Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir, Þórný Hlynsdóttir og Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifa 10. apríl 2025 22:00 Meirihlutinn í Reykjavík samþykkti í mars samstarfsyfirlýsingu sín á milli, svokallaða aðgerðaráætlun sem innihélt tillögur að málefnum sem vinna ætti að á kjörtímabílinu. Í einni þeirra var eftirfarandi ákveðið: „Auknum fjármunum verður veitt til skólabókasafna til að stórefla og glæða lestraráhuga barna…” Félag fagfólks á skólasöfnum (FFÁS), Upplýsing, félag bókasafns- og upplýsingafræða og Kjaradeild bókasafns- og upplýsingafræðinga hjá stéttarfélaginu Visku fagna þessari yfirlýsingu. Þann 1. apríl sl. sendu félögin Skóla- og frístundaráði, ásamt borgarfulltrúum meirihlutans, bréf þar sem komið var á framfæri áríðandi ábendingum er varða mikilvægi skólasafna í grunnskólum Reykjavíkur og hvatt til markvissrar eflingar þeirra. Einnig lýstu félögin því yfir að þau væru tilbúin til samtals og samstarfs varðandi málefni skólasafna borgarinnar. Það er ánægjulegt að meirihlutinn í borginni átti sig á mikilvægi skólasafna því þau eru ekki einungis geymslustaður fyrir bækur heldur hjarta hvers skóla, lifandi miðstöðvar þekkingar, lestraráhuga og gagnrýninnar hugsunar. Aukið fjármagn til skólasafna er stórt skref í rétta átt. En til þess að þetta fjármagn nýtist sem best þarf að tryggja markvissar umbætur. Rannsóknir sýna að öflug skólasöfn með fagmenntuðum bókasafns- og upplýsingafræðingum auka lestraráhuga nemenda, bæta lesskilning og stuðla að betri námsárangri. Skólasöfn eru staðir þar sem nemendur geta uppgötvað nýjar bækur, dýpkað skilning sinn á námsefni og lært að nýta sér margvíslegar heimildir. Því er nauðsynlegt að söfnin fái góðan stuðning og viðeigandi aðstöðu. Skólasöfn þurfa fagmenntað starfsfólk ásamt góðri aðstöðu og aðgengi að bókum Eitt af lykilatriðum í eflingu skólasafna er að tryggja að á hverju skólasafni sé starfandi fagmenntaður bókasafns- og upplýsingafræðingur. Fagmenntað starfsfólk gegnir mikilvægu hlutverki þegar kemur að því að kynna nýjar bækur, leiðbeina nemendum um upplýsingaöflun og stuðla að lestrarhvatningu í samvinnu við kennara. Ef skólasöfn eru eingöngu rekin af áhugasömum einstaklingum, án faglegs bakgrunns í upplýsinga- eða kennslufræðum, minnkar gildi safna í fræðslu og kennslu. Skólasöfn búa við mjög misjafnar aðstæður. Á meðan sum hafa góða og hentuga aðstöðu glíma önnur við mikið plássleysi. Enn önnur hafa verið sett fram á gang eða tekin í sundur og dreift um skólann. Slík framkvæmd rýrir hlutverk safnanna og gerir þau óaðgengileg nemendum. Tryggja þarf að hver skóli hafi vel búið safn með ákveðið rými sem hentar safninu og að öll útlán séu skráð í útlánakerfi þannig að höfundar fái greitt fyrir lestur bóka sinna. Nauðsynlegt er að úthlutun fjármagns til bókakaupa sé jöfn á milli skóla og réttlát með tilliti til nemendafjölda. Skólasöfn þurfa stöðugt fjármagn til að kaupa nýjar bækur, endurnýja safnkost og tryggja að börn með ólíkan bakgrunn, lestrargetu og móðurmál hafi aðgang að fjölbreyttu lesefni. Eyrnamerkt fjármagn til bókakaupa er lykilatriði svo ekki sé hægt að skera niður fjárveitingar til skólasafna í hagræðingarskyni. Skólasöfn sem miðstöð þekkingar og lestraráhuga Til að efla læsi og upplýsingalæsi nemenda þarf að gera skólasöfn að lifandi þekkingarmiðstöðvum. Þau þurfa að geta staðið fyrir bókakynningum, rithöfundaheimsóknum og kynningum á fjölbreyttum og nýlegum bókum. Jafnframt þarf að styrkja samstarf skólasafna og kennara til að samþætta söfnin betur við nám og kennslu. Ef skólasöfn fá þann stuðning sem þau þurfa verða þau ekki bara geymslustaðir fyrir bækur heldur öflugar miðstöðvar þekkingar sem ýta undir lestraráhuga, efla gagnrýna hugsun og styrkja færni nemenda í upplýsingalæsi. Við skorum á yfirvöld um allt land að tryggja faglegt starf skólasafna, nægilegt fjármagn og betri aðstöðu svo að þau geti gegnt því lykilhlutverki sem þau eiga að hafa í menntakerfinu. Höfundar eru formaður Félags fagfólks á skólasöfnum (FFÁS), formaður Upplýsingar, félags bókasafns- og upplýsingafræða og formaður Kjaradeildar bókasafns- og upplýsingafræðinga hjá stéttarfélaginu Visku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Reykjavík