Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Atli Ísleifsson skrifar 10. apríl 2025 12:21 Hörður Arnarson er forstjóri Landsvirkjunar. Vísir/Vilhelm Miðlunarlón Landsvirkjunar standa öll mun betur en á horfðist eftir erfiða byrjun yfirstandandi vatnsárs og hefur nú ræst vel úr að undanförnu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsvirkjun þar sem segir að við séum áfram háð duttlungum náttúrunnar. Horfur hafi þó breyst mjög til batnaðar frá því í ársbyrjun. „Vatnsár Landsvirkjunar hefst 1. október og þann dag í fyrra var útlitið ekki bjart. Eftir kalt og þurrt sumar urðum við að tilkynna stórnotendum syðra að skerða þyrfti orku til þeirra. Sú staða skánaði strax í nóvember, þegar innrennsli jókst í miðlunarlón. Það hélt áfram næstu mánuði og í byrjun febrúar var hægt að aflétta öllum skerðingum, eftir óvenju gjöfula vetrarmánuði. Snjór og jökulbráðnun Staða Blöndulóns og Hálslóns er nú með besta móti í sögulegu samhengi. Um liðin áramót var staða Þórisvatns viðkvæm, en frá þeim tíma hefur hins vegar enginn niðurdráttur verið þar. Hlýr og vætusamur vetur hefur því bætt stöðuna verulega. Því til viðbótar er snjóstaða á hálendinu með ágætum, auk þess sem vænta má jökulbráðnunar í sumar. Þar er þó ekki á vísan að róa, eins og sannaðist sl. sumar. Þegar allt er lagt saman teljum við ágætar líkur á góðum miðlunarforða næsta haust, ef tíðin verður áfram hagfelld. Þessar breytingar koma sér vel núna, þegar við sjáum t.d. fram á að þurfa að stöðva vinnslu í Sigöldustöð um þriggja mánaða skeið á næsta ári, vegna stækkunar stöðvarinnar,“ segir í tilkynningunni. Vatnsaflsvirkjanir Orkumál Landsvirkjun Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsvirkjun þar sem segir að við séum áfram háð duttlungum náttúrunnar. Horfur hafi þó breyst mjög til batnaðar frá því í ársbyrjun. „Vatnsár Landsvirkjunar hefst 1. október og þann dag í fyrra var útlitið ekki bjart. Eftir kalt og þurrt sumar urðum við að tilkynna stórnotendum syðra að skerða þyrfti orku til þeirra. Sú staða skánaði strax í nóvember, þegar innrennsli jókst í miðlunarlón. Það hélt áfram næstu mánuði og í byrjun febrúar var hægt að aflétta öllum skerðingum, eftir óvenju gjöfula vetrarmánuði. Snjór og jökulbráðnun Staða Blöndulóns og Hálslóns er nú með besta móti í sögulegu samhengi. Um liðin áramót var staða Þórisvatns viðkvæm, en frá þeim tíma hefur hins vegar enginn niðurdráttur verið þar. Hlýr og vætusamur vetur hefur því bætt stöðuna verulega. Því til viðbótar er snjóstaða á hálendinu með ágætum, auk þess sem vænta má jökulbráðnunar í sumar. Þar er þó ekki á vísan að róa, eins og sannaðist sl. sumar. Þegar allt er lagt saman teljum við ágætar líkur á góðum miðlunarforða næsta haust, ef tíðin verður áfram hagfelld. Þessar breytingar koma sér vel núna, þegar við sjáum t.d. fram á að þurfa að stöðva vinnslu í Sigöldustöð um þriggja mánaða skeið á næsta ári, vegna stækkunar stöðvarinnar,“ segir í tilkynningunni.
Vatnsaflsvirkjanir Orkumál Landsvirkjun Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira