Heldes er 33 ára gömul og fyrrum leikmaður í brasilíska landsliðinu. Þessa dagana spilar hún með liði Fluminense FC í brasilísku deildinni og er þar á sínu öðru tímabili.
Það sem vekur athygli á veru hennar inn á vellinum er að Heldes er komin fimm mánuði á leið.
Myndir náðust af henni þar sem bumban sést mjög greinilega. Blak er auðvitað íþrótt án snertingar en kallar á því að hún fari í gólfið eða hoppi hvað eftir annað sem reynir vissuleika á líkama kasóléttar konu.
Athyglin fékk Heldes til að tjá sig um stöðu mála hjá sér en það gerði hún á samfélagmiðlum.
5-month pregnant belly? No problem for Brazilian volleyball player
— RT (@RT_com) April 13, 2025
33yo Priscila Heldes decides to play for two with her doctor's permission
Look safe to you? pic.twitter.com/6qi9DQFzU5
„Hver meðganga er einstök en það sem við konur upplifum á þessari vegferð er sá mikli styrkur sem við búum yfir,“ skrifaði Priscila Heldes.
„Með hverri breytingu á líkama mínum og hverju þroskaskrefi sonar míns, þá átta ég mig betur á því hversu guð er yndislegur og hvernig hann passar upp á öll smáatriði,“ skrifaði Heldes.
„Ég er ekki fyrsta konan sem heldur áfram að vinna á meðgöngu sinni. Ég verð heldur ekki sú síðasta og það er yndislegt,“ skrifaði Heldes.
„Konur áttið þig ykkur á því að þið komast miklu lengra en þið ímyndið ykkur og getið allar afrekað ótrúlegustu hluti,“ skrifaði Heldes.