Myglaður laukur í poka og lambaeistu á matseðlinum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. apríl 2025 21:03 Guðbjörg Salvör Skarphéðinsdóttir, nemandi í bakaraiðn (t.h.) og Kara Sól Ísleifsdóttir, nemandi í bakaraiðn, sem gefa náminu í skólanum sína bestu einkunn. Magnús Hlynur Hreiðarsson Myglaður laukur í poka, lamba eistu, hrá hörpuskel og eldsteiktir sniglar eru á meðal rétta, sem framleiðslunemendur í Menntaskólanum í Kópavogi (MK) hafa töfrað fram á sérstökum matarkvöldum skólans. Námið í matvælagreinum skólans er mjög vinsælt og hluti af því er að bjóða til veislu í skólunum reglulega þar sem framleiðslunemendur spreyta sig við gerð ýmissa rétta og kennararnir fylgjast með bak við tjöldin og skrá hvernig nemendur standa sig. Í veislu, sem þessari vinna öll fögin saman en það eru kjötiðnarnemendur, framreiðslunemendur, matreiðslunemendur og bakaranemendur. „Hér erum við að klára að leggja lokahöndina á „A la carte“æfinguna okkar, sem er stærsta kvöldverðar æfingin okkar og við erum að bjóða upp á allskonar skemmtilegt og frumlegt og eiginlega fáránlegt hráefni á tímabili,“ segir Hinrik Karl Erlendsson, matreiðslumaður og kennari í MK. Getur þú nefnt einhver dæmi ? „Hrútspungar, við erum með blóð, það er makríll, það í síld, myglaður laukur, þannig að við erum með allskonar.“ Námið í skólanum er mjög vinsælt og skemmtilegt, bæði hjá kennurum og nemendum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og maturinn rann ljúflega niður hjá gestum kvöldsins. Þetta er greinilega mjög flott nám, sem þið eruð að bjóða upp á? „Já, þetta er alveg á heimsklassa enda aðstaðan hérna alveg frábær og nemendurnir eru frábæri, þannig að þetta er ekkert nema yndi að fá að kenna hérna. Þetta er mjög gaman, það er svo mikil gróska í þessum fögum og það er gaman að fá að taka þátt í þessu með nemendum,“ segir Haraldur Jóhann Sæmundsson, framkvæmdastjóri í Hótel- og matvælaskólanum í MK og bætir við. „Íslenskir iðnaðarmenn og íslenskt fólk í matvælagreinum er gífurlega vinsælt um allan heim þannig að möguleikarnir eru svakalega miklir og mikið af þeim stefna erlendis. Við erum að bjóða upp á rosalega flott nám hérna eins og þú sást er aðstaðan okkar á heimsmælikvarða og námið er rosalega flott og við reynum að hafa það fjölbreytt og reynum að halda því í takt við það, sem staðirnir eru að gera, þannig að þetta nám, við erum mjög ánægð með þetta nám,“ segir Haraldur Jóhann alsæll. Haraldur Jóhann Sæmundsson, framkvæmdastjóri í Hótel- og matvælaskólanum í MK, segir alla aðstöðu til kennslu í skólanum á heimsmælikvarða. Hann hrósar líka nemendum og segir þá standa sig einstaklega vel í náminu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og boðið var upp á myglaðan lauk í poka, sem bragðaðist mjög vel, ótrúlegt en dagsatt. Nokkrir hressir nemendur skólans en verkleg kennsla er stór hluti af náminu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bakaraiðn er líka kennd í skólanum og eru vinkonur að útskrifast, sem bakarar í vor. „Námið er mjög fjölbreytt myndi ég segja, mjög skemmtilegt. Við erum alltaf að gera eitthvað allt öðruvísi og mjög mikið verklegt,“ segir Guðbjörg Salvör Skarphéðinsdóttir, nemandi. Kara Sól Ísleifsdóttir, sem er líka nemandi í bakaraiðn segir námið mjög skemmtilegt. „Já, engir dagar eru eins og mikil vinna í höndunum,“ segir Kara Sól. Myglaður laukur í poka var m.a. í eftirrétt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hér má sjá matseðilinn þegar aðalrétturinn var annars vegar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða skólans Kópavogur Skóla- og menntamál Matur Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Námið í matvælagreinum skólans er mjög vinsælt og hluti af því er að bjóða til veislu í skólunum reglulega þar sem framleiðslunemendur spreyta sig við gerð ýmissa rétta og kennararnir fylgjast með bak við tjöldin og skrá hvernig nemendur standa sig. Í veislu, sem þessari vinna öll fögin saman en það eru kjötiðnarnemendur, framreiðslunemendur, matreiðslunemendur og bakaranemendur. „Hér erum við að klára að leggja lokahöndina á „A la carte“æfinguna okkar, sem er stærsta kvöldverðar æfingin okkar og við erum að bjóða upp á allskonar skemmtilegt og frumlegt og eiginlega fáránlegt hráefni á tímabili,“ segir Hinrik Karl Erlendsson, matreiðslumaður og kennari í MK. Getur þú nefnt einhver dæmi ? „Hrútspungar, við erum með blóð, það er makríll, það í síld, myglaður laukur, þannig að við erum með allskonar.“ Námið í skólanum er mjög vinsælt og skemmtilegt, bæði hjá kennurum og nemendum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og maturinn rann ljúflega niður hjá gestum kvöldsins. Þetta er greinilega mjög flott nám, sem þið eruð að bjóða upp á? „Já, þetta er alveg á heimsklassa enda aðstaðan hérna alveg frábær og nemendurnir eru frábæri, þannig að þetta er ekkert nema yndi að fá að kenna hérna. Þetta er mjög gaman, það er svo mikil gróska í þessum fögum og það er gaman að fá að taka þátt í þessu með nemendum,“ segir Haraldur Jóhann Sæmundsson, framkvæmdastjóri í Hótel- og matvælaskólanum í MK og bætir við. „Íslenskir iðnaðarmenn og íslenskt fólk í matvælagreinum er gífurlega vinsælt um allan heim þannig að möguleikarnir eru svakalega miklir og mikið af þeim stefna erlendis. Við erum að bjóða upp á rosalega flott nám hérna eins og þú sást er aðstaðan okkar á heimsmælikvarða og námið er rosalega flott og við reynum að hafa það fjölbreytt og reynum að halda því í takt við það, sem staðirnir eru að gera, þannig að þetta nám, við erum mjög ánægð með þetta nám,“ segir Haraldur Jóhann alsæll. Haraldur Jóhann Sæmundsson, framkvæmdastjóri í Hótel- og matvælaskólanum í MK, segir alla aðstöðu til kennslu í skólanum á heimsmælikvarða. Hann hrósar líka nemendum og segir þá standa sig einstaklega vel í náminu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og boðið var upp á myglaðan lauk í poka, sem bragðaðist mjög vel, ótrúlegt en dagsatt. Nokkrir hressir nemendur skólans en verkleg kennsla er stór hluti af náminu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bakaraiðn er líka kennd í skólanum og eru vinkonur að útskrifast, sem bakarar í vor. „Námið er mjög fjölbreytt myndi ég segja, mjög skemmtilegt. Við erum alltaf að gera eitthvað allt öðruvísi og mjög mikið verklegt,“ segir Guðbjörg Salvör Skarphéðinsdóttir, nemandi. Kara Sól Ísleifsdóttir, sem er líka nemandi í bakaraiðn segir námið mjög skemmtilegt. „Já, engir dagar eru eins og mikil vinna í höndunum,“ segir Kara Sól. Myglaður laukur í poka var m.a. í eftirrétt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hér má sjá matseðilinn þegar aðalrétturinn var annars vegar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða skólans
Kópavogur Skóla- og menntamál Matur Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira