Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar 10. apríl 2025 13:00 Á mínum nýja vinnustað, Alþingi, hefur stundum verið rætt um íslenskan vinnumarkað af mikilli vanþekkingu eða hreinlega hroka. Þá hafa það oftar en ekki verið fulltrúar atvinnurekenda í þingliðinu sem vilja meina að staða launafólks sé of sterk, að launafólk ráði för þegar kemur að því að ákvarða launahækkanir, það gangi ekki og að það þurfi að grípa til aðgerða til að veikja stöðu þess. Á íslenskum vinnumarkaði hefur brotastarfsemi hins vegar lengi fengið að viðgangast án mikilla inngripa atvinnurekenda eða hins opinbera. Vinnustaðaeftirlit verkalýðsfélaganna hefur hin seinni ár komið upp um fjölda brota þar sem farið hefur verið illa með starfsfólk. Oftar en ekki eru þetta einstaklingar í félagslega veikri stöðu, erlent vinnuafl, venjulegt fólk. Vinnustaðaeftirlitið hefur meðal annars komið upp um alvarleg mansalsmál og verkalýðsfélögin í kjölfarið gripið til aðgerða til að grípa þetta verkafólk og veitt því húsaskjól og stuðning. Gleymum því ekki að þessi hópur er varnarlaus. Stuðningsnet þessa fólks er sjaldnast til staðar hér á landi. Verkalýðsfélögin bera hitann og þungann af þessu eftirliti og gera það alfarið á sinn kostnað. Flest tilvik sem koma upp í eftirlitinu tengjast aðbúnaði og launaþjófnaði þar sem launafólk fær ekki greitt fyrir þá vinnu sem það sinnir og ekki greitt í samræmi við ákvæði kjarasamninga. Og hver eru viðurlögin við því að brjóta vísvitandi á starfsfólki með þessum hætti? Fram til þessa dags hafa þau verið lítil. Því miður er tjón fyrirtækja sama og ekkert þegar upp kemst um launaþjófnað. Jú, fyrirtækin þurfa að leiðrétta launin, en það er allt og sumt. Það er kominn tími til þess að Alþingi grípi inn í og setji lög með skýru ákvæði um févíti. Stöndum með fólkinu. Þess má geta að í dag verður rætt um brot gegn verkafólki og fleiri mál á málstofu Verkalýðsmálaráðs Samfylkingarinnar, sem hefst kl. 17:00 í félagsheimili Samfylkingarinnar við Strandgötu í Hafnarfirði. Ég hvet alla til að mæta. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristján Þórður Snæbjarnarson Vinnumarkaður Alþingi Samfylkingin Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Á mínum nýja vinnustað, Alþingi, hefur stundum verið rætt um íslenskan vinnumarkað af mikilli vanþekkingu eða hreinlega hroka. Þá hafa það oftar en ekki verið fulltrúar atvinnurekenda í þingliðinu sem vilja meina að staða launafólks sé of sterk, að launafólk ráði för þegar kemur að því að ákvarða launahækkanir, það gangi ekki og að það þurfi að grípa til aðgerða til að veikja stöðu þess. Á íslenskum vinnumarkaði hefur brotastarfsemi hins vegar lengi fengið að viðgangast án mikilla inngripa atvinnurekenda eða hins opinbera. Vinnustaðaeftirlit verkalýðsfélaganna hefur hin seinni ár komið upp um fjölda brota þar sem farið hefur verið illa með starfsfólk. Oftar en ekki eru þetta einstaklingar í félagslega veikri stöðu, erlent vinnuafl, venjulegt fólk. Vinnustaðaeftirlitið hefur meðal annars komið upp um alvarleg mansalsmál og verkalýðsfélögin í kjölfarið gripið til aðgerða til að grípa þetta verkafólk og veitt því húsaskjól og stuðning. Gleymum því ekki að þessi hópur er varnarlaus. Stuðningsnet þessa fólks er sjaldnast til staðar hér á landi. Verkalýðsfélögin bera hitann og þungann af þessu eftirliti og gera það alfarið á sinn kostnað. Flest tilvik sem koma upp í eftirlitinu tengjast aðbúnaði og launaþjófnaði þar sem launafólk fær ekki greitt fyrir þá vinnu sem það sinnir og ekki greitt í samræmi við ákvæði kjarasamninga. Og hver eru viðurlögin við því að brjóta vísvitandi á starfsfólki með þessum hætti? Fram til þessa dags hafa þau verið lítil. Því miður er tjón fyrirtækja sama og ekkert þegar upp kemst um launaþjófnað. Jú, fyrirtækin þurfa að leiðrétta launin, en það er allt og sumt. Það er kominn tími til þess að Alþingi grípi inn í og setji lög með skýru ákvæði um févíti. Stöndum með fólkinu. Þess má geta að í dag verður rætt um brot gegn verkafólki og fleiri mál á málstofu Verkalýðsmálaráðs Samfylkingarinnar, sem hefst kl. 17:00 í félagsheimili Samfylkingarinnar við Strandgötu í Hafnarfirði. Ég hvet alla til að mæta. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar