Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 12. apríl 2025 00:01 Robert F Kennedy yngri er heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna. EPA Robert F Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, ætlar með miklu rannsóknarátaki að finna hver orsök einhverfu sé, á einungis fimm mánuðum. Sérfræðingar segja viðleitnina óraunhæfa og afvegaleidda. „Í september munum við vita hvað hefur valdið einhverfufaraldri og við munum geta útrýmt tilfellum,“ sagði Kennedy samkvæmt umfjöllun BBC. Ráðherrann vill fara í rannsóknarátak en einhverfugreiningar hafa aukist til muna síðan um aldamót. Talið er að um 2,7 prósent átta ára barna séu einhverf. Vísindamenn segja auknar greiningar vera að hluta til vegna vitundarvakningar um heilkennið. Bandaríska heilbrigðisstofnunin eyðir um þrjú hundruð milljónum bandarískra dollara, tæpir 39 milljarðar í íslenskum krónum, í rannsóknir á einhverfu ár hvert. Hugsanlegir áhrifaþættir eru loftmengun, ótímabær fæðing og heilsufarsvandamál móður. Kennedy vill einnig láta rannsaka tengsl einhverfu og bóluefna. Hugmyndir um að bóluefni valdi einhverfu koma frá afsannaðri rannsókn Andrew Wakefield sem birti rannsókn um tengsl milli bóluefna og einhverfu. Seinna meir kom í ljós að hann átti í fjárhagslegum hagsmunaárekstrum og var rannsóknin dregin til baka. Samtök einhverfra í Bandaríkjunum hafa gagnrýnt áform Kennedy og kalla þau óraunhæf og villandi. „Þetta er hvorki langvarandi sjúkdómur né smitsjúkdómur,“ segja fulltrúar Samtakanna. Christopher Banks, forseti Samtakanna segir að fullyrðingar um að einhverfa orsakist einungis af umhverfisþáttum vera villandi. Þess kyns fullyrðingar viðhaldi skaðlegum fordómum, stofni lýðheilsu í hættu og dragi athyglina frá mikilvægum þörfum einhverfusamfélagsins. Bandaríkin Vísindi Einhverfa Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Fullir í flugi Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fleiri fréttir Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Sjá meira
„Í september munum við vita hvað hefur valdið einhverfufaraldri og við munum geta útrýmt tilfellum,“ sagði Kennedy samkvæmt umfjöllun BBC. Ráðherrann vill fara í rannsóknarátak en einhverfugreiningar hafa aukist til muna síðan um aldamót. Talið er að um 2,7 prósent átta ára barna séu einhverf. Vísindamenn segja auknar greiningar vera að hluta til vegna vitundarvakningar um heilkennið. Bandaríska heilbrigðisstofnunin eyðir um þrjú hundruð milljónum bandarískra dollara, tæpir 39 milljarðar í íslenskum krónum, í rannsóknir á einhverfu ár hvert. Hugsanlegir áhrifaþættir eru loftmengun, ótímabær fæðing og heilsufarsvandamál móður. Kennedy vill einnig láta rannsaka tengsl einhverfu og bóluefna. Hugmyndir um að bóluefni valdi einhverfu koma frá afsannaðri rannsókn Andrew Wakefield sem birti rannsókn um tengsl milli bóluefna og einhverfu. Seinna meir kom í ljós að hann átti í fjárhagslegum hagsmunaárekstrum og var rannsóknin dregin til baka. Samtök einhverfra í Bandaríkjunum hafa gagnrýnt áform Kennedy og kalla þau óraunhæf og villandi. „Þetta er hvorki langvarandi sjúkdómur né smitsjúkdómur,“ segja fulltrúar Samtakanna. Christopher Banks, forseti Samtakanna segir að fullyrðingar um að einhverfa orsakist einungis af umhverfisþáttum vera villandi. Þess kyns fullyrðingar viðhaldi skaðlegum fordómum, stofni lýðheilsu í hættu og dragi athyglina frá mikilvægum þörfum einhverfusamfélagsins.
Bandaríkin Vísindi Einhverfa Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Fullir í flugi Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fleiri fréttir Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Sjá meira