„Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 17. apríl 2025 18:54 Þorlákur Árnason þjálfari ÍBV Mynd: ÍBV ÍBV gerðu sér lítið fyrir og slógu Víking Reykjavík úr leik í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í dag með sannfærandi 3-0 sigri þegar liðin mættust á Þórsvelli í Vestmannaeyjum. „Maður er náttúrulega bara í pínu sjokki, ég verð að viðurkenna það,“ sagði Þorlákur Árnason þjálfari ÍBV eftir sigurinn í dag. „Þetta var nokkuð jafn fyrri hálfleikur og mér fannst við bara spila mjög vel í fyrri hálfleik. Við eflumst svo svakalega við að skora fyrsta markið að þau hefði getað orðið nokkur í viðbót,“ „Þetta var eitthvað sem kom mér skemmtilega á óvart þó ég hafði alveg gríðarlega trú á liðinu og liðið er búið að vera spila vel“ Víkingar hafa síðustu ár verið ákveðin endakall í Mjólkurbikarnum og því gríðarlega sterkt að slá þá út strax í 32-liða úrslitum. „Þetta er náttúrulega bara stórveldi, Víkingur er stórveldi í Íslenskum fótbolta og í þessum fyrstu tveimur leikjum í mótinu í Bestu deildinni búnir að vera langbesta liðið, enginn spurning“ „Við vorum bara frábærir í dag og maður fann líka þegar maður fór inn í hálfleikinn stemninguna í stuðningsmönnum. Það eru ekki búnar að vera miklar væntingar til okkar í sumar og maður fann alveg hvað fólk var á bakvið okkur. Mér fannst það gefa mér allavega rosalega mikið og leikmenn töluðu um það í hálfleiknum líka“ Eyjamenn fengu ákveðna gagnrýni eftir síðustu umferð fyrir að vera bitlausir fram á við en þeir svöruðu heldur betur fyrir það í dag. „Við fengum urmul af tækifærum á móti Aftureldingu til þess að klára leikinn og nýttum færin ekki einusinni vel í dag. Mér fannst við klaufar að skora ekki 2-3 mörk í síðasta leik og við hefðum getað skorað 4-6 í dag“ Sigur ÍBV gegn Víkingum í dag hlýtur að gefa Eyjamönnum helling komandi inn í næstu verkefni. „Ég held að þetta gefi helling. Það eru gríðarlega miklar breytingar á Eyjaliðinu frá því í fyrra og við fórum seint af stað að setja liðið saman útaf því að við misstum töluvert mikið af leikmönnum og það þetta er bara að smella. Við erum í seinni skipunum sem er svo sem ekkert nýtt fyrir ÍBV. Það skiptir svo sem ekki máli frábær leikur eða frábær æfing, þetta telur allt.“ „Við verðum samt að vera mættir í næsta leik. Við megum ekki vera á einhverju bleiku skýi þegar við mætum Fram í næsta leik“ sagði Þorlákur Árnason að lokum. Mjólkurbikar karla ÍBV Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Glóandi gómar hjálpa til í baráttunni við alvarleg höfuðhögg „Maður er búinn að vera á nálum“ Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Khalil Shabazz til Grindavíkur Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Sjá meira
„Maður er náttúrulega bara í pínu sjokki, ég verð að viðurkenna það,“ sagði Þorlákur Árnason þjálfari ÍBV eftir sigurinn í dag. „Þetta var nokkuð jafn fyrri hálfleikur og mér fannst við bara spila mjög vel í fyrri hálfleik. Við eflumst svo svakalega við að skora fyrsta markið að þau hefði getað orðið nokkur í viðbót,“ „Þetta var eitthvað sem kom mér skemmtilega á óvart þó ég hafði alveg gríðarlega trú á liðinu og liðið er búið að vera spila vel“ Víkingar hafa síðustu ár verið ákveðin endakall í Mjólkurbikarnum og því gríðarlega sterkt að slá þá út strax í 32-liða úrslitum. „Þetta er náttúrulega bara stórveldi, Víkingur er stórveldi í Íslenskum fótbolta og í þessum fyrstu tveimur leikjum í mótinu í Bestu deildinni búnir að vera langbesta liðið, enginn spurning“ „Við vorum bara frábærir í dag og maður fann líka þegar maður fór inn í hálfleikinn stemninguna í stuðningsmönnum. Það eru ekki búnar að vera miklar væntingar til okkar í sumar og maður fann alveg hvað fólk var á bakvið okkur. Mér fannst það gefa mér allavega rosalega mikið og leikmenn töluðu um það í hálfleiknum líka“ Eyjamenn fengu ákveðna gagnrýni eftir síðustu umferð fyrir að vera bitlausir fram á við en þeir svöruðu heldur betur fyrir það í dag. „Við fengum urmul af tækifærum á móti Aftureldingu til þess að klára leikinn og nýttum færin ekki einusinni vel í dag. Mér fannst við klaufar að skora ekki 2-3 mörk í síðasta leik og við hefðum getað skorað 4-6 í dag“ Sigur ÍBV gegn Víkingum í dag hlýtur að gefa Eyjamönnum helling komandi inn í næstu verkefni. „Ég held að þetta gefi helling. Það eru gríðarlega miklar breytingar á Eyjaliðinu frá því í fyrra og við fórum seint af stað að setja liðið saman útaf því að við misstum töluvert mikið af leikmönnum og það þetta er bara að smella. Við erum í seinni skipunum sem er svo sem ekkert nýtt fyrir ÍBV. Það skiptir svo sem ekki máli frábær leikur eða frábær æfing, þetta telur allt.“ „Við verðum samt að vera mættir í næsta leik. Við megum ekki vera á einhverju bleiku skýi þegar við mætum Fram í næsta leik“ sagði Þorlákur Árnason að lokum.
Mjólkurbikar karla ÍBV Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Glóandi gómar hjálpa til í baráttunni við alvarleg höfuðhögg „Maður er búinn að vera á nálum“ Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Khalil Shabazz til Grindavíkur Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Sjá meira