Maðurinn tilkynnti um áverka konunnar á ellefta tímanum í morgun en hún var flutt með sjúkrabíl til aðhlynningar á sjúkrahúsi. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um líðan hennar.
Hinn handtekni og konan voru tvö í húsinu þegar lögreglu bar að garði.
Garðar Már Garðarsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að til skoðunar sé hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað. Því hafi tilkynnandinn verið handtekinn á staðnum, til þess að varpa ljósi á málið, án þess að lögregla vilji slá því föstu að grunur leiki á um saknæma háttsemi. Skýrsla verður tekin af honum síðar í dag.