Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar 14. apríl 2025 10:32 Ég varð mamma fyrir 3 árum. Ólíkt vinkonum mínum fól mín „meðganga” mín í sér andlegar breytingar, ekki líkamlegar, þar sem við maðurinn minn sóttum um að verða fósturforeldrar. Umsóknarferlið, umsagnir, mat á hæfni, fósturnámskeið. Okkar undirbúningur snerist um að kafa ofan í saumana á okkar sambandi, okkar æsku og áföllum, okkar samskiptamynstri. Eitthvað sem allir foreldrar ættu eflaust að gera áður en farið er af stað í barneignir. Ástæður fólks fyrir að stíga inn í þetta hlutverk eru fjölbreyttar, en mín ástæða var að ég vildi stækka fjölskylduna mína. Ég vildi sjá manninn minn í föðurhlutverkinu, enda vissi ég að þarna væri á ferðinni besti pabbi sem hægt væri að finna. Ég vissi að þetta væri ekki „hefðbundna” leiðin, þetta var svo sannarlega ekki einfalda leiðin, en þetta var okkar leið. Ég hitti barnið mitt í fyrsta skipti ekki á fæðingardeildinni heldur á vistheimili barna. Hann þá tveggja ára að verða þriggja, og ég leit á þetta fallegasta barn sem ég hafði nokkurn tímann séð og tilfinningarnar voru margs konar. Ég var sorgmædd fyrir hönd hans að hann væri í þessum aðstæðum. Sorgmædd að hann gæti ekki alist upp á heimilinu sem hann fæddist á. Ég var líka sorgmædd fyrir hönd kynmóður hans, sem ég var núna að upplifa mjög erfiða tíma. Hún elskar strákinn sinn en er ekki í stakk búinn að veita honum það öryggi sem hann þarf á að halda. Ég var hamingjusöm fyrir mína hönd að vera sú sem fengi að skipa svona stórt hlutverk í hans lífi. Við vorum tilbúin að vera foreldrar þessa fallega barns. Við vissum ekki hve lengi við fengjum að vera í því hlutverki, en við tókum óvissuna í fangið vitandi að það skipti máli. Þó að mín leið að móðurhlutverkinu hafi verið öðruvísi en vinkvenna minna, þá erum við allar alvöru mömmur, eða er það ekki? ------------------------------- Fyrir allar mömmur er það erfitt þegar barnið manns er veikt. Litli gormurinn minn var með óþol fyrir eggjum og með mikið exem. Meðan hann var ennþá í tímabundnu fóstri hjá okkur var það áskorun að þurfa að leysa út ofnæmismixtúrur, sterakrem eða panta tíma hjá barnalækni. Af hverju? Jú því ég er ekki alvöru mamma hans, og það höfum við verið minnt á aftur og aftur. Sonur minn á tvær mömmur. Önnur gekk með hann í maganum, hin gekk með hann í hjartanu. Báðar erum við mikilvægar. Báðar erum við alvöru mömmur. Alls konar sérfræðingar þurftu að alls konar ákvarðanir um hagi sonar míns. Stundum voru teknar ákvarðanir sem okkur var sagt að væru honum fyrir bestu. Það voru samt við sem sátum með grátandi, kvíðið og órólegt barn í fanginu og sáum skýrt að þær ákvarðanir sem teknar voru tikkuðu kannski í rétt box í lögum og reglugerðum, en voru alls ekki teknar með hans þarfir og tilfinningar að leiðarljósi. Við reyndum að hafa áhrif á ákvarðanatökuna, biðja um endurskoðun og tala hans máli þegar hann gat það ekki sjálfur. En það skipti ekki máli, því ég er ekki alvöru mamma hans og á ekki að hafa neitt um það að segja. Fyrsta utanlandsferðin saman. Svo mikil spenna, talið niður í ferðina í alltof (alltof!) langan tíma. Við hjónin vorum vel undirbúin til að sækja um vegabréfið, því við gátum auðvitað ekki farið sömu leið og allir aðrir foreldrar. Vopnuð umsókn, staðfestingu frá barnavernd að við megum sækja um vegabréf og megum ferðast með hann mættum við til sýslumanns. Litli maðurinn var svo spenntur, hann var búinn að ákveða að standa á höndum í myndatökunni. Sýna listir sínar. „Já bíddu nú við”, sagði konan í afgreiðslunni og horfði á mig og barnið mitt til skiptis. Þú ert ekki alvöru mamma hans? „Ha, jú. Ég er alvöru mamma hans, ég er fósturmamma.” „Ah já! Gunni, geturðu komið og hjálpað mér. Hérna eru hjón að sækja um vegabréf fyrir barn, en þau eru ekki alvöru foreldrar hans. “ Sonur minn horfði hissa á konuna og mig. Hann skildi ekki alveg hvað hún var að meina. Hann veit að hann á tvær mömmur. Hann veit að önnur mamma hans þurfti hjálp og þess vegna flutti hann til okkar. Hann veit margt, en að ég væri ekki alvöru mamma hans skildi hann ekki. Hann hafði heyrt þetta sagt áður; af lækninum hans, af afgreiðslufólki í apótekinu, nú hér. Nú var hann orðinn eldri, farinn að skilja meira. En þetta skildi hann ekki. Ef við vorum ekki alvöru foreldrar hans, hvað vorum við þá? Eitt af því mikilvægasta sem lögð er áhersla á í ferlinu þegar maður sækir um að verða fósturforeldri er að börn þurfi að upplifa að þau tilheyri, en hvernig eiga þau að tilheyra ef þau fá að heyra og finna að foreldrar þeirra séu ekki alvöru? Að fjölskyldur þeirra séu ekki alvöru. Það kom mér einmitt helst á óvart í þessu hlutverki hvernig kerfið horfir á mig og aðra í minni stöðu. Okkur er sagt, beint og óbeint, að við séum ekki alvöru. Við erum þjónustuveitendur. Ég get fullyrt það að það er enginn sem þekkir barnið mitt betur en ég og maðurinn minn. Við erum þau sem vökum með honum svefnlausar nætur, við vinnum með honum úr áföllum hans, við leysum út sterakremið þegar exemið angrar, við huggum hann þegar hann grætur og knúsum hann þegar hann þarf. Ekkert af þessu er þjónusta, þetta er það sem fjölskyldur gera. Það sem foreldrar gera. Ég ber ábyrgð á að hann finni að hann tilheyri hjá mér, en samt virðist kerfið okkar ekki vilja undirbyggja það og oftar en ekki upplifi ég að það komi hreinlega í veg fyrir það. Heimili mitt er ekki stofnun. Mér er sagt að treysta á lögin. Treysta á kerfið. Treysta á fagfólkið. Treysta á stjórnvöld. En í sannleika sagt, ef það er eitthvað sem ég hef fundið fyrir á mínum 3 árum sem næstum-því-alvöru-mamma, þá er það sú upplifun að kerfið sé ekki byggt fyrir mig. Að það sé ekki byggt fyrir barnið mitt. Það sé byggt fyrir kerfið sjálft. Það sé byggt fyrir lögfræðinga. Sérfræðinga. Sonur minn er ekki bara to do listi sem þarf að tikka í til að hægt sé að segja að lögum og reglum hafi verið fylgt. Lög og reglur eiga að vinna og virka fyrir son minn. Hann er alvöru barn og ég er alvöru mamma. Höfundur er fósturforeldri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástin og lífið Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Ég varð mamma fyrir 3 árum. Ólíkt vinkonum mínum fól mín „meðganga” mín í sér andlegar breytingar, ekki líkamlegar, þar sem við maðurinn minn sóttum um að verða fósturforeldrar. Umsóknarferlið, umsagnir, mat á hæfni, fósturnámskeið. Okkar undirbúningur snerist um að kafa ofan í saumana á okkar sambandi, okkar æsku og áföllum, okkar samskiptamynstri. Eitthvað sem allir foreldrar ættu eflaust að gera áður en farið er af stað í barneignir. Ástæður fólks fyrir að stíga inn í þetta hlutverk eru fjölbreyttar, en mín ástæða var að ég vildi stækka fjölskylduna mína. Ég vildi sjá manninn minn í föðurhlutverkinu, enda vissi ég að þarna væri á ferðinni besti pabbi sem hægt væri að finna. Ég vissi að þetta væri ekki „hefðbundna” leiðin, þetta var svo sannarlega ekki einfalda leiðin, en þetta var okkar leið. Ég hitti barnið mitt í fyrsta skipti ekki á fæðingardeildinni heldur á vistheimili barna. Hann þá tveggja ára að verða þriggja, og ég leit á þetta fallegasta barn sem ég hafði nokkurn tímann séð og tilfinningarnar voru margs konar. Ég var sorgmædd fyrir hönd hans að hann væri í þessum aðstæðum. Sorgmædd að hann gæti ekki alist upp á heimilinu sem hann fæddist á. Ég var líka sorgmædd fyrir hönd kynmóður hans, sem ég var núna að upplifa mjög erfiða tíma. Hún elskar strákinn sinn en er ekki í stakk búinn að veita honum það öryggi sem hann þarf á að halda. Ég var hamingjusöm fyrir mína hönd að vera sú sem fengi að skipa svona stórt hlutverk í hans lífi. Við vorum tilbúin að vera foreldrar þessa fallega barns. Við vissum ekki hve lengi við fengjum að vera í því hlutverki, en við tókum óvissuna í fangið vitandi að það skipti máli. Þó að mín leið að móðurhlutverkinu hafi verið öðruvísi en vinkvenna minna, þá erum við allar alvöru mömmur, eða er það ekki? ------------------------------- Fyrir allar mömmur er það erfitt þegar barnið manns er veikt. Litli gormurinn minn var með óþol fyrir eggjum og með mikið exem. Meðan