Borgarstjórn Bókmenntir Skóla- og menntamál Bókasöfn Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Meirihlutinn í Reykjavík samþykkti í mars samstarfsyfirlýsingu sín á milli, svokallaða aðgerðaráætlun sem innihélt tillögur að málefnum sem vinna ætti að á kjörtímabílinu. Í einni þeirra var eftirfarandi ákveðið: „Auknum fjármunum verður veitt til skólabókasafna til að stórefla og glæða lestraráhuga barna…” Félag fagfólks á skólasöfnum (FFÁS), Upplýsing, félag bókasafns- og upplýsingafræða og Kjaradeild bókasafns- og upplýsingafræðinga hjá stéttarfélaginu Visku fagna þessari yfirlýsingu. Þann 1. apríl sl. sendu félögin Skóla- og frístundaráði, ásamt borgarfulltrúum meirihlutans, bréf þar sem komið var á framfæri áríðandi ábendingum er varða mikilvægi skólasafna í grunnskólum Reykjavíkur og hvatt til markvissrar eflingar þeirra. Einnig lýstu félögin því yfir að þau væru tilbúin til samtals og samstarfs varðandi málefni skólasafna borgarinnar. Það er ánægjulegt að meirihlutinn í borginni átti sig á mikilvægi skólasafna því þau eru ekki einungis geymslustaður fyrir bækur heldur hjarta hvers skóla, lifandi miðstöðvar þekkingar, lestraráhuga og gagnrýninnar hugsunar. Aukið fjármagn til skólasafna er stórt skref í rétta átt. En til þess að þetta fjármagn nýtist sem best þarf að tryggja markvissar umbætur. Rannsóknir sýna að öflug skólasöfn með fagmenntuðum bókasafns- og upplýsingafræðingum auka lestraráhuga nemenda, bæta lesskilning og stuðla að betri námsárangri. Skólasöfn eru staðir þar sem nemendur geta uppgötvað nýjar bækur, dýpkað skilning sinn á námsefni og lært að nýta sér margvíslegar heimildir. Því er nauðsynlegt að söfnin fái góðan stuðning og viðeigandi aðstöðu. Skólasöfn þurfa fagmenntað starfsfólk ásamt góðri aðstöðu og aðgengi að bókum Eitt af lykilatriðum í eflingu skólasafna er að tryggja að á hverju skólasafni sé starfandi fagmenntaður bókasafns- og upplýsingafræðingur. Fagmenntað starfsfólk gegnir mikilvægu hlutverki þegar kemur að því að kynna nýjar bækur, leiðbeina nemendum um upplýsingaöflun og stuðla að lestrarhvatningu í samvinnu við kennara. Ef skólasöfn eru eingöngu rekin af áhugasömum einstaklingum, án faglegs bakgrunns í upplýsinga- eða kennslufræðum, minnkar gildi safna í fræðslu og kennslu. Skólasöfn búa við mjög misjafnar aðstæður. Á meðan sum hafa góða og hentuga aðstöðu glíma önnur við mikið plássleysi. Enn önnur hafa verið sett fram á gang eða tekin í sundur og dreift um skólann. Slík framkvæmd rýrir hlutverk safnanna og gerir þau óaðgengileg nemendum. Tryggja þarf að hver skóli hafi vel búið safn með ákveðið rými sem hentar safninu og að öll útlán séu skráð í útlánakerfi þannig að höfundar fái greitt fyrir lestur bóka sinna. Nauðsynlegt er að úthlutun fjármagns til bókakaupa sé jöfn á milli skóla og réttlát með tilliti til nemendafjölda. Skólasöfn þurfa stöðugt fjármagn til að kaupa nýjar bækur, endurnýja safnkost og tryggja að börn með ólíkan bakgrunn, lestrargetu og móðurmál hafi aðgang að fjölbreyttu lesefni. Eyrnamerkt fjármagn til bókakaupa er lykilatriði svo ekki sé hægt að skera niður fjárveitingar til skólasafna í hagræðingarskyni. Skólasöfn sem miðstöð þekkingar og lestraráhuga Til að efla læsi og upplýsingalæsi nemenda þarf að gera skólasöfn að lifandi þekkingarmiðstöðvum. Þau þurfa að geta staðið fyrir bókakynningum, rithöfundaheimsóknum og kynningum á fjölbreyttum og nýlegum bókum. Jafnframt þarf að styrkja samstarf skólasafna og kennara til að samþætta söfnin betur við nám og kennslu. Ef skólasöfn fá þann stuðning sem þau þurfa verða þau ekki bara geymslustaðir fyrir bækur heldur öflugar miðstöðvar þekkingar sem ýta undir lestraráhuga, efla gagnrýna hugsun og styrkja færni nemenda í upplýsingalæsi. Við skorum á yfirvöld um allt land að tryggja faglegt starf skólasafna, nægilegt fjármagn og betri aðstöðu svo að þau geti gegnt því lykilhlutverki sem þau eiga að hafa í menntakerfinu. Höfundar eru formaður Félags fagfólks á skólasöfnum (FFÁS), formaður Upplýsingar, félags bókasafns- og upplýsingafræða og formaður Kjaradeildar bókasafns- og upplýsingafræðinga hjá stéttarfélaginu Visku.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar