Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar 15. apríl 2025 07:02 Ábyrgur og sjálfbær rekstur Reykjavíkurborgar er grundvöllur þess að hægt sé að þjónusta borgarbúa með þeim hætti sem þeir eiga skilið. Áætlaðar skuldir og skuldbindingar samstæðu borgarinnar árið 2025 nema um 558 milljarða króna. Það er upphæð sem flestir myndu telja óásættanlega háa. Skuldahlutfall borgarinnar var 158% samkvæmt ársreikningi 2023 sem er yfir hámarksviðmiði nýrra ákvæða í sveitarstjórnarlögum sem taka gildi árið 2026. Áætlanir gera ráð fyrir að hlutfallið fari lækkandi og brýnt er að það gangi eftir. Borgarfulltrúar Framsóknar hafa beitt sér fyrir aukinni hagræðingu og umbótum í rekstri borgarinnar, forgangsröðun verkefna og betri þjónustu í þágu borgarbúa. Á þeim tíma sem við vorum í meirihluta náðist, með samstilltum og skýrum aðgerðum, að snúa rekstri A-hluta borgarsjóðs úr 15,6 milljarða halla í áætlaðan afgang árið 2024. Ljóst er að meira þarf að koma til svo hægt sé að mæta auknum útgjöldum og greiða niður skuldir borgarinnar. Ég hef því tekið saman um 25 tillögur, stórar sem smáar, sem miða að betri nýtingu tíma og fjármuna í rekstri Reykjavíkurborgar. Tillögunum er skipt í 3 þemu; Samvinnu og skipulag, aukið aðhald og forgangsröðun verkefna og að lokum umbætur í þjónustu. Þær snúa meðal annars að skipulagsbreytingum, endurskoðun á verkefnum, auknu samstarfi milli eininga, fækkun stöðugilda, frestun og fækkun verkefna, hagkvæmari innkaupum og útvistun verkefna, bættu skipulagi og eftirliti með framkvæmdum og viðhaldi, auknu aðhaldi í rekstri og skilvirkari verkferlum. Tillögurnar verða sendar inn í samráðsgátt Reykjavíkurborgar. Hér birtist fyrsti hluti tillögupakkans sem snýr að samvinnu og skipulagi. Tillögunum er ekki raðað eftir mikilvægi, enda er markmiðið að skoða allar leiðir sem geta leitt til hagræðingar í rekstri borgarinnar – í því samhengi skiptir máli að velta hverjum steini við. ÞEMA 1: SAMVINNA OG SKIPULAG - 8 tillögur Tillaga 1 – Fækka stöðugildum og minnka yfirbyggingu Ráðast þarf í heildstætt mat og endurskipulagningu á þjónustu borgarinnar og rýni á mannaflaþörf með það að markmiði að minnka yfirbyggingu, fækka stöðugildum og lækka launakostnað. Halda þarf áfram með ráðningabann borgarinnar og innleiða gervigreind og stafrænar lausnir með markvissum hætti til að bæta þjónustu og fækka handtökum. Tillaga 2 – Auka hagkvæmni í innkaupum Taka til í innkaupum og athuga hvort það er ekki tilefni að gera rammasamninga á grundvelli útboða og kaupa rekstrarvörur og búnað í magninnkaupum fyrir starfsstaði borgarinnar. Samræma og samnýta stafrænar lausnir á milli starfsstöðva ásamt því að endurskoða eða segja upp áskriftum að lausnum sem ekki eru nýttar eða hægt að nýta aðrar lausnir í sama tilgangi. Tillaga 3 – Leggja niður mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Færa nauðsynleg verkefni til annarra fagsviða og leggja önnur verkefni niður eða færa þau yfir til ríkisins sem nú er að stofna Mannréttindastofnun. Tillaga 4 – Samstarf um heilbrigðiseftirlit og heilbrigðisnefndir á höfuðborgarsvæðinu Samstarf eða sameining heilbrigðiseftirlits og heilbrigðisnefnda á höfuðborgarsvæðinu skapar aukið hagræði í rekstri og dregur úr yfirbyggingu. Jafnframt væri hægt að skoða hvort tilefni sé til að útvista ákveðnum verkefnum sem ekki er nauðsynlegt að opinberir aðilar sinni. Tillaga 5 – Bjóða út sorphirðu Bjóða út rekstur á sorphirðu borgarinnar með það fyrir augum að auka fyrirsjáanleika og hagræða í rekstri sorphirðu. Tillaga 6 – Bjóða út akstursleiðir Strætó Bjóða ætti út akstursleiðir Strætó með það fyrir augum að hagræða og auka fyrirsjáanleika í rekstri Strætó. Samkvæmt greiningu KPMG í júní 2024 er kostnaður á ekinn km í aðkeyptum akstri um 13% lægri en hjá Strætó eða um 109 kr. á hvern ekinn km dísel-vagna. Tillaga 7 – Útvista stafrænum verkefnum Útvista stafrænum verkefnum í auknum mæli með það fyrir augum að auka sveigjanleika og draga úr kostnaði við stafræn verkefni og þjónustu. Tillaga 8 – Útboð eða tilboða aflað í verklegar framkvæmdir Aflað verði tilboða í allar verklegar framkvæmdir eða þær settar í útboð með það að markmiði að fá hagstæðasta tilboðið í verkið. Hér er ekki átt við minniháttar viðhaldsverkefni eða smáverk. Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnea Gná Jóhannsdóttir Framsóknarflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Rekstur hins opinbera Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar Skoðun Skoðun Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ábyrgur og sjálfbær rekstur Reykjavíkurborgar er grundvöllur þess að hægt sé að þjónusta borgarbúa með þeim hætti sem þeir eiga skilið. Áætlaðar skuldir og skuldbindingar samstæðu borgarinnar árið 2025 nema um 558 milljarða króna. Það er upphæð sem flestir myndu telja óásættanlega háa. Skuldahlutfall borgarinnar var 158% samkvæmt ársreikningi 2023 sem er yfir hámarksviðmiði nýrra ákvæða í sveitarstjórnarlögum sem taka gildi árið 2026. Áætlanir gera ráð fyrir að hlutfallið fari lækkandi og brýnt er að það gangi eftir. Borgarfulltrúar Framsóknar hafa beitt sér fyrir aukinni hagræðingu og umbótum í rekstri borgarinnar, forgangsröðun verkefna og betri þjónustu í þágu borgarbúa. Á þeim tíma sem við vorum í meirihluta náðist, með samstilltum og skýrum aðgerðum, að snúa rekstri A-hluta borgarsjóðs úr 15,6 milljarða halla í áætlaðan afgang árið 2024. Ljóst er að meira þarf að koma til svo hægt sé að mæta auknum útgjöldum og greiða niður skuldir borgarinnar. Ég hef því tekið saman um 25 tillögur, stórar sem smáar, sem miða að betri nýtingu tíma og fjármuna í rekstri Reykjavíkurborgar. Tillögunum er skipt í 3 þemu; Samvinnu og skipulag, aukið aðhald og forgangsröðun verkefna og að lokum umbætur í þjónustu. Þær snúa meðal annars að skipulagsbreytingum, endurskoðun á verkefnum, auknu samstarfi milli eininga, fækkun stöðugilda, frestun og fækkun verkefna, hagkvæmari innkaupum og útvistun verkefna, bættu skipulagi og eftirliti með framkvæmdum og viðhaldi, auknu aðhaldi í rekstri og skilvirkari verkferlum. Tillögurnar verða sendar inn í samráðsgátt Reykjavíkurborgar. Hér birtist fyrsti hluti tillögupakkans sem snýr að samvinnu og skipulagi. Tillögunum er ekki raðað eftir mikilvægi, enda er markmiðið að skoða allar leiðir sem geta leitt til hagræðingar í rekstri borgarinnar – í því samhengi skiptir máli að velta hverjum steini við. ÞEMA 1: SAMVINNA OG SKIPULAG - 8 tillögur Tillaga 1 – Fækka stöðugildum og minnka yfirbyggingu Ráðast þarf í heildstætt mat og endurskipulagningu á þjónustu borgarinnar og rýni á mannaflaþörf með það að markmiði að minnka yfirbyggingu, fækka stöðugildum og lækka launakostnað. Halda þarf áfram með ráðningabann borgarinnar og innleiða gervigreind og stafrænar lausnir með markvissum hætti til að bæta þjónustu og fækka handtökum. Tillaga 2 – Auka hagkvæmni í innkaupum Taka til í innkaupum og athuga hvort það er ekki tilefni að gera rammasamninga á grundvelli útboða og kaupa rekstrarvörur og búnað í magninnkaupum fyrir starfsstaði borgarinnar. Samræma og samnýta stafrænar lausnir á milli starfsstöðva ásamt því að endurskoða eða segja upp áskriftum að lausnum sem ekki eru nýttar eða hægt að nýta aðrar lausnir í sama tilgangi. Tillaga 3 – Leggja niður mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Færa nauðsynleg verkefni til annarra fagsviða og leggja önnur verkefni niður eða færa þau yfir til ríkisins sem nú er að stofna Mannréttindastofnun. Tillaga 4 – Samstarf um heilbrigðiseftirlit og heilbrigðisnefndir á höfuðborgarsvæðinu Samstarf eða sameining heilbrigðiseftirlits og heilbrigðisnefnda á höfuðborgarsvæðinu skapar aukið hagræði í rekstri og dregur úr yfirbyggingu. Jafnframt væri hægt að skoða hvort tilefni sé til að útvista ákveðnum verkefnum sem ekki er nauðsynlegt að opinberir aðilar sinni. Tillaga 5 – Bjóða út sorphirðu Bjóða út rekstur á sorphirðu borgarinnar með það fyrir augum að auka fyrirsjáanleika og hagræða í rekstri sorphirðu. Tillaga 6 – Bjóða út akstursleiðir Strætó Bjóða ætti út akstursleiðir Strætó með það fyrir augum að hagræða og auka fyrirsjáanleika í rekstri Strætó. Samkvæmt greiningu KPMG í júní 2024 er kostnaður á ekinn km í aðkeyptum akstri um 13% lægri en hjá Strætó eða um 109 kr. á hvern ekinn km dísel-vagna. Tillaga 7 – Útvista stafrænum verkefnum Útvista stafrænum verkefnum í auknum mæli með það fyrir augum að auka sveigjanleika og draga úr kostnaði við stafræn verkefni og þjónustu. Tillaga 8 – Útboð eða tilboða aflað í verklegar framkvæmdir Aflað verði tilboða í allar verklegar framkvæmdir eða þær settar í útboð með það að markmiði að fá hagstæðasta tilboðið í verkið. Hér er ekki átt við minniháttar viðhaldsverkefni eða smáverk. Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknar.
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun