Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Eiður Þór Árnason skrifar 18. apríl 2025 09:23 Yulia Svyrydenko, efnahagsráðherra Úkraínu, fagnar viljayfirlýsingunni. X/Yulia Svyrydenko Stjórnvöld í Úkraínu og Bandaríkjunum hafa undirritað viljayfirlýsingu um frágang á samningi um efnahagslega samvinnu og stofnun fjárfestingasjóðs til að fjármagna enduruppbyggingu í Úkraínu. Bandarískir ráðamenn binda vonir við að hægt verði að ganga frá samkomulaginu fyrir lok næstu viku en talið er að því sé meðal annars ætlað að veita Bandaríkjunum aðgang að olíu-, gas- og námuvinnslu í Úkraínu. Viðræður hafa staðið yfir milli ríkjanna í nokkurn tíma en hökt kom í þær eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti og Volódómír Selenskí Úkraínuforseti tókust á fyrir opnum tjöldum í Hvíta húsinu í febrúar. We are happy to announce the signing, with our American partners, of a Memorandum of Intent, which paves the way for an Economic Partnership Agreement and the establishment of the Investment Fund for the Reconstruction of Ukraine. pic.twitter.com/AQsHPkWh5X— Yulia Svyrydenko (@Svyrydenko_Y) April 17, 2025 Yulia Svyrydenko, efnahagsráðherra Úkraínu, greinir frá undirritun viljayfirlýsingarinnar á samfélagsmiðlinum X og hefur The Guardian yfirlýsinguna undir höndum. Ráðherrann bindur vonir við að tilkoma fjárfestingasjóðsins muni laða að fjármagn til að endurreisa landið, nútímavæða innviði og skapa ný efnahagsleg tækifæri. Óljóst hvort Úkraína þurfi að endurgreiða Bandaríkjunum „Þetta skjal er afrakstur faglegrar vinnu samningahópanna, sem nýlega luku annarri lotu tæknilegra viðræðna í Washington. Fram undan er frágangur á texta samningsins og undirritun hans — og í kjölfarið samþykkt þjóðþinga,“ segir Svyrydenko í færslu á X. Í upphafi viljayfirlýsingarinnar er tekið fram að Bandaríkin hafi veitt Úkraínumönnum umfangsmikinn fjárhagslegan og hernaðarlegan stuðning frá því að allsherjarinnrás Rússa hófst í febrúar 2022. Því næst segir að bandaríska þjóðin vilji samhliða Úkraínumönnum fjárfesta í frjálsri, fullvalda og öruggri Úkraínu. Þá þrái bæði ríkin langvarandi frið í landinu. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur fullyrt að Úkraína skuldi Bandaríkjunum stórar fjárhæðir vegna þeirrar miklu aðstoðar sem stjórnvöld hafi veitt frá árinu 2022.AP Samkvæmt yfirlýsingunni er stefnt að því að ríkin komi á fót sameiginlegum fjárfestingarsjóði en ekki er skýrt hvort ágóði af nýjum fjárfestingum yrði nýttur til að endurgreiða Bandaríkjunum fyrir þá aðstoð sem hafi verið veitt. Trump hefur áður fullyrt að Úkraína „skuldi“ Bandaríkjunum minnst 300 milljarða bandaríkjadala. Selenskí hefur svarað því svo að aðstoð veitt undir Joe Biden, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hafi ekki verið lán og því þurfi ekki að endurgreiða hana. Á sama tíma hefur hann lýst yfir vilja til að endurgreiða framtíðaraðstoð sem veitt verði undir stjórn Trumps. Meira og minna það sem þau höfðu áður komið sér saman um Viljayfirlýsingin var undirrituð af Svyrydenko og Scott Bessent, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, á fjarfundi en sá síðarnefndi var staddur í Washington. „Þetta er að stærstum hluta leyti það sem við höfðum komið okkur saman um áður. Þegar forsetinn [Volódómír Selenskí] var hér vorum við með viljayfirlýsingu. Við fórum beint í stóra samninginn og ég held að þetta sé 80 blaðsíðna samningur og það er það sem við munum skrifa undir," segir Bessent. Trump boðar fregnir Donald Trump Bandaríkjaforseti gaf nýlega til kynna á blaðamannafundi með Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, að samningur væri langt kominn. „Við erum með jarðefnasamning sem ég býst við að verði undirritaður á fimmtudaginn... næsta fimmtudag. Bráðum. Og ég geri ráð fyrir að þeir muni standa við samninginn. Svo við sjáum til. En við höfum samkomulag um það,“ sagði Trump. Hvíta húsið hefur ekki veitt frekari upplýsingar um tímasetningu og innihald