Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. apríl 2025 18:45 DeAndre Kane skoraði 26 stig fyrir Grindavík í kvöld. Vísir/Diego Íslandsmeistarar Vals eru úr leik í úrslitakeppni Bónus-deildar karla í körfubolta eftir átta stiga tap gegn Grindavík í fjórða leik liðanna í átta liða úrslitum í kvöld, 82-74. Eftirvæntingin fyrir leik kvöldsins var áþreifanleg þegar gengið var inn í Smárann í kvöld. Stuðningsfólk beggja liða mætti vel og lét í sér heyra frá fyrstu sekúndu, enda gátu Grindvíkingar sent Íslandsmeistarana í snemmbúið sumarfrí og hefnt þannig fyrir úrslitaeinvígi síðasta tímabils. Grindvíkingar skoruðu fyrstu stig leiksins, en fyrir utan það höfðu Valsmenn yfirhöndina allan fyrri hálfleikinn. Grindavíkurliðið átti í stökustu erfiðleikum með að finna leiðir að körfunni og þétt Valsvörnin sá til þess að Valur leiddi að loknum 1. leikhluta, 13-24. Áfram höfðu Valsmenn yfirhöndina í 2. leikhluta, en nú fundu Grindvíkingar fleiri og betri leiðir að körfu gestanna. Þrátt fyrir það hélt Valsliðið nokkuð öruggri forystu út fyrri hálfleikinn og þristur frá Joshua Jefferson á lokasekúndunum sá til þess að munurinn var tíu stig í hálfleik, staðan 37-47. Hálfleikshléið var þó ekki tíðindalaust því leikmenn mættust á leið inn í klefa og létu vel valin orð falla. Dómarar leiksins þurftu að stía leikmenn í sundur áður en leikmenn Grindavíkur náðu að æsa stuðningsfólk Vals vel upp á leið sinni út úr salnum. Síðari háfleikur fór svo heldur rólega af stað, miðað við það sem hafði á undan gengið. Grindvíkingar byrjuðu þó betur eftir hlé og söxuðu jafnt og þétt á forskot Valsmanna. Valsliðið hélt þó forystu sinni og Grindvíkingar virtust falla á prófinu þegar liðið hafði möguleika á því að koma sér yfir. Það breyttist þó í 4. leikhluta þegar DeAndre Kane negldi niður þriggja stiga skoti eftir að Frank Aron Booker hafði reynt að fiska sóknarvillu. Augnablikið var með Grindvíkingum sem nýttu sér meðbyrinn. Liðið hafði sex stiga forystu þegar 49 sekúndur eftir og Valsmenn þurftu nauðsynlega á stigum að halda. Í stað þess að koma stigum á töfluna tóku Valsmenn fjögur sóknarfráköst og klikkuðu á fimm þriggja stiga skotum, og þar með voru örlög þeirra ráðin. Grindvíkingar unnu að lokum átta stiga sigur, 82-74, og tryggðu sér um leið sæti í undanúrslitum Bónus-deildar karla, en Íslands- og bikarmeistarar Vals eru komnir í óþarflega langt sumarfrí. Atvik leiksins Stærsta atvik leiksins átti sér stað um miðjan 4. leikhluta þegar Frank Aron Booker reyndi að fiska sóknarvillu á Kane. Kane tók sér hins vegar augnablik í að virða Booker fyrir sér á gólfinu áður en hann negldi niður þriggja stiga skoti og kom Grindvíkingum yfir í fyrsta skipti í leiknum síðan í stöðunni 2-0. Stjörnur og skúrkar Mögulega eru lesendur komnir með leið á því að lesa um það sem DeAndre Kane gerði í leik kvöldsins, en hann var einfaldlega frábær í kvöld. 26 stig, ellefu fráköst, sex stoðsendingar og tveir stolnir, takk fyrir. Þá getur Daniel Mortensen einnig borið höfuðuð hátt eftir sína frammistöðu fyrir Grindvíkinga, en Daninn skoraði 21 stig og setti niður fjögur af fimm þriggja stiga skotum sínum. Skúrkastimpillinn fer hins vegar á byrjunarlið Vals. Taiwo Badmus skoraði vissulega 24 stig fyrir liðið og tók níu fráköst, en í heildina náði enginn í byrjunarliði gestanna með yfir 50 prósent skotnýtingu. Kristófer Acox skoraði aðeins ellefu stig fyrir Val, Frank Aron Booker skoraði úr einu af sjö skotum, Kristinn Pálsson úr tveimur af 14 og Joshua Jefferson þurfti 20 skot til að skora 17 stig. Dómararnir Kristinn Óskarsson, Bjarki Þór Davíðsson og Birgir Örn Hjörvarsson fengu það verðuga verkefni að hafa hemil á hlutunum í Smáranum í kvöld. Ekki öfundsvert verkefni og ýmislegt sem hægt er að týna til eftir leikinn. Hins vegar er erfitt að segja að það hafi hallað á annað hvort liðið í kvöld og í heildina er líklega hægt að segja að þríeykið hafi komist ágætlega frá verkefninu. Stemning og umgjörð Leikur fjögur í átta liða úrslitum Bónus-deildar karla. Það er alltaf stemning. Við þurfum ekkert að hafa fleiri orð um það. Þá fá Grindvíkingar einnig hrós fyrir umgjörðina í Smáranum, sem þeir hafa náð að gera að ansi skemmtilegum heimavelli. Bónus-deild karla UMF Grindavík Valur
