Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Valur Páll Eiríksson skrifar 19. apríl 2025 09:31 Steinunn Björnsdóttir segir það hafa reynst snúnara að halda handboltanum við eftir að hún eignaðist sitt annað barn. Krafta hennar sé óskað á fleiri vígstöðvum og kominn sé tími til að setja harpixið á hilluna. Vísir/Vilhelm Margumræddir landsleikir Íslands við Ísrael í umspili um sæti á HM voru þeir síðustu sem Steinunn Björnsdóttir lék fyrir Íslands hönd. Hún skilur sátt við og ætlar þá að hætta handboltaiðkun alfarið í vor. Steinunn leiddi íslenska liðið er það spilaði umdeilda leiki við Ísrael á dögunum. Þeir unnust örugglega við sérkennilegar aðstæður og HM sæti tryggt. Þar verður Steinunn að vísu ekki en telur að nýafstaðið verkefni hafi þjappað hópnum saman. „Ég er ekki frá því að hópurinn sé þéttari. Það er meiri samheldni og samkennd í hópnum. Maður veit það að ganga í gegnum svona erfiða hluti styrkir hópinn og ég veit að hann er heldur betur klár í HM í lok árs,“ segir Steinunn. En hvað á það að þýða að hún sé ekki á leið á HM? „Ég var að spila minn síðasta landsleik. Þessi ákvörðun hefur aðeins verið að blunda í manni síðustu misseri. Sérstaklega kannski eftir að ég átti barn númer tvö. Krafta manns er farið að krefjast á öðrum vígstöðvum heldur en á vellinum með harpixið. Þannig að ég held þetta sé hárréttur tímapunktur að setja punktinn hér,“ segir Steinunn. En er þá ekkert skrýtið að enda á umdeildu verkefni við Ísrael fyrir tómu húsi? „Nei, veistu ég held fyrir mitt leyti er þetta góð tilfinning að hafa komið liðinu í gegnum þetta - þó ég hafi vitað að liðið hefði að sjálfsögðu getað gert þetta án mín - en að hafa upplifað þetta með hópnum held ég að hafi styrkt mig sem persónu líka,“ segir Steinunn og bætir við: „Að koma þeim inn á HM, það er bara draumur að geta gert það.“ Ástæða þess að Steinunn verður ekki með liðinu á HM í lok nóvember er sú að harpixið fer alfarið á hilluna í vor, þegar yfirstandandi leiktíð lýkur. „Já, ég ætla að setja punktinn við alla harpixnotkun í vor,“ segir Steinunn. Það sé skrýtin tilhugsun. „Hún er sérstök. Hún á örugglega eftir að koma aftur að manni þegar þessi dásamlegi hversdagsleiki tekur við. En ég hlakka bara til.“ Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Fram Olís-deild kvenna Handbolti Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Sigurganga Blomberg-Lippe heldur áfram EM í dag: Meira EHF bras og Danir í forgangi Segir Dag hafa beðist afsökunar Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Sjá meira
Steinunn leiddi íslenska liðið er það spilaði umdeilda leiki við Ísrael á dögunum. Þeir unnust örugglega við sérkennilegar aðstæður og HM sæti tryggt. Þar verður Steinunn að vísu ekki en telur að nýafstaðið verkefni hafi þjappað hópnum saman. „Ég er ekki frá því að hópurinn sé þéttari. Það er meiri samheldni og samkennd í hópnum. Maður veit það að ganga í gegnum svona erfiða hluti styrkir hópinn og ég veit að hann er heldur betur klár í HM í lok árs,“ segir Steinunn. En hvað á það að þýða að hún sé ekki á leið á HM? „Ég var að spila minn síðasta landsleik. Þessi ákvörðun hefur aðeins verið að blunda í manni síðustu misseri. Sérstaklega kannski eftir að ég átti barn númer tvö. Krafta manns er farið að krefjast á öðrum vígstöðvum heldur en á vellinum með harpixið. Þannig að ég held þetta sé hárréttur tímapunktur að setja punktinn hér,“ segir Steinunn. En er þá ekkert skrýtið að enda á umdeildu verkefni við Ísrael fyrir tómu húsi? „Nei, veistu ég held fyrir mitt leyti er þetta góð tilfinning að hafa komið liðinu í gegnum þetta - þó ég hafi vitað að liðið hefði að sjálfsögðu getað gert þetta án mín - en að hafa upplifað þetta með hópnum held ég að hafi styrkt mig sem persónu líka,“ segir Steinunn og bætir við: „Að koma þeim inn á HM, það er bara draumur að geta gert það.“ Ástæða þess að Steinunn verður ekki með liðinu á HM í lok nóvember er sú að harpixið fer alfarið á hilluna í vor, þegar yfirstandandi leiktíð lýkur. „Já, ég ætla að setja punktinn við alla harpixnotkun í vor,“ segir Steinunn. Það sé skrýtin tilhugsun. „Hún er sérstök. Hún á örugglega eftir að koma aftur að manni þegar þessi dásamlegi hversdagsleiki tekur við. En ég hlakka bara til.“ Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Fram Olís-deild kvenna Handbolti Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Sigurganga Blomberg-Lippe heldur áfram EM í dag: Meira EHF bras og Danir í forgangi Segir Dag hafa beðist afsökunar Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Sjá meira