„Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. apríl 2025 10:01 Valsstelpur fagna eftir að hafa unnið Scania Cup á annan í páskum. kristinn magnússon Páskahelgin var eftirminnileg fyrir stelpurnar í 8. flokki Vals í körfubolta. Þær unnu þá Scania Cup í Svíþjóð. Annar þjálfara liðsins segir að það hafi lent í ýmsu mótlæti á leið sinni að titlinum en sigrast á því og eigi framtíðina fyrir sér. Valur tapaði fyrsta leik sínum á Scania Cup fyrir Kungsholmen Basket frá Svíþjóð, 54-47, en vann næstu fimm leikina og stóð uppi sem sigurvegari á mótinu. Í úrslitaleiknum hefndi Valur fyrir tapið fyrir Kungsholmen og vann átta stiga sigur, 38-30. „Í fyrsta leiknum á föstudaginn mættum við Kungsholmen. Við vorum fimmtán stigum yfir í hálfleik en lentum í miklum villuvandræðum og enduðum á að tapa naumlega. Eftir það var heit ósk okkar að fá að spila aftur við þetta lið,“ sagði Ólöf Helga Pálsdóttir sem þjálfar Valsliðið ásamt Sveinbirni Ásgeirssyni. Dóttir hans, Rún, var valin Scania Queen en hún skoraði 21 stig í úrslitaleiknum og 27,7 stig að meðaltali í leik. Valskonur þurftu að vera árrisular um páskana enda voru leikir snemma á morgnana. „Við áttum leiki á föstudag og laugardag klukkan átta að sænskum tíma sem er sex að íslenskum tíma. Við vorum þá að vakna klukkan fjögur á nóttunni. Þetta eru unglingar en þær voru ótrúlega flottar,“ sagði Ólöf en í átta liða úrslitunum sigraði Valur Stjörnuna, 37-57. Fengu óskina uppfyllta „Við unnum alla leikina nokkuð örugglega, með 10-12 stigum, og fengum ósk okkar uppfyllta, að mæta Kungsholmen aftur. Við fengum loksins að sofa út, áttum leik klukkan 12:30 og það var alveg troðið. Fólk komst varla fyrir því þetta var í minni sal. Við vorum staðráðnar í að vinna þrátt fyrir mikið mótlæti. Við vorum með miklu lægra lið. Þær voru með stelpur sem voru alveg 188 cm á hæð og þrjár yfir 185. Hæsta hjá mér er 1,72 eða 1,73.“ Leikir Vals á Scania Cup Riðlakeppni Kungsholmen Basket 54-47 Valur Valur 67-52 EBT 16-liða úrslit Fryshuset Basket 50-62 Valur 8-liða úrslit Stjarnan 37-57 Valur Undanúrslit Helmi Basket 37-62 Valur Úrslit Valur 38-30 Kungsholmen Basket Að sögn Ólafar er Valsliðið vel á sig komið og réði því við að spila sex leiki á fjórum dögum, þar af tvisvar sinnum tvo leiki á dag. „Við erum búnar að æfa eins og skepnur í vetur. Þær lyfta tvisvar í viku og vorum greinilega sterkastar og í besta forminu. Við erum á æfingu klukkan sjö á föstudögum, í kolniðamyrkri og skítakulda yfir hávetur þannig þær kalla ekki allt ömmu sína. Ég er mjög ánægður með þessar stelpur. Þær eru ekkert smá flottar,“ sagði Ólöf. Hún segir að Valsliðið hafi ekki mætt til leiks á Scania Cup með föst markmið en eftir því sem leið á mótið hafi þær áttað sig á að þær gætu farið alla leið. Engir árekstrar við fermingar Stelpurnar í Valsliðinu eru í 8. bekk, á fermingaraldri. Núna er fermingartíð en þær stönguðust ekki við mótið. „Þetta rétt slapp. Þær eru nokkrar búnar að fermast, ein á fimmtudaginn og nokkrar um helgina,“ sagði Ólöf. Leikmenn Vals Rún Sveinbjörnsdóttir Íris Lóa Hermannsdóttir Heiðrún Helena Svansdóttir Eyja Garðarsdóttir Elma Kristín Stefánsdóttir Hugrún Edda Kristinsdóttir Fransiska Ingadóttir Ella Theodora Kazooba Devos Nína Gísladóttir Þrjú íslensk lið kepptu í 8. flokki kvenna en auk Vals og Stjörnunnar sendi Njarðvík lið til leiks. Þessi fjöldi vakti athygli. „Fólk átti ekki orð yfir því hvað við vorum með sterka leikmenn í körfubolta frá svona litlu landi og hvað þá að vinna allt mótið,“ sagði Ólöf. Þurfa að bæta afreksþáttinn Þetta er þriðja árið í röð sem íslenskt kvennalið vinnur Scania Cup. Keflavík vann í 7. flokki í hitteðfyrra og Stjarnan í sama flokki í fyrra. „Ég hef verið að þjálfa U-15 ára landsliðið undanfarin ár og maður sér bara með hverjum árganginum hvað þær eru að vera sterkari. Við á Íslandi erum svolítið á undan í þjálfun upp í 10. bekk,“ sagði Ólöf. „Svo fara þessar stærri þjóðir í meiri afreksvinnu og við stöðnum aðeins. Við þurfum að vinna í þessum afreksþætti og skoða hvað við þurfum að gera til að halda áfram að bæta okkur og verða sterkari, sérstaklega þegar við erum komnar með smá forskot á þessum aldri,“ sagði Ólöf að endingu. Körfubolti Valur Íþróttir barna Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Í beinni: Þýskaland - Spánn | Hvort mætir Englendingum? Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Golf Fleiri fréttir Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sjá meira
Valur tapaði fyrsta leik sínum á Scania Cup fyrir Kungsholmen Basket frá Svíþjóð, 54-47, en vann næstu fimm leikina og stóð uppi sem sigurvegari á mótinu. Í úrslitaleiknum hefndi Valur fyrir tapið fyrir Kungsholmen og vann átta stiga sigur, 38-30. „Í fyrsta leiknum á föstudaginn mættum við Kungsholmen. Við vorum fimmtán stigum yfir í hálfleik en lentum í miklum villuvandræðum og enduðum á að tapa naumlega. Eftir það var heit ósk okkar að fá að spila aftur við þetta lið,“ sagði Ólöf Helga Pálsdóttir sem þjálfar Valsliðið ásamt Sveinbirni Ásgeirssyni. Dóttir hans, Rún, var valin Scania Queen en hún skoraði 21 stig í úrslitaleiknum og 27,7 stig að meðaltali í leik. Valskonur þurftu að vera árrisular um páskana enda voru leikir snemma á morgnana. „Við áttum leiki á föstudag og laugardag klukkan átta að sænskum tíma sem er sex að íslenskum tíma. Við vorum þá að vakna klukkan fjögur á nóttunni. Þetta eru unglingar en þær voru ótrúlega flottar,“ sagði Ólöf en í átta liða úrslitunum sigraði Valur Stjörnuna, 37-57. Fengu óskina uppfyllta „Við unnum alla leikina nokkuð örugglega, með 10-12 stigum, og fengum ósk okkar uppfyllta, að mæta Kungsholmen aftur. Við fengum loksins að sofa út, áttum leik klukkan 12:30 og það var alveg troðið. Fólk komst varla fyrir því þetta var í minni sal. Við vorum staðráðnar í að vinna þrátt fyrir mikið mótlæti. Við vorum með miklu lægra lið. Þær voru með stelpur sem voru alveg 188 cm á hæð og þrjár yfir 185. Hæsta hjá mér er 1,72 eða 1,73.“ Leikir Vals á Scania Cup Riðlakeppni Kungsholmen Basket 54-47 Valur Valur 67-52 EBT 16-liða úrslit Fryshuset Basket 50-62 Valur 8-liða úrslit Stjarnan 37-57 Valur Undanúrslit Helmi Basket 37-62 Valur Úrslit Valur 38-30 Kungsholmen Basket Að sögn Ólafar er Valsliðið vel á sig komið og réði því við að spila sex leiki á fjórum dögum, þar af tvisvar sinnum tvo leiki á dag. „Við erum búnar að æfa eins og skepnur í vetur. Þær lyfta tvisvar í viku og vorum greinilega sterkastar og í besta forminu. Við erum á æfingu klukkan sjö á föstudögum, í kolniðamyrkri og skítakulda yfir hávetur þannig þær kalla ekki allt ömmu sína. Ég er mjög ánægður með þessar stelpur. Þær eru ekkert smá flottar,“ sagði Ólöf. Hún segir að Valsliðið hafi ekki mætt til leiks á Scania Cup með föst markmið en eftir því sem leið á mótið hafi þær áttað sig á að þær gætu farið alla leið. Engir árekstrar við fermingar Stelpurnar í Valsliðinu eru í 8. bekk, á fermingaraldri. Núna er fermingartíð en þær stönguðust ekki við mótið. „Þetta rétt slapp. Þær eru nokkrar búnar að fermast, ein á fimmtudaginn og nokkrar um helgina,“ sagði Ólöf. Leikmenn Vals Rún Sveinbjörnsdóttir Íris Lóa Hermannsdóttir Heiðrún Helena Svansdóttir Eyja Garðarsdóttir Elma Kristín Stefánsdóttir Hugrún Edda Kristinsdóttir Fransiska Ingadóttir Ella Theodora Kazooba Devos Nína Gísladóttir Þrjú íslensk lið kepptu í 8. flokki kvenna en auk Vals og Stjörnunnar sendi Njarðvík lið til leiks. Þessi fjöldi vakti athygli. „Fólk átti ekki orð yfir því hvað við vorum með sterka leikmenn í körfubolta frá svona litlu landi og hvað þá að vinna allt mótið,“ sagði Ólöf. Þurfa að bæta afreksþáttinn Þetta er þriðja árið í röð sem íslenskt kvennalið vinnur Scania Cup. Keflavík vann í 7. flokki í hitteðfyrra og Stjarnan í sama flokki í fyrra. „Ég hef verið að þjálfa U-15 ára landsliðið undanfarin ár og maður sér bara með hverjum árganginum hvað þær eru að vera sterkari. Við á Íslandi erum svolítið á undan í þjálfun upp í 10. bekk,“ sagði Ólöf. „Svo fara þessar stærri þjóðir í meiri afreksvinnu og við stöðnum aðeins. Við þurfum að vinna í þessum afreksþætti og skoða hvað við þurfum að gera til að halda áfram að bæta okkur og verða sterkari, sérstaklega þegar við erum komnar með smá forskot á þessum aldri,“ sagði Ólöf að endingu.
Riðlakeppni Kungsholmen Basket 54-47 Valur Valur 67-52 EBT 16-liða úrslit Fryshuset Basket 50-62 Valur 8-liða úrslit Stjarnan 37-57 Valur Undanúrslit Helmi Basket 37-62 Valur Úrslit Valur 38-30 Kungsholmen Basket
Rún Sveinbjörnsdóttir Íris Lóa Hermannsdóttir Heiðrún Helena Svansdóttir Eyja Garðarsdóttir Elma Kristín Stefánsdóttir Hugrún Edda Kristinsdóttir Fransiska Ingadóttir Ella Theodora Kazooba Devos Nína Gísladóttir
Körfubolti Valur Íþróttir barna Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Í beinni: Þýskaland - Spánn | Hvort mætir Englendingum? Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Golf Fleiri fréttir Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sjá meira