Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Lovísa Arnardóttir skrifar 22. apríl 2025 09:16 Breki og Katrín segja Ingu ekki hafa verið heima en maðurinn hennar tók við fötunni. Samsett Katrín Eir Ásgeirsdóttir, forseti KÍNEMA, nemendafélags Kvikmyndaskóla Íslands og Breki Snær Baldursson, varaforseti, félagsins fóru með tíu leggja fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum til Ingu Sæland, félags- og vinnumarkaðsráðherra, í tilraun til að fá hana til að bjarga Kvikmyndaskólanum. Katrín og Breki ræddu mál skólans í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Þung og erfið,“ segir Breki um síðustu daga í skólanum. Þau hafi unnið stanslaust að því að finna lausn til að halda skólanum opnum en tilkynnt var um það fyrir páska að skólinn væri gjaldþrota og að koma ætti nemendum í Tækniskólann til að ljúka námi sínu. Á miðvikudag var svo tilkynnt að Rafmennt hefði keypt þrotabú skólans ásamt nafni hans, vörumerki, búnaði og öðrum verðmætum. Fundað verður með starfsfólki og nemendum í dag og á morgun. Breki Snær segist hafa frétt af lokuninni á sama tíma og greint var frá því í fjölmiðlum en þeim hafi verið greint frá gjaldþrotinu í mars. Katrín Eir segist helst berjast fyrir því að gæði náms haldist það sama og það hafi verið mikið sjokk að þau ættu að fara í Tækniskólann. Óvíst hafi verið hvort gæðin myndu halda sér. Breki Snær segir að einnig hafi þau barist fyrir því að fá að ljúka náminu í skólanum og að starfi skólans verði haldið áfram. Katrín Eir segir félagið hafa ætlað að funda með menntamálaráðherra en frestað fundinum vegna mögulegs samstarfs skólans við Rafmennt. „Við höfðum samband við þau. Inga er nágranni minn og ég hef oft afgreitt hana á KFC. Hún pantar yfirleitt tíu leggja fötu, extra crispy, og við vorum uppiskroppa með hugmyndir. Það kom ekkert annað til greina en að fara með tíu leggja fötu til Ingu Sæland,“ segir Katrín Eir. Inga hafi ekki verið heima en maðurinn hennar hafi tekið við henni. Hann hafi tekið við númerinu þeirra en þau hafi ekki heyrt í Ingu. Það sé skiljanlegt í ljósi þess að Rafmennt hafi tekið við skólanum. Skóla- og menntamál Bítið Kvikmyndagerð á Íslandi Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Gjaldþrot Háskólar Framhaldsskólar Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
„Þung og erfið,“ segir Breki um síðustu daga í skólanum. Þau hafi unnið stanslaust að því að finna lausn til að halda skólanum opnum en tilkynnt var um það fyrir páska að skólinn væri gjaldþrota og að koma ætti nemendum í Tækniskólann til að ljúka námi sínu. Á miðvikudag var svo tilkynnt að Rafmennt hefði keypt þrotabú skólans ásamt nafni hans, vörumerki, búnaði og öðrum verðmætum. Fundað verður með starfsfólki og nemendum í dag og á morgun. Breki Snær segist hafa frétt af lokuninni á sama tíma og greint var frá því í fjölmiðlum en þeim hafi verið greint frá gjaldþrotinu í mars. Katrín Eir segist helst berjast fyrir því að gæði náms haldist það sama og það hafi verið mikið sjokk að þau ættu að fara í Tækniskólann. Óvíst hafi verið hvort gæðin myndu halda sér. Breki Snær segir að einnig hafi þau barist fyrir því að fá að ljúka náminu í skólanum og að starfi skólans verði haldið áfram. Katrín Eir segir félagið hafa ætlað að funda með menntamálaráðherra en frestað fundinum vegna mögulegs samstarfs skólans við Rafmennt. „Við höfðum samband við þau. Inga er nágranni minn og ég hef oft afgreitt hana á KFC. Hún pantar yfirleitt tíu leggja fötu, extra crispy, og við vorum uppiskroppa með hugmyndir. Það kom ekkert annað til greina en að fara með tíu leggja fötu til Ingu Sæland,“ segir Katrín Eir. Inga hafi ekki verið heima en maðurinn hennar hafi tekið við henni. Hann hafi tekið við númerinu þeirra en þau hafi ekki heyrt í Ingu. Það sé skiljanlegt í ljósi þess að Rafmennt hafi tekið við skólanum.
Skóla- og menntamál Bítið Kvikmyndagerð á Íslandi Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Gjaldþrot Háskólar Framhaldsskólar Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira