Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar 23. apríl 2025 07:02 Samfélagið okkar breytist hratt og stöðugt. Fólk hefur mismunandi bakgrunn, reynslu og lífssýn og það er mikilvægt að skólakerfið taki mið af því. Eitt skref í þá átt er að kenna kynjafræði í framhaldsskólum. Það er fræðsla sem hjálpar ungu fólki að hugsa gagnrýnið, skilja heiminn betur og taka þátt í að byggja sanngjarnt og virkt samfélag. Kynjafræði snýst ekki bara um kyn eða jafnrétti kynjanna. Hún snýst um hvernig samfélagið mótar hugmyndir okkar um fólk, hlutverk, vald, tækifæri og hvernig við sjáum okkur sjálf og aðra. Hún hjálpar okkur að átta okkur á staðalmyndum og væntingum sem við tökum stundum sem sjálfsögðum hlut. Í kynjafræðiáföngum fá nemendur tækifæri til að ræða og skoða mikilvæg málefni eins og mannréttindi, fjölmenningu, kynhlutverk, stéttaskiptingu og birtingarmyndir þeirra í fjölmiðlum og daglegu lífi. Þeir læra að greina forréttindi, vald og mismunun og hvernig hægt er að bregðast við því með virðingu og samkennd. Það hafa heyrst raddir sem gagnrýna kynjafræðikennslu sem einhliða eða jafnvel sem einhvers konar pólitíska „innrætingu.“ Það er mikilvægt að hlusta á slíkar áhyggjur og svara þeim með skýrleika og virðingu. Gengur ekki út á að karlar séu vondir Kynjafræði gengur ekki út á að konur séu alltaf fórnarlömb eða að karlar séu vondir. Hún skoðar hvernig félagslegar hugmyndir um kyn geta bitnað á öllum, líka á drengjum. Hún sýnir hvernig þröngar hugmyndir um karlmennsku, til dæmis að karlar megi ekki sýna tilfinningar eða þurfi að vera harðir, geta skaðað sjálfsmynd og vellíðan þeirra. Það að ræða þetta er ekki kúgun heldur frelsun. Jafnréttisfræðsla gengur ekki út á að skipa fólki fyrir. Hún snýst um að auka skilning, virðingu og sjálfstæða hugsun. Að kenna ungu fólki að spyrja spurninga, hlusta á aðra og móta eigin skoðanir byggðar á upplýsingum er ekki stjórnun, það er lýðræði í verki. Að því sögðu má líka vel vera að fleiri þurfi að stíga fram og standa vörð um jafnvægi í námsvali og það er gild umræða hvort Íslandssagan fái nægilegt vægi. Slíkt samtal er mikilvægt. En það á ekki að koma niður á kynjafræði, heldur hvetja til þess að skólakerfið bjóði upp á fjölbreytta og vel ígrundaða fræðslu. Góð fræðsla gengur ekki bara út á að upplýsa nemendur, hún mótar virka þátttakendur í lýðræðissamfélagi. Nemendur læra að tjá sig með rökum, hlusta á ólíkar raddir og mynda sér sjálfstæða skoðun. Þeir skilja að réttindi annarra eru ekki ógn heldur hluti af réttlæti sem allir njóta góðs af. Spurningin er því ekki hvort kynjafræði eigi heima í skólum, heldur hvers vegna hún hafi ekki verið þar miklu fyrr. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eydís Ásbjörnsdóttir Skóla- og menntamál Alþingi Samfylkingin Mest lesið Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Utanríkis- og varnarmál Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Samfélagið okkar breytist hratt og stöðugt. Fólk hefur mismunandi bakgrunn, reynslu og lífssýn og það er mikilvægt að skólakerfið taki mið af því. Eitt skref í þá átt er að kenna kynjafræði í framhaldsskólum. Það er fræðsla sem hjálpar ungu fólki að hugsa gagnrýnið, skilja heiminn betur og taka þátt í að byggja sanngjarnt og virkt samfélag. Kynjafræði snýst ekki bara um kyn eða jafnrétti kynjanna. Hún snýst um hvernig samfélagið mótar hugmyndir okkar um fólk, hlutverk, vald, tækifæri og hvernig við sjáum okkur sjálf og aðra. Hún hjálpar okkur að átta okkur á staðalmyndum og væntingum sem við tökum stundum sem sjálfsögðum hlut. Í kynjafræðiáföngum fá nemendur tækifæri til að ræða og skoða mikilvæg málefni eins og mannréttindi, fjölmenningu, kynhlutverk, stéttaskiptingu og birtingarmyndir þeirra í fjölmiðlum og daglegu lífi. Þeir læra að greina forréttindi, vald og mismunun og hvernig hægt er að bregðast við því með virðingu og samkennd. Það hafa heyrst raddir sem gagnrýna kynjafræðikennslu sem einhliða eða jafnvel sem einhvers konar pólitíska „innrætingu.“ Það er mikilvægt að hlusta á slíkar áhyggjur og svara þeim með skýrleika og virðingu. Gengur ekki út á að karlar séu vondir Kynjafræði gengur ekki út á að konur séu alltaf fórnarlömb eða að karlar séu vondir. Hún skoðar hvernig félagslegar hugmyndir um kyn geta bitnað á öllum, líka á drengjum. Hún sýnir hvernig þröngar hugmyndir um karlmennsku, til dæmis að karlar megi ekki sýna tilfinningar eða þurfi að vera harðir, geta skaðað sjálfsmynd og vellíðan þeirra. Það að ræða þetta er ekki kúgun heldur frelsun. Jafnréttisfræðsla gengur ekki út á að skipa fólki fyrir. Hún snýst um að auka skilning, virðingu og sjálfstæða hugsun. Að kenna ungu fólki að spyrja spurninga, hlusta á aðra og móta eigin skoðanir byggðar á upplýsingum er ekki stjórnun, það er lýðræði í verki. Að því sögðu má líka vel vera að fleiri þurfi að stíga fram og standa vörð um jafnvægi í námsvali og það er gild umræða hvort Íslandssagan fái nægilegt vægi. Slíkt samtal er mikilvægt. En það á ekki að koma niður á kynjafræði, heldur hvetja til þess að skólakerfið bjóði upp á fjölbreytta og vel ígrundaða fræðslu. Góð fræðsla gengur ekki bara út á að upplýsa nemendur, hún mótar virka þátttakendur í lýðræðissamfélagi. Nemendur læra að tjá sig með rökum, hlusta á ólíkar raddir og mynda sér sjálfstæða skoðun. Þeir skilja að réttindi annarra eru ekki ógn heldur hluti af réttlæti sem allir njóta góðs af. Spurningin er því ekki hvort kynjafræði eigi heima í skólum, heldur hvers vegna hún hafi ekki verið þar miklu fyrr. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun