Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar 14. apríl 2025 13:01 Fiskur hefur verið helsta útflutningsvara okkar Íslendinga í árhundruði. Mestu verðmætin lágu í flökunum. Stórum hluta af fiskinum var samt hent eins og fiskiroði og beinum. Við hentum humri og skötusel og kunnum eina aðferð við að elda saltfisk: sjóða í mauk og borða með hnoðmör og soðnum kartöflum. Sjávarklasinn var stofnaður með það að markmiði að nýta afurðir fisksins betur og þannig hámarka virði og stuðla að meiri sjálfbærni og betri umgengni um auðlindina. Þetta var gert með því að leiða saman aðila úr ólíkum áttum með víðtæka reynslu og menntun. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa og í dag eru t.d. ýmsar lækningavörur, snyrtivörur og tískuvörur framleiddar úr fiski og öll þekkjum við söguna af nýsköpunarfyrirtækinu Kerecis. Fyrir mörgum okkar var hugmyndin að Geðráði, sem heilbrigðisráðuneytið setti á laggirnar fyrir nokkrum misserum, af svipuðum toga. Þar kæmu saman hagaðilar geðheilbrigðiskerfisins með það að markmiði að stuðla að framþróun og nýsköpun í geðheilbrigðisþjónustu og fjölga þeim leiðum sem væru í boði fyrir fólk í vanlíðan. Geðheilbrigðisþjónustan yrði þannig notendamiðaðri og um leið meira valdeflandi. En Geðráðið hefur því miður ekki komist á þann stað. Það virðist ekki ná þessum sameiginlega takti eins og Sjávarklasanum hefur tekist. Roðinu í geðheilbrigðiskerfinu er enn þá hent eða í mesta lagi gefið köttum og humarinn þykir bæði ljótur og ólystugur. Líkja má roði fisksins og fleiri hluta fisksins, sem ekki voru taldir nýtilegir til skamms tíma, við persónulega reynslu fólks. Í Sjávarklasanum urðu til milljarða verðmæti í hlutum sem áður var hent. Innan geðheilbrigðisins liggja hin ónýttu verðmæti m.a. í persónulegu þekkingu fólks á áföllum, að lifa með röddum, að búa við skynnæmni, mikilvægi allskyns sköpunar, menningar, og samfélagsþátttöku. Þekkingu sem sprottið hefur í grasrótinni og rannsóknum sem ekki tengjast hefðbundnum heilbrigðisstéttum og þeirra hugmyndum um hvað sé rétt og rangt. Hefðbundin geðheilbrigðisþjónusta hefur um áratuga skeið aðeins nýtt fiskiflökin. Einstaklingar með reynslu, sem ekki hefur verið sátt við hefðbundnar aðferðir, hafa þurft að leita annað. Þeir hafa nú margir hverjir menntað sig í nálgun jafningastuðnings og hafa reynst öðrum, sem standa í sömu sporum og þeir gerðu, betur en hin hefðbundna hugsun kerfisins til þessa hefur boðið upp á. Þeir eru farnir að vinna roðið, þeir eru farnir að bjóða upp á grillaðan humar – þeir eru verðmætin sem eru beint fyrir framan nefið á okkur! Höfundur er iðjuþjálfi og varaformaður Geðhjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Ebba Ásmundsdóttir Geðheilbrigði Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Sjá meira
Fiskur hefur verið helsta útflutningsvara okkar Íslendinga í árhundruði. Mestu verðmætin lágu í flökunum. Stórum hluta af fiskinum var samt hent eins og fiskiroði og beinum. Við hentum humri og skötusel og kunnum eina aðferð við að elda saltfisk: sjóða í mauk og borða með hnoðmör og soðnum kartöflum. Sjávarklasinn var stofnaður með það að markmiði að nýta afurðir fisksins betur og þannig hámarka virði og stuðla að meiri sjálfbærni og betri umgengni um auðlindina. Þetta var gert með því að leiða saman aðila úr ólíkum áttum með víðtæka reynslu og menntun. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa og í dag eru t.d. ýmsar lækningavörur, snyrtivörur og tískuvörur framleiddar úr fiski og öll þekkjum við söguna af nýsköpunarfyrirtækinu Kerecis. Fyrir mörgum okkar var hugmyndin að Geðráði, sem heilbrigðisráðuneytið setti á laggirnar fyrir nokkrum misserum, af svipuðum toga. Þar kæmu saman hagaðilar geðheilbrigðiskerfisins með það að markmiði að stuðla að framþróun og nýsköpun í geðheilbrigðisþjónustu og fjölga þeim leiðum sem væru í boði fyrir fólk í vanlíðan. Geðheilbrigðisþjónustan yrði þannig notendamiðaðri og um leið meira valdeflandi. En Geðráðið hefur því miður ekki komist á þann stað. Það virðist ekki ná þessum sameiginlega takti eins og Sjávarklasanum hefur tekist. Roðinu í geðheilbrigðiskerfinu er enn þá hent eða í mesta lagi gefið köttum og humarinn þykir bæði ljótur og ólystugur. Líkja má roði fisksins og fleiri hluta fisksins, sem ekki voru taldir nýtilegir til skamms tíma, við persónulega reynslu fólks. Í Sjávarklasanum urðu til milljarða verðmæti í hlutum sem áður var hent. Innan geðheilbrigðisins liggja hin ónýttu verðmæti m.a. í persónulegu þekkingu fólks á áföllum, að lifa með röddum, að búa við skynnæmni, mikilvægi allskyns sköpunar, menningar, og samfélagsþátttöku. Þekkingu sem sprottið hefur í grasrótinni og rannsóknum sem ekki tengjast hefðbundnum heilbrigðisstéttum og þeirra hugmyndum um hvað sé rétt og rangt. Hefðbundin geðheilbrigðisþjónusta hefur um áratuga skeið aðeins nýtt fiskiflökin. Einstaklingar með reynslu, sem ekki hefur verið sátt við hefðbundnar aðferðir, hafa þurft að leita annað. Þeir hafa nú margir hverjir menntað sig í nálgun jafningastuðnings og hafa reynst öðrum, sem standa í sömu sporum og þeir gerðu, betur en hin hefðbundna hugsun kerfisins til þessa hefur boðið upp á. Þeir eru farnir að vinna roðið, þeir eru farnir að bjóða upp á grillaðan humar – þeir eru verðmætin sem eru beint fyrir framan nefið á okkur! Höfundur er iðjuþjálfi og varaformaður Geðhjálpar.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun