Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Siggeir Ævarsson skrifar 16. apríl 2025 18:45 Þóra Kristín Jónsdóttir átti að venju flottan leik í liði Hauka. vísir/Hulda Margrét Haukar eru komnir í undanúrslit Bónus-deildar kvenna í körfubolta eftir sigur í oddaleik á móti Grindavík. Gular komust 2-0 yfir í einvíginu en eftir það sýndu deildarmeistarar Hauka hvað í þeim býr. Stóra spurningin fyrir leik var hvort Isabella Ósk Sigurðardóttir yrði með Grindvíkingum en hún missti af síðasta leik vegna meiðsla. Hún var mætt á gólfið en fór sér þó hægt og byrjaði leikinn ekki. Leikurinn var nokkurn veginn í járnum í byrjun en Haukar kláruðu fyrsta leikhlutann með trukki og leiddu 20-11. Þær héldu uppteknum hætti í næsta leikhluta og virtust ætla að kafsigla Grindvíkinga en gestirnir gerðu vel að brotna ekki og komu sér aftur inn í leikinn og rúmlega það en Grindavík leiddi 26-31 þegar rúmar tvær mínútur voru eftir af hálfleiknum. Munaði það mestu um að þriggjastiga skotin fóru loks að detta en liðin voru samanlagt einn af sextán í þristum framan af leik og skotnýting Grindvíkinga var samanlagt rétt yfir 20 prósent áður en þær náðu sér á strik. Síðustu tvær mínútur hálfleiksins voru aftur á móti afleitar hjá gestunum þar sem þær töpuðu hverjum boltanum á fætur öðrum, oft ansi klaufalega, og hreinlega gáfu Haukunum ókeypis stig en staðan í hálfleik 36-31 þar sem Haukar skoruðu tíu stig án svars. Haukar voru þrátt fyrir það með núll þrista niður í ellefu tilraunum. Það átti þó eftir að breytast í strax í fyrstu sókn seinni hálfleiks þar sem Tinna Guðrún setti þrist og svo annan skömmu síðar og munurinn allt í einu orðinn tólf stig. Grindvíkingar svöruðu en leikurinn þróaðist svo á þann veg að áhlaup Haukanna urðu alltaf aðeins lengri og dýpri og bilið á milli liðanna breikkaði en Haukar leiddu með 17 stigu fyrir lokaleikhlutann, 66-49. Lore Devos opnaði fjórða leikhlutann svo með þristi og kom muninum upp í 20 stig. Þar með varð eftirleikurinn nánast formsatriði fyrir Hauka að klára en Grindvíkingum gekk mjög illa að skora eftir því sem leið á leikinn og voru aldrei líklegar til að brúa bilið eftir að munurinn fór í 20 stig. Lokatölur 79-64 og Haukar eru því komnir í undanúrslit ásamt Keflvíkingum, Njarðvík og Val. Atvik leiksins Atvikið er frekar röð atvika undir lok fyrri hálfleiks. Grindvíkingar voru komnir fimm stigum yfir en fengu þá á sig tíu stig í röð þar sem þær töpuðu fjórum boltum og fengu dæmda á sig eina sóknarvillu í ofanálag. Þarna virtist leikurinn snúast algjörlega og héldu Haukum engin bönd í kjölfarið. Stjörnur og skúrkar Það var ekki að sjá að Diamond Battles væri að spila meidd eða eitthvað tæp en hún skoraði 25 stig í kvöld og tók níu fráköst. Grindvíkingar reyndu allt sem þær gátu til að stoppa hana og brutu alls tíu sinnum á henni en það skipti engu máli. Lore Devos átti mjög góðan leik með 23 stig og 13 fráköst og þá átti Tinna Guðrún Alexandersdóttir frábæra rispur í seinni hálfleik og skilaði að lokum 17 stigum í hús en á köflum var eins og hún gæti hreinlega ekki klikkað úr skoti. Hjá Grindavík var Daisha Bradford lang stigahæst með 25 stig. Aðrir leikmenn náðu sér aldrei á strik sóknarlega en skotnýting Grindavíkur var heilt yfir léleg í kvöld og sóknarleikurinn erfiður. Varnarleikurinn var heldur ekkert til að hrópa húrra fyrir. Dómararnir Sigmundur Már Herbertsson, Bjarki Þór Davíðsson og Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson dæmdu leikinn í kvöld og er held ég fátt við þeirra störf að athuga að þessu sinni. Hentu einni tæknivillu á Emil en það er svo sem ekkert nýtt. Stemming og umgjörð Það var öllu tjaldað til í umgjörðinni fyrir þennan oddaleik sem var svo toppað með ljósasýningu og reykvélum þegar Haukakonur voru kynntar til leiks. Ég hefði alveg viljað sjá aðeins fleiri í stúkunni en húsið er vissulega stórt og áhorfendum til varnar þá eru væntanlega ansi margir á ferð og flugi núna í aðdraganda páska. Þeir sem mættu létu líka vel vel í sér heyra og rífandi stemming í stúkum beggja liða. Alvöru oddaleiksstemming í Ólafssal í kvöld. Viðtöl Emil Barja: „Fyrsti oddaleikurinn sem vinnst í þessu húsi“ Emil Barja var töluvert glaðari í leikslok en á þessari myndVísir / Hulda Margrét Emil Barja, þjálfari Hauka, var augljóslega kampakátur í leikslok enda þungu fargi af honum létt. „Ég er mjög kátur. Ég var mjög ánægður með þennan leik.“ Emil viðurkenndi þó að hann hefði verið nett stressaður í hálfleik þar sem boltinn vildi ekki niður úr þristum og sagan ekki með Haukum í oddaleikjum. „Ég held að við séum núll af ellefu í hálfleik. Ég er nokkuð viss um að þetta sé fyrsti oddaleikurinn sem vinnst í þessu húsi. Ég held að karlaliðið hafi tapað einhverjum þremur oddaleikjum. Þannig að ég var smá smeykur í hálfleik að það væri eitthvað lok á hringnum en við komum bara ótrúlega flottar út í seinni hálfleik.“ Eftir gott áhlaup til að loka fyrri hálfleik hrökk einhvern veginn allt í gír í seinni hálfleik hjá Haukum. „Við fórum líka að láta boltann ganga aðeins betur. Þær vorum í góðum takti og fullt af bara mjög flottum sóknum í seinni hálfleik, bara virkilega flottum. Þannig að við vorum að fá fullt af opnum skotum hérna og bara geggjað að klára þetta.“ Líkt og fyrirliði Hauka, Þóra Kristín Jónsdóttir, þá var Emil ekkert endilega á því að þessi afgerandi sigur í kvöld væri að senda einhver skilaboð í næstu umferð. „Ég er alveg sammála, við erum ekkert að hugsa um næstu umferð. Við reyndum bara að gera okkar besta núna og svo er næsta umferð næsta umferð.“ Það er stutt í næsta leik en undanúrslitin hefjast á laugardaginn. Þrátt fyrir að einhverjir leikmenn Hauka séu að glíma við smávægileg meiðsli hafði Emil litlar áhyggjur af því að það væri stutt í næsta leik. „Nei, nei. En er ekki bara fínt að fá þær allar heitar inn í næsta leik. Það er bara gott að spila strax.“ Bónus-deild kvenna Haukar UMF Grindavík Körfubolti
Haukar eru komnir í undanúrslit Bónus-deildar kvenna í körfubolta eftir sigur í oddaleik á móti Grindavík. Gular komust 2-0 yfir í einvíginu en eftir það sýndu deildarmeistarar Hauka hvað í þeim býr. Stóra spurningin fyrir leik var hvort Isabella Ósk Sigurðardóttir yrði með Grindvíkingum en hún missti af síðasta leik vegna meiðsla. Hún var mætt á gólfið en fór sér þó hægt og byrjaði leikinn ekki. Leikurinn var nokkurn veginn í járnum í byrjun en Haukar kláruðu fyrsta leikhlutann með trukki og leiddu 20-11. Þær héldu uppteknum hætti í næsta leikhluta og virtust ætla að kafsigla Grindvíkinga en gestirnir gerðu vel að brotna ekki og komu sér aftur inn í leikinn og rúmlega það en Grindavík leiddi 26-31 þegar rúmar tvær mínútur voru eftir af hálfleiknum. Munaði það mestu um að þriggjastiga skotin fóru loks að detta en liðin voru samanlagt einn af sextán í þristum framan af leik og skotnýting Grindvíkinga var samanlagt rétt yfir 20 prósent áður en þær náðu sér á strik. Síðustu tvær mínútur hálfleiksins voru aftur á móti afleitar hjá gestunum þar sem þær töpuðu hverjum boltanum á fætur öðrum, oft ansi klaufalega, og hreinlega gáfu Haukunum ókeypis stig en staðan í hálfleik 36-31 þar sem Haukar skoruðu tíu stig án svars. Haukar voru þrátt fyrir það með núll þrista niður í ellefu tilraunum. Það átti þó eftir að breytast í strax í fyrstu sókn seinni hálfleiks þar sem Tinna Guðrún setti þrist og svo annan skömmu síðar og munurinn allt í einu orðinn tólf stig. Grindvíkingar svöruðu en leikurinn þróaðist svo á þann veg að áhlaup Haukanna urðu alltaf aðeins lengri og dýpri og bilið á milli liðanna breikkaði en Haukar leiddu með 17 stigu fyrir lokaleikhlutann, 66-49. Lore Devos opnaði fjórða leikhlutann svo með þristi og kom muninum upp í 20 stig. Þar með varð eftirleikurinn nánast formsatriði fyrir Hauka að klára en Grindvíkingum gekk mjög illa að skora eftir því sem leið á leikinn og voru aldrei líklegar til að brúa bilið eftir að munurinn fór í 20 stig. Lokatölur 79-64 og Haukar eru því komnir í undanúrslit ásamt Keflvíkingum, Njarðvík og Val. Atvik leiksins Atvikið er frekar röð atvika undir lok fyrri hálfleiks. Grindvíkingar voru komnir fimm stigum yfir en fengu þá á sig tíu stig í röð þar sem þær töpuðu fjórum boltum og fengu dæmda á sig eina sóknarvillu í ofanálag. Þarna virtist leikurinn snúast algjörlega og héldu Haukum engin bönd í kjölfarið. Stjörnur og skúrkar Það var ekki að sjá að Diamond Battles væri að spila meidd eða eitthvað tæp en hún skoraði 25 stig í kvöld og tók níu fráköst. Grindvíkingar reyndu allt sem þær gátu til að stoppa hana og brutu alls tíu sinnum á henni en það skipti engu máli. Lore Devos átti mjög góðan leik með 23 stig og 13 fráköst og þá átti Tinna Guðrún Alexandersdóttir frábæra rispur í seinni hálfleik og skilaði að lokum 17 stigum í hús en á köflum var eins og hún gæti hreinlega ekki klikkað úr skoti. Hjá Grindavík var Daisha Bradford lang stigahæst með 25 stig. Aðrir leikmenn náðu sér aldrei á strik sóknarlega en skotnýting Grindavíkur var heilt yfir léleg í kvöld og sóknarleikurinn erfiður. Varnarleikurinn var heldur ekkert til að hrópa húrra fyrir. Dómararnir Sigmundur Már Herbertsson, Bjarki Þór Davíðsson og Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson dæmdu leikinn í kvöld og er held ég fátt við þeirra störf að athuga að þessu sinni. Hentu einni tæknivillu á Emil en það er svo sem ekkert nýtt. Stemming og umgjörð Það var öllu tjaldað til í umgjörðinni fyrir þennan oddaleik sem var svo toppað með ljósasýningu og reykvélum þegar Haukakonur voru kynntar til leiks. Ég hefði alveg viljað sjá aðeins fleiri í stúkunni en húsið er vissulega stórt og áhorfendum til varnar þá eru væntanlega ansi margir á ferð og flugi núna í aðdraganda páska. Þeir sem mættu létu líka vel vel í sér heyra og rífandi stemming í stúkum beggja liða. Alvöru oddaleiksstemming í Ólafssal í kvöld. Viðtöl Emil Barja: „Fyrsti oddaleikurinn sem vinnst í þessu húsi“ Emil Barja var töluvert glaðari í leikslok en á þessari myndVísir / Hulda Margrét Emil Barja, þjálfari Hauka, var augljóslega kampakátur í leikslok enda þungu fargi af honum létt. „Ég er mjög kátur. Ég var mjög ánægður með þennan leik.“ Emil viðurkenndi þó að hann hefði verið nett stressaður í hálfleik þar sem boltinn vildi ekki niður úr þristum og sagan ekki með Haukum í oddaleikjum. „Ég held að við séum núll af ellefu í hálfleik. Ég er nokkuð viss um að þetta sé fyrsti oddaleikurinn sem vinnst í þessu húsi. Ég held að karlaliðið hafi tapað einhverjum þremur oddaleikjum. Þannig að ég var smá smeykur í hálfleik að það væri eitthvað lok á hringnum en við komum bara ótrúlega flottar út í seinni hálfleik.“ Eftir gott áhlaup til að loka fyrri hálfleik hrökk einhvern veginn allt í gír í seinni hálfleik hjá Haukum. „Við fórum líka að láta boltann ganga aðeins betur. Þær vorum í góðum takti og fullt af bara mjög flottum sóknum í seinni hálfleik, bara virkilega flottum. Þannig að við vorum að fá fullt af opnum skotum hérna og bara geggjað að klára þetta.“ Líkt og fyrirliði Hauka, Þóra Kristín Jónsdóttir, þá var Emil ekkert endilega á því að þessi afgerandi sigur í kvöld væri að senda einhver skilaboð í næstu umferð. „Ég er alveg sammála, við erum ekkert að hugsa um næstu umferð. Við reyndum bara að gera okkar besta núna og svo er næsta umferð næsta umferð.“ Það er stutt í næsta leik en undanúrslitin hefjast á laugardaginn. Þrátt fyrir að einhverjir leikmenn Hauka séu að glíma við smávægileg meiðsli hafði Emil litlar áhyggjur af því að það væri stutt í næsta leik. „Nei, nei. En er ekki bara fínt að fá þær allar heitar inn í næsta leik. Það er bara gott að spila strax.“