samningsins, samkvæmt Reuters-fréttastofunni. Mikið hefur gengið á í viðræðum Bandaríkjanna og Úkraínu. Í mars var fullyrt að ráðamenn í Bandaríkjunum hafi sent Úkraínumönnum drög að nýju samkomulagi sem myndu í raun veita Bandaríkjamönnum stjórn á auðlindum Úkraínu. Heimildarmenn Financial Times meðal ráðamanna í Úkraínu lýstu þeim drögunum sem ósanngjörnum og tilraun til ráns. Þá sögðu þeir að samkomulag sem byggi á þessum drögum myndi grafa undan fullveldi Úkraínu og gera ríkið háð Bandaríkjunum. Fréttin hefur verið uppfærð. Úkraína Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa sent Úkraínumönnum drög að nýju samkomulagi sem myndu í raun veita Bandaríkjamönnum stjórn á auðlindum Úkraínu. Drögin innihalda þó ekki nokkurs konar öryggistryggingar. 27. mars 2025 19:35 Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að Volódómír Selenskí Úkraínuforseti sé ábyrgur fyrir stríðsástandinu í landinu. 15. apríl 2025 06:59 Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Sendinefndir Bandaríkjanna og Úkraínu eru komnar til Sádí-Arabíu en fundur þeirra fer fram á morgun þar sem þess verður freistað að bæta skaddað samband þjóðanna og ræða mögulegt vopnahlé milli Úkraínu og Rússlands. 10. mars 2025 23:48 Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir Úkraínumenn tilbúna að koma að samningaborðinu með Rússum og Bandaríkjamönnum og það í hvelli. Hann segist jafnframt tilbúinn að skrifa undir samning sem myndi veita Bandaríkjunum aðgang að jarðefnum í Úkraínu. 4. mars 2025 17:17 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Áfengisneysla „Evrópumeista í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Sjá meira
Bandarískir ráðamenn binda vonir við að hægt verði að ganga frá samkomulaginu fyrir lok næstu viku en talið er að því sé meðal annars ætlað að veita Bandaríkjunum aðgang að olíu-, gas- og námuvinnslu í Úkraínu. Viðræður hafa staðið yfir milli ríkjanna í nokkurn tíma en hökt kom í þær eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti og Volódómír Selenskí Úkraínuforseti tókust á fyrir opnum tjöldum í Hvíta húsinu í febrúar. We are happy to announce the signing, with our American partners, of a Memorandum of Intent, which paves the way for an Economic Partnership Agreement and the establishment of the Investment Fund for the Reconstruction of Ukraine. pic.twitter.com/AQsHPkWh5X— Yulia Svyrydenko (@Svyrydenko_Y) April 17, 2025 Yulia Svyrydenko, efnahagsráðherra Úkraínu, greinir frá undirritun viljayfirlýsingarinnar á samfélagsmiðlinum X og hefur The Guardian yfirlýsinguna undir höndum. Ráðherrann bindur vonir við að tilkoma fjárfestingasjóðsins muni laða að fjármagn til að endurreisa landið, nútímavæða innviði og skapa ný efnahagsleg tækifæri. Óljóst hvort Úkraína þurfi að endurgreiða Bandaríkjunum „Þetta skjal er afrakstur faglegrar vinnu samningahópanna, sem nýlega luku annarri lotu tæknilegra viðræðna í Washington. Fram undan er frágangur á texta samningsins og undirritun hans — og í kjölfarið samþykkt þjóðþinga,“ segir Svyrydenko í færslu á X. Í upphafi viljayfirlýsingarinnar er tekið fram að Bandaríkin hafi veitt Úkraínumönnum umfangsmikinn fjárhagslegan og hernaðarlegan stuðning frá því að allsherjarinnrás Rússa hófst í febrúar 2022. Því næst segir að bandaríska þjóðin vilji samhliða Úkraínumönnum fjárfesta í frjálsri, fullvalda og öruggri Úkraínu. Þá þrái bæði ríkin langvarandi frið í landinu. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur fullyrt að Úkraína skuldi Bandaríkjunum stórar fjárhæðir vegna þeirrar miklu aðstoðar sem stjórnvöld hafi veitt frá árinu 2022.AP Samkvæmt yfirlýsingunni er stefnt að því að ríkin komi á fót sameiginlegum fjárfestingarsjóði en ekki er skýrt hvort ágóði af nýjum fjárfestingum yrði nýttur til að endurgreiða Bandaríkjunum fyrir þá aðstoð sem hafi verið veitt. Trump hefur áður fullyrt að Úkraína „skuldi“ Bandaríkjunum minnst 300 milljarða bandaríkjadala. Selenskí hefur svarað því svo að aðstoð veitt undir Joe Biden, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hafi ekki verið lán og því þurfi ekki að endurgreiða hana. Á sama tíma hefur hann lýst yfir vilja til að endurgreiða framtíðaraðstoð sem veitt verði undir stjórn Trumps. Meira og minna það sem þau höfðu áður komið sér saman um Viljayfirlýsingin var undirrituð af Svyrydenko og Scott Bessent, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, á fjarfundi en sá síðarnefndi var staddur í Washington. „Þetta er að stærstum hluta leyti það sem við höfðum komið okkur saman um áður. Þegar forsetinn [Volódómír Selenskí] var hér vorum við með viljayfirlýsingu. Við fórum beint í stóra samninginn og ég held að þetta sé 80 blaðsíðna samningur og það er það sem við munum skrifa undir," segir Bessent. Trump boðar fregnir Donald Trump Bandaríkjaforseti gaf nýlega til kynna á blaðamannafundi með Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, að samningur væri langt kominn. „Við erum með jarðefnasamning sem ég býst við að verði undirritaður á fimmtudaginn... næsta fimmtudag. Bráðum. Og ég geri ráð fyrir að þeir muni standa við samninginn. Svo við sjáum til. En við höfum samkomulag um það,“ sagði Trump. Hvíta húsið hefur ekki veitt frekari upplýsingar um tímasetningu og innihald samningsins, samkvæmt Reuters-fréttastofunni. Mikið hefur gengið á í viðræðum Bandaríkjanna og Úkraínu. Í mars var fullyrt að ráðamenn í Bandaríkjunum hafi sent Úkraínumönnum drög að nýju samkomulagi sem myndu í raun veita Bandaríkjamönnum stjórn á auðlindum Úkraínu. Heimildarmenn Financial Times meðal ráðamanna í Úkraínu lýstu þeim drögunum sem ósanngjörnum og tilraun til ráns. Þá sögðu þeir að samkomulag sem byggi á þessum drögum myndi grafa undan fullveldi Úkraínu og gera ríkið háð Bandaríkjunum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Úkraína Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa sent Úkraínumönnum drög að nýju samkomulagi sem myndu í raun veita Bandaríkjamönnum stjórn á auðlindum Úkraínu. Drögin innihalda þó ekki nokkurs konar öryggistryggingar. 27. mars 2025 19:35 Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að Volódómír Selenskí Úkraínuforseti sé ábyrgur fyrir stríðsástandinu í landinu. 15. apríl 2025 06:59 Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Sendinefndir Bandaríkjanna og Úkraínu eru komnar til Sádí-Arabíu en fundur þeirra fer fram á morgun þar sem þess verður freistað að bæta skaddað samband þjóðanna og ræða mögulegt vopnahlé milli Úkraínu og Rússlands. 10. mars 2025 23:48 Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir Úkraínumenn tilbúna að koma að samningaborðinu með Rússum og Bandaríkjamönnum og það í hvelli. Hann segist jafnframt tilbúinn að skrifa undir samning sem myndi veita Bandaríkjunum aðgang að jarðefnum í Úkraínu. 4. mars 2025 17:17 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Áfengisneysla „Evrópumeista í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Sjá meira
Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa sent Úkraínumönnum drög að nýju samkomulagi sem myndu í raun veita Bandaríkjamönnum stjórn á auðlindum Úkraínu. Drögin innihalda þó ekki nokkurs konar öryggistryggingar. 27. mars 2025 19:35
Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að Volódómír Selenskí Úkraínuforseti sé ábyrgur fyrir stríðsástandinu í landinu. 15. apríl 2025 06:59
Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Sendinefndir Bandaríkjanna og Úkraínu eru komnar til Sádí-Arabíu en fundur þeirra fer fram á morgun þar sem þess verður freistað að bæta skaddað samband þjóðanna og ræða mögulegt vopnahlé milli Úkraínu og Rússlands. 10. mars 2025 23:48
Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir Úkraínumenn tilbúna að koma að samningaborðinu með Rússum og Bandaríkjamönnum og það í hvelli. Hann segist jafnframt tilbúinn að skrifa undir samning sem myndi veita Bandaríkjunum aðgang að jarðefnum í Úkraínu. 4. mars 2025 17:17