Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. apríl 2025 12:30 Guðmundur Ari segir mikla stemningu í Samfylkingunni eftir gott gengi síðustu mánuði. Flokkurinn heldur landsfund um helgina og fagnar 25 ára afmæli á sama tíma. Vísir/Vilhelm Landsfundur Samfylkingarinnar fer fram í dag og á morgun í Fossaleyni í Grafarvogi og verður fundurinn settur klukkan eitt. Þingflokksformaðurinn segir von á fjölmörgum gestum, sér í lagi á morgun þegar fundurinn verður opinn öllum í tilefni af 25 ára afmæli flokksins. „Það má eiginlega segja að það sé grasrótardagskrá í dag það sem er verið að vinna að stefnubreytingum, lagabreytingum og að kjósa í forystu flokksins. Á morgun er 25 ára afmælishátíð Samfylkingarinnar en í ár eru 25 ár síðan Samfylkingin var stofnuð. Þar munum við eiga samtal um öryggis- og varnarmál og við aðila vinnumarkaðarins og einnig fagna þessum fyrstu hundrað dögum Samfylkingarinnar í ríkisstjórn,“ segir Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Sterkir fulltrúar landsbyggðarinnar Klukkan fjögur í dag hefst kynning á frambjóðendum í stjórn. Kristrún Frostadóttir formaður er ein í framboði til embættisins og Guðmundur Árni Stefánsson, varaformaður, er sömuleiðis einn í framboði til endurkjörs. Tveir sækjast eftir stöðu ritara - Guðný Birna Guðmundsdóttir oddviti flokksins í Reykjanesbæ og Gylfi Þór Gíslason formaður verkalýðsmálaráðs flokksins og lögregluvarðstjóri á Vestfjörðum. „Arna Lára sem var kjörin inn á þing gat ekki haldið áfram sem ritari flokksins samkvæmt lögum Samfylkingarinnar þannig að það eru tveir öflugir fulltrúar af landsbyggðinni að bjóða sig fram þar. Þannig að það verður spennandi að sjá hvað gerist þar.“ Jón Grétar Þórsson gjaldkeri flokksins sækist eftir endurkjöri og hefur enginn boðið sig fram á móti honum. Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi ráðherra fyrir flokkinn, sækist þá eftir að verða formaður framkvæmdastjórnar - sem Guðmundur Ari var áður. Tímamót Fundurinn verður opinn öllum á morgun - svo lengi sem pláss leyfir. Guðmundur Ari gerir ráð fyrir fjölmenni. „Við gerum nú ráð fyrir fjölmennri samkomu og það er mikil stemning í flokknum eftir gott gengi síðustu vikur og mánuði. Þannig að við gerum ráð fyrir góðri stemningu um helgina,“ segir Guðmundur Ari. „Þetta eru tímamót og það er ákaflega ánægjulegt að geta fagnað þeim með því að vera stærsti flokkur landsins, vera með forsætisráðherra og í ríkisstjórn.“ Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Reykjavík Tímamót Tengdar fréttir Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi ráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar, æltar að sækjast eftir embætti formanns framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins um helgina. 8. apríl 2025 17:57 Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ Kristrún Frostadóttir verður sjálfkjörin formaður Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins næstu helgi. Sitjandi varaformaður gefur kost á sér og hefur ekki enn fengið nein mótframboð. Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ hefur boðið sig fram í embætti ritara. 8. apríl 2025 15:20 Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Guðmundur Árni Stefánsson, varaformaður Samfylkingarinnar, sækist eftir endurkjöri sem varaformaður. Landsfundur flokksins fer fram um helgina. Kristrún Frostadóttir, formaður flokksins, sækist ein eftir endurkjöri sem formaður. 8. apríl 2025 06:59 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
„Það má eiginlega segja að það sé grasrótardagskrá í dag það sem er verið að vinna að stefnubreytingum, lagabreytingum og að kjósa í forystu flokksins. Á morgun er 25 ára afmælishátíð Samfylkingarinnar en í ár eru 25 ár síðan Samfylkingin var stofnuð. Þar munum við eiga samtal um öryggis- og varnarmál og við aðila vinnumarkaðarins og einnig fagna þessum fyrstu hundrað dögum Samfylkingarinnar í ríkisstjórn,“ segir Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Sterkir fulltrúar landsbyggðarinnar Klukkan fjögur í dag hefst kynning á frambjóðendum í stjórn. Kristrún Frostadóttir formaður er ein í framboði til embættisins og Guðmundur Árni Stefánsson, varaformaður, er sömuleiðis einn í framboði til endurkjörs. Tveir sækjast eftir stöðu ritara - Guðný Birna Guðmundsdóttir oddviti flokksins í Reykjanesbæ og Gylfi Þór Gíslason formaður verkalýðsmálaráðs flokksins og lögregluvarðstjóri á Vestfjörðum. „Arna Lára sem var kjörin inn á þing gat ekki haldið áfram sem ritari flokksins samkvæmt lögum Samfylkingarinnar þannig að það eru tveir öflugir fulltrúar af landsbyggðinni að bjóða sig fram þar. Þannig að það verður spennandi að sjá hvað gerist þar.“ Jón Grétar Þórsson gjaldkeri flokksins sækist eftir endurkjöri og hefur enginn boðið sig fram á móti honum. Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi ráðherra fyrir flokkinn, sækist þá eftir að verða formaður framkvæmdastjórnar - sem Guðmundur Ari var áður. Tímamót Fundurinn verður opinn öllum á morgun - svo lengi sem pláss leyfir. Guðmundur Ari gerir ráð fyrir fjölmenni. „Við gerum nú ráð fyrir fjölmennri samkomu og það er mikil stemning í flokknum eftir gott gengi síðustu vikur og mánuði. Þannig að við gerum ráð fyrir góðri stemningu um helgina,“ segir Guðmundur Ari. „Þetta eru tímamót og það er ákaflega ánægjulegt að geta fagnað þeim með því að vera stærsti flokkur landsins, vera með forsætisráðherra og í ríkisstjórn.“
Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Reykjavík Tímamót Tengdar fréttir Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi ráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar, æltar að sækjast eftir embætti formanns framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins um helgina. 8. apríl 2025 17:57 Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ Kristrún Frostadóttir verður sjálfkjörin formaður Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins næstu helgi. Sitjandi varaformaður gefur kost á sér og hefur ekki enn fengið nein mótframboð. Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ hefur boðið sig fram í embætti ritara. 8. apríl 2025 15:20 Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Guðmundur Árni Stefánsson, varaformaður Samfylkingarinnar, sækist eftir endurkjöri sem varaformaður. Landsfundur flokksins fer fram um helgina. Kristrún Frostadóttir, formaður flokksins, sækist ein eftir endurkjöri sem formaður. 8. apríl 2025 06:59 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi ráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar, æltar að sækjast eftir embætti formanns framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins um helgina. 8. apríl 2025 17:57
Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ Kristrún Frostadóttir verður sjálfkjörin formaður Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins næstu helgi. Sitjandi varaformaður gefur kost á sér og hefur ekki enn fengið nein mótframboð. Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ hefur boðið sig fram í embætti ritara. 8. apríl 2025 15:20
Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Guðmundur Árni Stefánsson, varaformaður Samfylkingarinnar, sækist eftir endurkjöri sem varaformaður. Landsfundur flokksins fer fram um helgina. Kristrún Frostadóttir, formaður flokksins, sækist ein eftir endurkjöri sem formaður. 8. apríl 2025 06:59