hann var ennþá í tímabundnu fóstri hjá okkur var það áskorun að þurfa að leysa út ofnæmismixtúrur, sterakrem eða panta tíma hjá barnalækni. Af hverju? Jú því ég er ekki alvöru mamma hans, og það höfum við verið minnt á aftur og aftur. Sonur minn á tvær mömmur. Önnur gekk með hann í maganum, hin gekk með hann í hjartanu. Báðar erum við mikilvægar. Báðar erum við alvöru mömmur. Alls konar sérfræðingar þurftu að alls konar ákvarðanir um hagi sonar míns. Stundum voru teknar ákvarðanir sem okkur var sagt að væru honum fyrir bestu. Það voru samt við sem sátum með grátandi, kvíðið og órólegt barn í fanginu og sáum skýrt að þær ákvarðanir sem teknar voru tikkuðu kannski í rétt box í lögum og reglugerðum, en voru alls ekki teknar með hans þarfir og tilfinningar að leiðarljósi. Við reyndum að hafa áhrif á ákvarðanatökuna, biðja um endurskoðun og tala hans máli þegar hann gat það ekki sjálfur. En það skipti ekki máli, því ég er ekki alvöru mamma hans og á ekki að hafa neitt um það að segja. Fyrsta utanlandsferðin saman. Svo mikil spenna, talið niður í ferðina í alltof (alltof!) langan tíma. Við hjónin vorum vel undirbúin til að sækja um vegabréfið, því við gátum auðvitað ekki farið sömu leið og allir aðrir foreldrar. Vopnuð umsókn, staðfestingu frá barnavernd að við megum sækja um vegabréf og megum ferðast með hann mættum við til sýslumanns. Litli maðurinn var svo spenntur, hann var búinn að ákveða að standa á höndum í myndatökunni. Sýna listir sínar. „Já bíddu nú við”, sagði konan í afgreiðslunni og horfði á mig og barnið mitt til skiptis. Þú ert ekki alvöru mamma hans? „Ha, jú. Ég er alvöru mamma hans, ég er fósturmamma.” „Ah já! Gunni, geturðu komið og hjálpað mér. Hérna eru hjón að sækja um vegabréf fyrir barn, en þau eru ekki alvöru foreldrar hans. “ Sonur minn horfði hissa á konuna og mig. Hann skildi ekki alveg hvað hún var að meina. Hann veit að hann á tvær mömmur. Hann veit að önnur mamma hans þurfti hjálp og þess vegna flutti hann til okkar. Hann veit margt, en að ég væri ekki alvöru mamma hans skildi hann ekki. Hann hafði heyrt þetta sagt áður; af lækninum hans, af afgreiðslufólki í apótekinu, nú hér. Nú var hann orðinn eldri, farinn að skilja meira. En þetta skildi hann ekki. Ef við vorum ekki alvöru foreldrar hans, hvað vorum við þá? Eitt af því mikilvægasta sem lögð er áhersla á í ferlinu þegar maður sækir um að verða fósturforeldri er að börn þurfi að upplifa að þau tilheyri, en hvernig eiga þau að tilheyra ef þau fá að heyra og finna að foreldrar þeirra séu ekki alvöru? Að fjölskyldur þeirra séu ekki alvöru. Það kom mér einmitt helst á óvart í þessu hlutverki hvernig kerfið horfir á mig og aðra í minni stöðu. Okkur er sagt, beint og óbeint, að við séum ekki alvöru. Við erum þjónustuveitendur. Ég get fullyrt það að það er enginn sem þekkir barnið mitt betur en ég og maðurinn minn. Við erum þau sem vökum með honum svefnlausar nætur, við vinnum með honum úr áföllum hans, við leysum út sterakremið þegar exemið angrar, við huggum hann þegar hann grætur og knúsum hann þegar hann þarf. Ekkert af þessu er þjónusta, þetta er það sem fjölskyldur gera. Það sem foreldrar gera. Ég ber ábyrgð á að hann finni að hann tilheyri hjá mér, en samt virðist kerfið okkar ekki vilja undirbyggja það og oftar en ekki upplifi ég að það komi hreinlega í veg fyrir það. Heimili mitt er ekki stofnun. Mér er sagt að treysta á lögin. Treysta á kerfið. Treysta á fagfólkið. Treysta á stjórnvöld. En í sannleika sagt, ef það er eitthvað sem ég hef fundið fyrir á mínum 3 árum sem næstum-því-alvöru-mamma, þá er það sú upplifun að kerfið sé ekki byggt fyrir mig. Að það sé ekki byggt fyrir barnið mitt. Það sé byggt fyrir kerfið sjálft. Það sé byggt fyrir lögfræðinga. Sérfræðinga. Sonur minn er ekki bara to do listi sem þarf að tikka í til að hægt sé að segja að lögum og reglum hafi verið fylgt. Lög og reglur eiga að vinna og virka fyrir son minn. Hann er alvöru barn og ég er alvöru mamma. Höfundur er fósturforeldri.
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar