Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar 18. apríl 2025 12:00 Ég hef lengi velt fyrir mér hvernig meirihlutinn í borginni starfar. Það er mér sérstaklega hugleikið því ég hef búið bróðurpartinn af lífsleiðinni í 112. Þetta er tiltölulega rótgróið hverfi með þokkalega mikið af efri og neðri millistétt. Ekki alveg jafn mikil sveit og Mósó en samt næsti bær við og þar hefur verið gott að búa.Þetta hverfi hefur mætt afgangi í Reykjavík, alveg frá því ég man eftir mér. Enda að mestum parti rólegt hverfi sem er úr alfaraleið ef svo má segja. Svona eins og hérað hobbitanna í hringadróttinssögu J.R.R Tolkien. Grafarvogsbúar, eins hobbitarnir hafa verið sáttir með að hunsa og vera hunsuð af restinni af Reykjavík.Sem er svo sem allt í fína, íbúarnir grafarvogs hafa verið sjálfum sér nægir. Ekkert vesen. Grasið er slegið svona rétt fyrir kosningar, á tyllidögum ef svo má segja. Sorpið er sótt eftir hentisemi og snjórinn er stundum mokaður ef einhver í Borgartúninu hefur rænu á því.En Samfó og félagar sækja tæplega fylgi í 112. Og þá er kannski ekki forgangsmál að sinna hverfinu að einhverju viti.En þá má líka bara halda áfram að hunsa okkur. Allir sáttir....En upp á síðkastið hefur verið að hrært helst til of mikið í pottinum. Og ekki í samvinnu eða sátt við íbúana.Fyrst var ráðist í uppbyggingu á Gufunesin. Þar átti að rísa lattelepjandi lopapeysu paradís bíllausra... það gleymdi samt að segja þeim sem skipulögðu hverfið. Enginn stoppistöð fyrir strætó, nema i 15-20 mín göngufæri. Spennandi, ég veit. Ævintýraferð, sérstaklega þegar gleymist að moka. Extra bónus að fá enn meiri umferð inn í voginn. Nú getur manni svo sannarlega liðið eins og á Miklubrautinni í morgunsárið, alveg upp að dyrum.Svo hélt þetta áfram. Planið var að reisa blokkir fyrir ungt barnafólk. Ásamt bílastæða húsi sem átti að kosta morðfjár á mánuði í áskrift. Eitthvað sem engri barnafjölskylda með réttu viti myndi hugnast. Að eyða stórum hluta ráðstöfunarttekna heimilisins til að leggja bílnum sínum í nágrenni við heimili sitt. Því það er jú, ekki gert ráð fyrir neinum bílastæðum. Og enginn kæmi heldur í heimsókn, nema þá með strætó.Þetta er blauti draumur meirihlutans. Jafnvel þó flestir þurfi að sækja vinnu utan hverfis. Það fara ekki allir að vinna við bifvélavirkjun á gylfaflötinni, eða í smásölu upp í spönginni. Bara taka strætó. Svo má ekki gleyma því að grunn- og leikskólarnir þar sem stendur til að troða niður blokkum, eru fullir.Ekki fullir eins og lattelepjandi trefill á leiðinni heim af djamminu í 101. Heldur fullir eins og það er ekkert pláss fyrir fleiri nemendur.Til að kóróna þetta allt losar meirihlutinn líka við öll þessi þreytandi grænu svæði. Þá getur Grafarvogsbúum svo sannarlega liðið eins og þeir séu komnir beint á Laugarveginn í malbikið.Höfundur er stoltur grafarvogsbúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Már Sigurðsson Byggðamál Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Ég hef lengi velt fyrir mér hvernig meirihlutinn í borginni starfar. Það er mér sérstaklega hugleikið því ég hef búið bróðurpartinn af lífsleiðinni í 112. Þetta er tiltölulega rótgróið hverfi með þokkalega mikið af efri og neðri millistétt. Ekki alveg jafn mikil sveit og Mósó en samt næsti bær við og þar hefur verið gott að búa.Þetta hverfi hefur mætt afgangi í Reykjavík, alveg frá því ég man eftir mér. Enda að mestum parti rólegt hverfi sem er úr alfaraleið ef svo má segja. Svona eins og hérað hobbitanna í hringadróttinssögu J.R.R Tolkien. Grafarvogsbúar, eins hobbitarnir hafa verið sáttir með að hunsa og vera hunsuð af restinni af Reykjavík.Sem er svo sem allt í fína, íbúarnir grafarvogs hafa verið sjálfum sér nægir. Ekkert vesen. Grasið er slegið svona rétt fyrir kosningar, á tyllidögum ef svo má segja. Sorpið er sótt eftir hentisemi og snjórinn er stundum mokaður ef einhver í Borgartúninu hefur rænu á því.En Samfó og félagar sækja tæplega fylgi í 112. Og þá er kannski ekki forgangsmál að sinna hverfinu að einhverju viti.En þá má líka bara halda áfram að hunsa okkur. Allir sáttir....En upp á síðkastið hefur verið að hrært helst til of mikið í pottinum. Og ekki í samvinnu eða sátt við íbúana.Fyrst var ráðist í uppbyggingu á Gufunesin. Þar átti að rísa lattelepjandi lopapeysu paradís bíllausra... það gleymdi samt að segja þeim sem skipulögðu hverfið. Enginn stoppistöð fyrir strætó, nema i 15-20 mín göngufæri. Spennandi, ég veit. Ævintýraferð, sérstaklega þegar gleymist að moka. Extra bónus að fá enn meiri umferð inn í voginn. Nú getur manni svo sannarlega liðið eins og á Miklubrautinni í morgunsárið, alveg upp að dyrum.Svo hélt þetta áfram. Planið var að reisa blokkir fyrir ungt barnafólk. Ásamt bílastæða húsi sem átti að kosta morðfjár á mánuði í áskrift. Eitthvað sem engri barnafjölskylda með réttu viti myndi hugnast. Að eyða stórum hluta ráðstöfunarttekna heimilisins til að leggja bílnum sínum í nágrenni við heimili sitt. Því það er jú, ekki gert ráð fyrir neinum bílastæðum. Og enginn kæmi heldur í heimsókn, nema þá með strætó.Þetta er blauti draumur meirihlutans. Jafnvel þó flestir þurfi að sækja vinnu utan hverfis. Það fara ekki allir að vinna við bifvélavirkjun á gylfaflötinni, eða í smásölu upp í spönginni. Bara taka strætó. Svo má ekki gleyma því að grunn- og leikskólarnir þar sem stendur til að troða niður blokkum, eru fullir.Ekki fullir eins og lattelepjandi trefill á leiðinni heim af djamminu í 101. Heldur fullir eins og það er ekkert pláss fyrir fleiri nemendur.Til að kóróna þetta allt losar meirihlutinn líka við öll þessi þreytandi grænu svæði. Þá getur Grafarvogsbúum svo sannarlega liðið eins og þeir séu komnir beint á Laugarveginn í malbikið.Höfundur er stoltur grafarvogsbúi.
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun