en íslamskir uppreisnarhópar hafa reglulega staðið fyrir árásum frá 1989 þó að þeim hafi farið fækkandi á síðustu árum. Tugir þúsunda manna hafa látið lífið í árásum uppreisnarhópa í Kasmír síðustu áratugina. Stjórnvöld í Indlandi og Pakistan ráða hvort um sig yfir hluta Kasmír-héraðs þó að geri bæði tilkall til héraðsins í heild sinni. Múslímar eru í meirihluta í Kasmír-héraði en héraðinu var skipt upp í kjölfar sjálfstæðis Indlands frá Bretlandi og myndun Pakistans árið 1947. Indland Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Sjá meira
AP hefur eftir lögreglu á Indlandi að árásinni sé lýst sem hryðjuverkaárás sem framin hafi verið af uppreisnarmönnum sem hafa barist gegn indverskum yfirráðum héraðsins. Lögregla girti af stórt svæði í kjölfar árásarinnar. Héraðsstjórinn Omar Abdullah segir að árásin sé sú stærsta sem hefur beinst gegn almennum borgurum í héraðinu í mörg ár. Forsætisráðherrann Narendra Modi segir ljóst að árásarmennirnir verði dregnir til ábyrgðar og að stjórnvöld séu nú enn staðráðnari í að berjast gegn hryðjuverkastarfsemi í landinu. Fyrstu fréttir hermdu að árásin hafi átt sér stað við Baisaran-engina, um fimm kílómetra frá bænum Pahalgam sem oft hefur verið lýst sem „Sviss Indlands“. Milljónir ferðamanna heimsækja Kasmír á ári hverju. Enn sem komið er hefur enginn hópur lýst yfir ábyrgð á árásinni, en íslamskir uppreisnarhópar hafa reglulega staðið fyrir árásum frá 1989 þó að þeim hafi farið fækkandi á síðustu árum. Tugir þúsunda manna hafa látið lífið í árásum uppreisnarhópa í Kasmír síðustu áratugina. Stjórnvöld í Indlandi og Pakistan ráða hvort um sig yfir hluta Kasmír-héraðs þó að geri bæði tilkall til héraðsins í heild sinni. Múslímar eru í meirihluta í Kasmír-héraði en héraðinu var skipt upp í kjölfar sjálfstæðis Indlands frá Bretlandi og myndun Pakistans árið 1947.
Indland Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Sjá meira