Myglaður laukur í poka og lambaeistu á matseðlinum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. apríl 2025 21:03 Guðbjörg Salvör Skarphéðinsdóttir, nemandi í bakaraiðn (t.h.) og Kara Sól Ísleifsdóttir, nemandi í bakaraiðn, sem gefa náminu í skólanum sína bestu einkunn. Magnús Hlynur Hreiðarsson Myglaður laukur í poka, lamba eistu, hrá hörpuskel og eldsteiktir sniglar eru á meðal rétta, sem framleiðslunemendur í Menntaskólanum í Kópavogi (MK) hafa töfrað fram á sérstökum matarkvöldum skólans. Námið í matvælagreinum skólans er mjög vinsælt og hluti af því er að bjóða til veislu í skólunum reglulega þar sem framleiðslunemendur spreyta sig við gerð ýmissa rétta og kennararnir fylgjast með bak við tjöldin og skrá hvernig nemendur standa sig. Í veislu, sem þessari vinna öll fögin saman en það eru kjötiðnarnemendur, framreiðslunemendur, matreiðslunemendur og bakaranemendur. „Hér erum við að klára að leggja lokahöndina á „A la carte“æfinguna okkar, sem er stærsta kvöldverðar æfingin okkar og við erum að bjóða upp á allskonar skemmtilegt og frumlegt og eiginlega fáránlegt hráefni á tímabili,“ segir Hinrik Karl Erlendsson, matreiðslumaður og kennari í MK. Getur þú nefnt einhver dæmi ? „Hrútspungar, við erum með blóð, það er makríll, það í síld, myglaður laukur, þannig að við erum með allskonar.“ Námið í skólanum er mjög vinsælt og skemmtilegt, bæði hjá kennurum og nemendum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og maturinn rann ljúflega niður hjá gestum kvöldsins. Þetta er greinilega mjög flott nám, sem þið eruð að bjóða upp á? „Já, þetta er alveg á heimsklassa enda aðstaðan hérna alveg frábær og nemendurnir eru frábæri, þannig að þetta er ekkert nema yndi að fá að kenna hérna. Þetta er mjög gaman, það er svo mikil gróska í þessum fögum og það er gaman að fá að taka þátt í þessu með nemendum,“ segir Haraldur Jóhann Sæmundsson, framkvæmdastjóri í Hótel- og matvælaskólanum í MK og bætir við. „Íslenskir iðnaðarmenn og íslenskt fólk í matvælagreinum er gífurlega vinsælt um allan heim þannig að möguleikarnir eru svakalega miklir og mikið af þeim stefna erlendis. Við erum að bjóða upp á rosalega flott nám hérna eins og þú sást er aðstaðan okkar á heimsmælikvarða og námið er rosalega flott og við reynum að hafa það fjölbreytt og reynum að halda því í takt við það, sem staðirnir eru að gera, þannig að þetta nám, við erum mjög ánægð með þetta nám,“ segir Haraldur Jóhann alsæll. Haraldur Jóhann Sæmundsson, framkvæmdastjóri í Hótel- og matvælaskólanum í MK, segir alla aðstöðu til kennslu í skólanum á heimsmælikvarða. Hann hrósar líka nemendum og segir þá standa sig einstaklega vel í náminu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og boðið var upp á myglaðan lauk í poka, sem bragðaðist mjög vel, ótrúlegt en dagsatt. Nokkrir hressir nemendur skólans en verkleg kennsla er stór hluti af náminu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bakaraiðn er líka kennd í skólanum og eru vinkonur að útskrifast, sem bakarar í vor. „Námið er mjög fjölbreytt myndi ég segja, mjög skemmtilegt. Við erum alltaf að gera eitthvað allt öðruvísi og mjög mikið verklegt,“ segir Guðbjörg Salvör Skarphéðinsdóttir, nemandi. Kara Sól Ísleifsdóttir, sem er líka nemandi í bakaraiðn segir námið mjög skemmtilegt. „Já, engir dagar eru eins og mikil vinna í höndunum,“ segir Kara Sól. Myglaður laukur í poka var m.a. í eftirrétt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hér má sjá matseðilinn þegar aðalrétturinn var annars vegar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða skólans Kópavogur Skóla- og menntamál Matur Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Sjá meira
Námið í matvælagreinum skólans er mjög vinsælt og hluti af því er að bjóða til veislu í skólunum reglulega þar sem framleiðslunemendur spreyta sig við gerð ýmissa rétta og kennararnir fylgjast með bak við tjöldin og skrá hvernig nemendur standa sig. Í veislu, sem þessari vinna öll fögin saman en það eru kjötiðnarnemendur, framreiðslunemendur, matreiðslunemendur og bakaranemendur. „Hér erum við að klára að leggja lokahöndina á „A la carte“æfinguna okkar, sem er stærsta kvöldverðar æfingin okkar og við erum að bjóða upp á allskonar skemmtilegt og frumlegt og eiginlega fáránlegt hráefni á tímabili,“ segir Hinrik Karl Erlendsson, matreiðslumaður og kennari í MK. Getur þú nefnt einhver dæmi ? „Hrútspungar, við erum með blóð, það er makríll, það í síld, myglaður laukur, þannig að við erum með allskonar.“ Námið í skólanum er mjög vinsælt og skemmtilegt, bæði hjá kennurum og nemendum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og maturinn rann ljúflega niður hjá gestum kvöldsins. Þetta er greinilega mjög flott nám, sem þið eruð að bjóða upp á? „Já, þetta er alveg á heimsklassa enda aðstaðan hérna alveg frábær og nemendurnir eru frábæri, þannig að þetta er ekkert nema yndi að fá að kenna hérna. Þetta er mjög gaman, það er svo mikil gróska í þessum fögum og það er gaman að fá að taka þátt í þessu með nemendum,“ segir Haraldur Jóhann Sæmundsson, framkvæmdastjóri í Hótel- og matvælaskólanum í MK og bætir við. „Íslenskir iðnaðarmenn og íslenskt fólk í matvælagreinum er gífurlega vinsælt um allan heim þannig að möguleikarnir eru svakalega miklir og mikið af þeim stefna erlendis. Við erum að bjóða upp á rosalega flott nám hérna eins og þú sást er aðstaðan okkar á heimsmælikvarða og námið er rosalega flott og við reynum að hafa það fjölbreytt og reynum að halda því í takt við það, sem staðirnir eru að gera, þannig að þetta nám, við erum mjög ánægð með þetta nám,“ segir Haraldur Jóhann alsæll. Haraldur Jóhann Sæmundsson, framkvæmdastjóri í Hótel- og matvælaskólanum í MK, segir alla aðstöðu til kennslu í skólanum á heimsmælikvarða. Hann hrósar líka nemendum og segir þá standa sig einstaklega vel í náminu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og boðið var upp á myglaðan lauk í poka, sem bragðaðist mjög vel, ótrúlegt en dagsatt. Nokkrir hressir nemendur skólans en verkleg kennsla er stór hluti af náminu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bakaraiðn er líka kennd í skólanum og eru vinkonur að útskrifast, sem bakarar í vor. „Námið er mjög fjölbreytt myndi ég segja, mjög skemmtilegt. Við erum alltaf að gera eitthvað allt öðruvísi og mjög mikið verklegt,“ segir Guðbjörg Salvör Skarphéðinsdóttir, nemandi. Kara Sól Ísleifsdóttir, sem er líka nemandi í bakaraiðn segir námið mjög skemmtilegt. „Já, engir dagar eru eins og mikil vinna í höndunum,“ segir Kara Sól. Myglaður laukur í poka var m.a. í eftirrétt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hér má sjá matseðilinn þegar aðalrétturinn var annars vegar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða skólans
Kópavogur Skóla- og menntamál Matur Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Sjá meira