Íslandsmeistarar Vals eru úr leik í úrslitakeppni Bónus-deildar karla í körfubolta eftir átta stiga tap gegn Grindavík í fjórða leik liðanna í átta liða úrslitum í kvöld, 82-74. Eftirvæntingin fyrir leik kvöldsins var áþreifanleg þegar gengið var inn í Smárann í kvöld. Stuðningsfólk beggja liða mætti vel og lét í sér heyra frá fyrstu sekúndu, enda gátu Grindvíkingar sent Íslandsmeistarana í snemmbúið sumarfrí og hefnt þannig fyrir úrslitaeinvígi síðasta tímabils. Grindvíkingar skoruðu fyrstu stig leiksins, en fyrir utan það höfðu Valsmenn yfirhöndina allan fyrri hálfleikinn. Grindavíkurliðið átti í stökustu erfiðleikum með að finna leiðir að körfunni og þétt Valsvörnin sá til þess að Valur leiddi að loknum 1. leikhluta, 13-24. Áfram höfðu Valsmenn yfirhöndina í 2. leikhluta, en nú fundu Grindvíkingar fleiri og betri leiðir að körfu gestanna. Þrátt fyrir það hélt Valsliðið nokkuð öruggri forystu út fyrri hálfleikinn og þristur frá Joshua Jefferson á lokasekúndunum sá til þess að munurinn var tíu stig í hálfleik, staðan 37-47. Hálfleikshléið var þó ekki tíðindalaust því leikmenn mættust á leið inn í klefa og létu vel valin orð falla. Dómarar leiksins þurftu að stía leikmenn í sundur áður en leikmenn Grindavíkur náðu að æsa stuðningsfólk Vals vel upp á leið sinni út úr salnum. Síðari háfleikur fór svo heldur rólega af stað, miðað við það sem hafði á undan gengið. Grindvíkingar byrjuðu þó betur eftir hlé og söxuðu jafnt og þétt á forskot Valsmanna. Valsliðið hélt þó forystu sinni og Grindvíkingar virtust falla á prófinu þegar liðið hafði möguleika á því að koma sér yfir. Það breyttist þó í 4. leikhluta þegar DeAndre Kane negldi niður þriggja stiga skoti eftir að Frank Aron Booker hafði reynt að fiska sóknarvillu. Augnablikið var með Grindvíkingum sem nýttu sér meðbyrinn. Liðið hafði sex stiga forystu þegar 49 sekúndur eftir og Valsmenn þurftu nauðsynlega á stigum að halda. Í stað þess að koma stigum á töfluna tóku Valsmenn fjögur sóknarfráköst og klikkuðu á fimm þriggja stiga skotum, og þar með voru örlög þeirra ráðin. Grindvíkingar unnu að lokum átta stiga sigur, 82-74, og tryggðu sér um leið sæti í undanúrslitum Bónus-deildar karla, en Íslands- og bikarmeistarar Vals eru komnir í óþarflega langt sumarfrí. Atvik leiksins Stærsta atvik leiksins átti sér stað um miðjan 4. leikhluta þegar Frank Aron Booker reyndi að fiska sóknarvillu á Kane. Kane tók sér hins vegar augnablik í að virða Booker fyrir sér á gólfinu áður en hann negldi niður þriggja stiga skoti og kom Grindvíkingum yfir í fyrsta skipti í leiknum síðan í stöðunni 2-0. Stjörnur og skúrkar Mögulega eru lesendur komnir með leið á því að lesa um það sem DeAndre Kane gerði í leik kvöldsins, en hann var einfaldlega frábær í kvöld. 26 stig, ellefu fráköst, sex stoðsendingar og tveir stolnir, takk fyrir. Þá getur Daniel Mortensen einnig borið höfuðuð hátt eftir sína frammistöðu fyrir Grindvíkinga, en Daninn skoraði 21 stig og setti niður fjögur af fimm þriggja stiga skotum sínum. Skúrkastimpillinn fer hins vegar á byrjunarlið Vals. Taiwo Badmus skoraði vissulega 24 stig fyrir liðið og tók níu fráköst, en í heildina náði enginn í byrjunarliði gestanna með yfir 50 prósent skotnýtingu. Kristófer Acox skoraði aðeins ellefu stig fyrir Val, Frank Aron Booker skoraði úr einu af sjö skotum, Kristinn Pálsson úr tveimur af 14 og Joshua Jefferson þurfti 20 skot til að skora 17 stig. Dómararnir Kristinn Óskarsson, Bjarki Þór Davíðsson og Birgir Örn Hjörvarsson fengu það verðuga verkefni að hafa hemil á hlutunum í Smáranum í kvöld. Ekki öfundsvert verkefni og ýmislegt sem hægt er að týna til eftir leikinn. Hins vegar er erfitt að segja að það hafi hallað á annað hvort liðið í kvöld og í heildina er líklega hægt að segja að þríeykið hafi komist ágætlega frá verkefninu. Stemning og umgjörð Leikur fjögur í átta liða úrslitum Bónus-deildar karla. Það er alltaf stemning. Við þurfum ekkert að hafa fleiri orð um það. Þá fá Grindvíkingar einnig hrós fyrir umgjörðina í Smáranum, sem þeir hafa náð að gera að ansi skemmtilegum heimavelli.
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik