Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. apríl 2025 20:05 Í dag starfa um 70 manns á Litla Hrauni en með nýju fangelsi mun starfsmönnum fjölga að minnsta kosti um 20 til 30 manns. Magnús Hlynur Hreiðarsson Forsætisráðherra leggur áherslu að framkvæmdir við nýtt fangelsi á Stóra Hrauni á Eyrarbakka hefjist sem fyrst enda byggingarnar í fangelsinu á Litla Hrauni orðnar mjög lélegar og verða þær meira og minna jafnaðar við jörðu með tilkomu nýja fangelsisins. Forsætisráðherra boðaði nýlega til opins fundar í samkomuhúsinu Stað á Eyrarbakka þar sem hún fór yfir stöðuna í landsmálunum, auk annarra mála og svaraði fyrirspurnum fundarmanna. Fangelsið á Litla Hrauni er stærsti vinnustaðurinn á Eyrarbakka en nú stendur til að leggja það fangelsi niður og byggja nýtt öryggisfangelsi í landi Stóra Hrauns, sem er skammt frá Litla Hrauni. Nýja fangelsið mun hýsa um 100 fanga með möguleika á að bæta við 28 afplánunarrýmum síðar. Forsætisráðherra segir alveg á hreinu að nýja fangelsið verði byggt. „Já, við stefnum að því að klára framkvæmdirnar á Stóra Hrauni. Núna er bara verið að fara yfir framkvæmda planið. Það virðist sem að sá kostnaður, sem var gert ráð fyrir í fjármálaáætlun standist ekki, þannig að nú þarf bara að fara í ákveðnar tilfærslur og finna fjármagnið. Við vitum bara að staðan í fullnustukerfinu er þannig að það verður að ráðast í framkvæmdir á þessu fangelsi,“ segir Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra. Stóra Hraun er staðsett rétt við gatnamót Eyrarbakkavegar og Gaulverjabæjarvegar, en staðsetning nýja fangelsisins sést hér mjög vel á myndinni. Litla Hraun er skammt frá eins og sjá má. Aðsend Og hvað, það mun kosta 18 til 19 milljarða eða hvað? „Það mun allavega kosta meira en upphafleg plön stóðu til,“ segir hún. Kristrún segir að nú þurfi að hefja framkvæmdir við nýja fangelsið, sem allra fyrst. En hverju mun nýtt fangelsi breyta? „Þetta mun auðvitað gjörbreyta aðstöðunni, bæði fyrir fangaverði og auðvitað fangana. Og það á auðvitað við í flestum fangelsum landsins að það þarf að bæta verulega aðstöðuna, þannig að þetta verður stórt skref í þessu kerfi,“ segir Kristrún. Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra eftir fundinn á Eyrarbakka en fangelsið á Litla Hrauni er fjölmennasti vinnustaðurinn í þorpinu með um 70 starfsmenn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Í dag starfa um 70 manns á Litla Hrauni en með nýju fangelsi mun starfsmönnum fjölga að minnsta kosti um 20 til 30 manns. Um 100 fangar verða í nýja fangelsinu en gert er ráð fyrir því að hægt verða að fjölga þeim í 128 á síðar.Aðsend Árborg Fangelsismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Sjá meira
Forsætisráðherra boðaði nýlega til opins fundar í samkomuhúsinu Stað á Eyrarbakka þar sem hún fór yfir stöðuna í landsmálunum, auk annarra mála og svaraði fyrirspurnum fundarmanna. Fangelsið á Litla Hrauni er stærsti vinnustaðurinn á Eyrarbakka en nú stendur til að leggja það fangelsi niður og byggja nýtt öryggisfangelsi í landi Stóra Hrauns, sem er skammt frá Litla Hrauni. Nýja fangelsið mun hýsa um 100 fanga með möguleika á að bæta við 28 afplánunarrýmum síðar. Forsætisráðherra segir alveg á hreinu að nýja fangelsið verði byggt. „Já, við stefnum að því að klára framkvæmdirnar á Stóra Hrauni. Núna er bara verið að fara yfir framkvæmda planið. Það virðist sem að sá kostnaður, sem var gert ráð fyrir í fjármálaáætlun standist ekki, þannig að nú þarf bara að fara í ákveðnar tilfærslur og finna fjármagnið. Við vitum bara að staðan í fullnustukerfinu er þannig að það verður að ráðast í framkvæmdir á þessu fangelsi,“ segir Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra. Stóra Hraun er staðsett rétt við gatnamót Eyrarbakkavegar og Gaulverjabæjarvegar, en staðsetning nýja fangelsisins sést hér mjög vel á myndinni. Litla Hraun er skammt frá eins og sjá má. Aðsend Og hvað, það mun kosta 18 til 19 milljarða eða hvað? „Það mun allavega kosta meira en upphafleg plön stóðu til,“ segir hún. Kristrún segir að nú þurfi að hefja framkvæmdir við nýja fangelsið, sem allra fyrst. En hverju mun nýtt fangelsi breyta? „Þetta mun auðvitað gjörbreyta aðstöðunni, bæði fyrir fangaverði og auðvitað fangana. Og það á auðvitað við í flestum fangelsum landsins að það þarf að bæta verulega aðstöðuna, þannig að þetta verður stórt skref í þessu kerfi,“ segir Kristrún. Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra eftir fundinn á Eyrarbakka en fangelsið á Litla Hrauni er fjölmennasti vinnustaðurinn í þorpinu með um 70 starfsmenn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Í dag starfa um 70 manns á Litla Hrauni en með nýju fangelsi mun starfsmönnum fjölga að minnsta kosti um 20 til 30 manns. Um 100 fangar verða í nýja fangelsinu en gert er ráð fyrir því að hægt verða að fjölga þeim í 128 á síðar.Aðsend
Árborg Fangelsismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Sjá meira