Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Magnús Jochum Pálsson skrifar 20. apríl 2025 21:45 Breskir kennarar segja samfélagsmiðla hafa bein áhrif á slæma hegðun nemenda og einelti. Getty Breskir kennarar segja áhrifavalda á samfélagsmiðlum hafa leitt til aukins kvenhaturs og rasisma í skólum. Samfélagsmiðlar séu ein helsta ástæðan fyrir slæmri hegðun nemenda og einelti. Könnun sem landssamtök kvenkyns kennara í Bretlandi (NASUWT) lögðu fyrir um 5.800 kennara leiddi þetta í ljós. BBC og Guardian hafa fjallað um málið. Þar kom fram að flestir kennarar telja samfélagsmiðla vera „aðalástæðuna“ fyrir slæmri framkomu í breskum skólum og að kvenkyns kennarar finni helst fyrir því. „Tveir af hverjum þremur kennurum segja okkur að samfélagsmiðlar séu nú lykilþáttur í einelti og slæmri hegðun nemenda,“ sagði Patrick Roach, framkvæmdastjóri NASUWT, á landsfundi samtakanna á föstudag. Þá töldu kennarar sem tóku könnunina einnig brýnt að bregðast við foreldrum sem neita að samþykkja skólareglur eða taka ábyrgð vegna hegðunar barna sinna. Ungir drengir spúi hatri, gelti á konur og horfi á klám Karlrembuáhrifavaldurinn Andrew Tate bar ítrekað á góma meðal kennara á landsfundinum og virðist enn hafa töluverð áhrif á unga drengi þó frægðarsól hans hafi dalað samanborið við árið 2022. „Margir nemenda okkar eru undir áhrifum Tate og Trump, spúa rasískum, hómófóbískum, transfóbískum og karlrembu-ummælum í hverju samtali og telja að það hafi engar afleiðingar,“ sagði einn kennari á fundi samtakanna og fleiri tóku undir. Andrew Tate er vinsæll karlrembu-áhrifavaldur sem talar fyrir ofbeldi gegn konum.Skjáskot „Það hafa drengir neitað að tala við mig og í staðinn talað við karlkyns aðstoðarkennara af því ég er kona og þeir fylgja Andrew Tate og finnst hann vera æðislegur með sína bíla og konur... Þetta voru tíu ára drengir,“ sagði einn kennari. Annar kennari lýsti því hvernig hópur drengja hefði ákveðið að skrifa ritgerð um það af hverju Andrew Tate væri geitin (the GOAT eða greatest of all time á ensku) af því hann kæmi fram við konur eins og eign sína. Haft hefði verið samband við foreldra sem hneykslaðir og könnuðust ekkert við þessar skoðanir barna sinna. Enn annar lýsti dæmum þess að drengir „geltu á kvenkyns starfsfólk“ og stæðu í vegi fyrir því. „Nemendur horfa á ofbeldisfullt og öfgakennt klámefni. Athyglisgáfa þeirra hefur minnkað. Þeir lesa fullt af falsfréttum og æsisögum sem láta þeim líða valdefldum og telja sig því vita betur en kennarinn,“ sagði einn kennari á fundinum. Þörf á hnitmiðuðu átaki Menntamálaráðuneyti Bretlands segist styðja kennara til að takast á við „skaðsöm áhrif“ á börn sem „uppgangur hættulegra áhrifavalda“ veldur. Talsmaður ráðuneytisins segir það munu veita kennurum ákveðin verkfæri til að takast á við þessar áskoranir. Endurskoðun á námsskrá muni skoða hvaða hæfni þurfi að hafa til að þrífast í síbreytilegum netheimum. Fyrrnefndur Roach hjá NASUWT sagði „aðkallandi þörf eftir hnitmiðuðu átaki grunnskóla, framhaldsskóla og annarra stofnana til að vernda öll börn og ungt fólk fyrir hættulegum áhrifum öfgahægri popúlista og öfgamanna“. Kennarar gætu ekki tekist á við slík vandamál einir. Bretland Ofbeldi barna Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Könnun sem landssamtök kvenkyns kennara í Bretlandi (NASUWT) lögðu fyrir um 5.800 kennara leiddi þetta í ljós. BBC og Guardian hafa fjallað um málið. Þar kom fram að flestir kennarar telja samfélagsmiðla vera „aðalástæðuna“ fyrir slæmri framkomu í breskum skólum og að kvenkyns kennarar finni helst fyrir því. „Tveir af hverjum þremur kennurum segja okkur að samfélagsmiðlar séu nú lykilþáttur í einelti og slæmri hegðun nemenda,“ sagði Patrick Roach, framkvæmdastjóri NASUWT, á landsfundi samtakanna á föstudag. Þá töldu kennarar sem tóku könnunina einnig brýnt að bregðast við foreldrum sem neita að samþykkja skólareglur eða taka ábyrgð vegna hegðunar barna sinna. Ungir drengir spúi hatri, gelti á konur og horfi á klám Karlrembuáhrifavaldurinn Andrew Tate bar ítrekað á góma meðal kennara á landsfundinum og virðist enn hafa töluverð áhrif á unga drengi þó frægðarsól hans hafi dalað samanborið við árið 2022. „Margir nemenda okkar eru undir áhrifum Tate og Trump, spúa rasískum, hómófóbískum, transfóbískum og karlrembu-ummælum í hverju samtali og telja að það hafi engar afleiðingar,“ sagði einn kennari á fundi samtakanna og fleiri tóku undir. Andrew Tate er vinsæll karlrembu-áhrifavaldur sem talar fyrir ofbeldi gegn konum.Skjáskot „Það hafa drengir neitað að tala við mig og í staðinn talað við karlkyns aðstoðarkennara af því ég er kona og þeir fylgja Andrew Tate og finnst hann vera æðislegur með sína bíla og konur... Þetta voru tíu ára drengir,“ sagði einn kennari. Annar kennari lýsti því hvernig hópur drengja hefði ákveðið að skrifa ritgerð um það af hverju Andrew Tate væri geitin (the GOAT eða greatest of all time á ensku) af því hann kæmi fram við konur eins og eign sína. Haft hefði verið samband við foreldra sem hneykslaðir og könnuðust ekkert við þessar skoðanir barna sinna. Enn annar lýsti dæmum þess að drengir „geltu á kvenkyns starfsfólk“ og stæðu í vegi fyrir því. „Nemendur horfa á ofbeldisfullt og öfgakennt klámefni. Athyglisgáfa þeirra hefur minnkað. Þeir lesa fullt af falsfréttum og æsisögum sem láta þeim líða valdefldum og telja sig því vita betur en kennarinn,“ sagði einn kennari á fundinum. Þörf á hnitmiðuðu átaki Menntamálaráðuneyti Bretlands segist styðja kennara til að takast á við „skaðsöm áhrif“ á börn sem „uppgangur hættulegra áhrifavalda“ veldur. Talsmaður ráðuneytisins segir það munu veita kennurum ákveðin verkfæri til að takast á við þessar áskoranir. Endurskoðun á námsskrá muni skoða hvaða hæfni þurfi að hafa til að þrífast í síbreytilegum netheimum. Fyrrnefndur Roach hjá NASUWT sagði „aðkallandi þörf eftir hnitmiðuðu átaki grunnskóla, framhaldsskóla og annarra stofnana til að vernda öll börn og ungt fólk fyrir hættulegum áhrifum öfgahægri popúlista og öfgamanna“. Kennarar gætu ekki tekist á við slík vandamál einir.
Bretland Ofbeldi barna Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira